Börn og ungmenni eiga meiri virðingu skilið Eymundur Eymundsson skrifar 6. febrúar 2024 08:00 Mig langar að leyfa ykkur að skyggnast í líf unglings sem glímir við mikla félagsfælni og hvaða afleiðingar geta orðið ef ekkert er að gert. Við vitum ansi margt í dag sem við vissum ekki áður og það hlýtur að vera öllum til góðs að efla forvarnir í grunn- og framhaldsskólum landsins. Ég var í mörg ár með fyrirlestra í grunn- og framhaldsskólum landsins um félagsfælni sem ég hef lifað með í 45 ár. Það er gott að hafa getað nýtt persónulega reynslu til góðs en börn og ungmenni sem glíma við mikla félagsfælni þurfa að fá hjálp strax í æsku annars erum við alltaf að taka á afleiðingum. Ég var barn sem byrjaði að finna fyrir ótta strax í grunnskólagöngu og sá ótti varð að enn meiri hræðslu og skömm um 12 ára aldur. Mig langaði helst ekki að mæta í skólann nema í leikfimi og í íþróttum en þar fann ég mig þótt mér liði ekki vel. Ég átti erfitt með einbeita mér og erfitt með að læra og maður verður óframfærinn. Það er nefnilega erfitt að eiga við taugakerfið og tilfinninganæmi er mikið. Félagsfælni fylgir mikil viðkvæmni og reiði yfir eigin líðan og það er erfitt að eiga í félagslegum samskiptum og segja sína skoðun við annað fólk. Neikvæðar hugsanir og að vilja ekki lifa glímdi ég við á hverjum degi. Mér leið best í mínu herbergi þar sem myrkur var en leið samt ömurlega að geta ekki sagt að mér liði illa þar sem ég var hræddur við dómhörku að lítið yrði gert úr minn vanlíðan. Mig langaði að geta tekið þátt með bekkjarfélögum í stað þess að leika trúð svo enginn myndi sjá mína vanlíðan sem var í minni sál. Í dag eigum við að vita betur og börn framtíðarinnar eiga skilið þá hjálp sem þau þurfa í stað afleiðinga. Það þekktist ekkert að tala um sína vanlíðan hér áður fyrr og ekkert annað í boði en að rífa sig upp og ég er hræddur um að margir hafi leitað í flöskuna eða fallið frá langt um aldur fram. Mikil einangrun, eiga erfitt með félagsleg tengsl og forðast flestar aðstæður, þunglyndi, vímuefnamisnotkun, sjálfsvíg, sjálfsmynd og sjálfstraust lítið sem ekkert er bara lítill hluti afleiðingar af félagsfælni. Ég lifi með minni félagsfælni og er þakklátur að þurfa ekki að skammast mín fyrir það var ekki eins fólk vilji láta sér líða illa eða ég vona ekki. Því miður hef ég þurft að fylgja nokkrum sem hafa fallið frá og aðrir sem glíma við vímuefnamisnotkun. Ég kalla bara eftir meiri virðingu og aðgerðum um félagsfælni og vanlíðan barna og ungmenna og þar geta fjölmiðlar m.a. haft meiri áhrif. Höfundur hefur glímt við félagsfælni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að leyfa ykkur að skyggnast í líf unglings sem glímir við mikla félagsfælni og hvaða afleiðingar geta orðið ef ekkert er að gert. Við vitum ansi margt í dag sem við vissum ekki áður og það hlýtur að vera öllum til góðs að efla forvarnir í grunn- og framhaldsskólum landsins. Ég var í mörg ár með fyrirlestra í grunn- og framhaldsskólum landsins um félagsfælni sem ég hef lifað með í 45 ár. Það er gott að hafa getað nýtt persónulega reynslu til góðs en börn og ungmenni sem glíma við mikla félagsfælni þurfa að fá hjálp strax í æsku annars erum við alltaf að taka á afleiðingum. Ég var barn sem byrjaði að finna fyrir ótta strax í grunnskólagöngu og sá ótti varð að enn meiri hræðslu og skömm um 12 ára aldur. Mig langaði helst ekki að mæta í skólann nema í leikfimi og í íþróttum en þar fann ég mig þótt mér liði ekki vel. Ég átti erfitt með einbeita mér og erfitt með að læra og maður verður óframfærinn. Það er nefnilega erfitt að eiga við taugakerfið og tilfinninganæmi er mikið. Félagsfælni fylgir mikil viðkvæmni og reiði yfir eigin líðan og það er erfitt að eiga í félagslegum samskiptum og segja sína skoðun við annað fólk. Neikvæðar hugsanir og að vilja ekki lifa glímdi ég við á hverjum degi. Mér leið best í mínu herbergi þar sem myrkur var en leið samt ömurlega að geta ekki sagt að mér liði illa þar sem ég var hræddur við dómhörku að lítið yrði gert úr minn vanlíðan. Mig langaði að geta tekið þátt með bekkjarfélögum í stað þess að leika trúð svo enginn myndi sjá mína vanlíðan sem var í minni sál. Í dag eigum við að vita betur og börn framtíðarinnar eiga skilið þá hjálp sem þau þurfa í stað afleiðinga. Það þekktist ekkert að tala um sína vanlíðan hér áður fyrr og ekkert annað í boði en að rífa sig upp og ég er hræddur um að margir hafi leitað í flöskuna eða fallið frá langt um aldur fram. Mikil einangrun, eiga erfitt með félagsleg tengsl og forðast flestar aðstæður, þunglyndi, vímuefnamisnotkun, sjálfsvíg, sjálfsmynd og sjálfstraust lítið sem ekkert er bara lítill hluti afleiðingar af félagsfælni. Ég lifi með minni félagsfælni og er þakklátur að þurfa ekki að skammast mín fyrir það var ekki eins fólk vilji láta sér líða illa eða ég vona ekki. Því miður hef ég þurft að fylgja nokkrum sem hafa fallið frá og aðrir sem glíma við vímuefnamisnotkun. Ég kalla bara eftir meiri virðingu og aðgerðum um félagsfælni og vanlíðan barna og ungmenna og þar geta fjölmiðlar m.a. haft meiri áhrif. Höfundur hefur glímt við félagsfælni.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar