„Skemmtilegasta Íslandsmetið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 12:31 Baldvin Þór Magnússon var nýlentur á Íslandi eftir ferðalag frá Afríku en hljóp frábærlega á Reykjavíkurleikunum. FRÍ Baldvin Þór Magnússon sló 44 ára gamalt Íslandsmet um helgina. Hann dvaldi á dögunum í mánuð í Kenýa og stundaði þar svokallaðar háfjallaloftsæfingar. Baldvin var þarna að slá enn eitt Íslandsmetið en hann sló met Jóns Diðrikssonar í 1500 metra hlaupi innanhúss sem var frá árinu 1980. Baldvin bætti metið um fjórar sekúndur. Aldrei slegið met áður á Íslandi „Það var alveg ótrúlega gaman og ég myndi segja að þetta væri skemmtilegasta Íslandsmetið sem ég er búinn að ná. Þetta var á Íslandi og ég hef aldrei áður slegið Íslandsmet á Íslandi,“ sagði Baldvin Þór Magnússon í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Ég hef aldrei fengið svona mikla athygli eða svona mikið gert með það. Það var gert stórt mál úr því í höllinni. Það var ótrúlega gaman og mjög sætt að ná sigrinum líka,“ sagði Baldvin. Hann hefur þó hlaupið hraðar utanhúss. „Ég hef hlaupið á 3.40 en það er mjög gott að byrja á 3.41 svona snemma á tímabilinu af því að ég er ekki búinn að taka eins mikið af 1500 metra æfingum og ég hafði gert þegar ég hljóp á 3.40. Það er mjög gott að vera í svona standi svona snemma,“ sagði Baldvin. „Ég var mjög heppinn með að það var mjög góð keppni í hlaupinu og ég þurfti ekki að hugsa það mikið um tímann. Á síðustu fimm hundruð metrunum var markmiðið bara að vinna. Tíminn myndi redda sér sjálfur ef ég myndi vinna,“ sagði Baldvin. Var í 2400 metra hæð Hann er nýkominn aftur til Íslands eftir að hafa verið í æfingabúðum í fjöllunum í Kenía. „Ég var í 2400 metra hæð allan janúar í Kenía. Pælingin með því að vera svona hátt uppi er að það er minna súrefni og þynnra loft. Það eykur rauðu blóðkornin að vera hlaupa og sofa í svona þunnu lofti,“ sagði Baldvin. „Það er allt erfiðara. Æfingarnar eru erfiðari og þær eru aðeins hægari. Ég gat tekið meira af æfingum og við vorum að gera það. Ég var að taka þrjár til fjórar gæðaæfingar í viku en ég myndi vanalega bara taka þrjár niðri,“ sagði Baldvin. „Ég náði að æfa mjög vel þarna uppi og var alveg á mörkunum hvað ég get æft mikið. Þetta voru mjög góðar æfingabúðir,“ sagði Baldvin. Mót í Frakklandi og Noregi Hann setur stefnuna á það að komast inn á Ólympíuleikana í París í sumar. „Ég er að keppa í Frakklandi á föstudaginn og svo í Noregi á sunnudaginn. Utanhússtímabilið byrjar í maí og það nær fram yfir Ólympíuleikana. Markmiðið er að komast á EM í júní en ég myndi þurfa að ná lágmarkinu fyrir það í maí,“ sagði Baldvin. „Svo vonandi að komast á Ólympíuleikana með því. Ég þarf þá að bæta mig en ég tel að það séu mjög góðar líkur á því að ég geri það. Ég er að æfa mjög vel og er mjög sáttur með hvernig allt gengur núna. Það kemur síðan allt í ljós á næstu vikum í hvernig formi ég er. Það skiptir líka máli hvernig aðrir hlaupa út um allan heim,“ sagði Baldvin. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Baldvin var þarna að slá enn eitt Íslandsmetið en hann sló met Jóns Diðrikssonar í 1500 metra hlaupi innanhúss sem var frá árinu 1980. Baldvin bætti metið um fjórar sekúndur. Aldrei slegið met áður á Íslandi „Það var alveg ótrúlega gaman og ég myndi segja að þetta væri skemmtilegasta Íslandsmetið sem ég er búinn að ná. Þetta var á Íslandi og ég hef aldrei áður slegið Íslandsmet á Íslandi,“ sagði Baldvin Þór Magnússon í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Ég hef aldrei fengið svona mikla athygli eða svona mikið gert með það. Það var gert stórt mál úr því í höllinni. Það var ótrúlega gaman og mjög sætt að ná sigrinum líka,“ sagði Baldvin. Hann hefur þó hlaupið hraðar utanhúss. „Ég hef hlaupið á 3.40 en það er mjög gott að byrja á 3.41 svona snemma á tímabilinu af því að ég er ekki búinn að taka eins mikið af 1500 metra æfingum og ég hafði gert þegar ég hljóp á 3.40. Það er mjög gott að vera í svona standi svona snemma,“ sagði Baldvin. „Ég var mjög heppinn með að það var mjög góð keppni í hlaupinu og ég þurfti ekki að hugsa það mikið um tímann. Á síðustu fimm hundruð metrunum var markmiðið bara að vinna. Tíminn myndi redda sér sjálfur ef ég myndi vinna,“ sagði Baldvin. Var í 2400 metra hæð Hann er nýkominn aftur til Íslands eftir að hafa verið í æfingabúðum í fjöllunum í Kenía. „Ég var í 2400 metra hæð allan janúar í Kenía. Pælingin með því að vera svona hátt uppi er að það er minna súrefni og þynnra loft. Það eykur rauðu blóðkornin að vera hlaupa og sofa í svona þunnu lofti,“ sagði Baldvin. „Það er allt erfiðara. Æfingarnar eru erfiðari og þær eru aðeins hægari. Ég gat tekið meira af æfingum og við vorum að gera það. Ég var að taka þrjár til fjórar gæðaæfingar í viku en ég myndi vanalega bara taka þrjár niðri,“ sagði Baldvin. „Ég náði að æfa mjög vel þarna uppi og var alveg á mörkunum hvað ég get æft mikið. Þetta voru mjög góðar æfingabúðir,“ sagði Baldvin. Mót í Frakklandi og Noregi Hann setur stefnuna á það að komast inn á Ólympíuleikana í París í sumar. „Ég er að keppa í Frakklandi á föstudaginn og svo í Noregi á sunnudaginn. Utanhússtímabilið byrjar í maí og það nær fram yfir Ólympíuleikana. Markmiðið er að komast á EM í júní en ég myndi þurfa að ná lágmarkinu fyrir það í maí,“ sagði Baldvin. „Svo vonandi að komast á Ólympíuleikana með því. Ég þarf þá að bæta mig en ég tel að það séu mjög góðar líkur á því að ég geri það. Ég er að æfa mjög vel og er mjög sáttur með hvernig allt gengur núna. Það kemur síðan allt í ljós á næstu vikum í hvernig formi ég er. Það skiptir líka máli hvernig aðrir hlaupa út um allan heim,“ sagði Baldvin. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira