Hafa náð samkomulagi við lífeyrissjóðina um lán Grindvíkinga Lovísa Arnardóttir skrifar 8. febrúar 2024 11:07 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir er fjármála- og efnahagsráðherra. Stöð 2/Ívar Fannar Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ritað undir samkomulag við 12 lífeyrissjóði um stuðning ríkissjóðs vegna húsnæðislána lífeyrissjóða til einstaklinga í Grindavík. Áætlað er að samkomulagið taki til á bilinu 150-200 sjóðfélagalána og að stuðningur ríkissjóðs vegna úrræðisins muni nema samtals um það bil 120-150 milljónum króna. Samkomulagið er gert með fyrirvara um heimild í fjárlögum. Lántakendur eiga að leita til lífeyrissjóðanna um úrræði samkomulagsins. Markmið samkomulagsins er að ríkissjóður styðji við þá fasteignaeigendur í Grindavík sem fallið hafa utan úrræða annarra lánveitenda húsnæðislána í Grindavík um niðurfellingu á vöxtum og verðbótum af lánum þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu en með samkomulaginu tekur ríkissjóður að sér að greiða greiða áfallna vexti og verðbætur af sjóðfélagalánum einstaklinga vegna fasteigna þeirra í Grindavík yfir sex mánaða tímabil. Samkvæmt tilkynningu takmarkast stuðningurinn við áfallna vexti og verðbætur af sjóðfélagalánum sem nema að hámarki samtals 50 milljónum króna fyrir gjalddaga í desember 2023 til og með maí 2024. Gert er að skilyrði að fasteign hafi verið til eigin nota lántaka. Þá segir að stuðningurinn taki til lántakenda sama hvort þeir hafi óskað eftir greiðsluskjóli hjá lífeyrissjóði eða ekki. „Við uppgjör ríkissjóðs skal lántaki vera jafn vel settur líkt og greiddar hafi verið áfallnar verðbætur og vextir af láni hans yfir tímabil samkomulagsins. Stuðningur ríkissjóðs nær ekki til afborgunar af höfuðstóli sjóðfélagalána,“ segir í yfirlýsingu. Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Loforð um að taka óvissu Grindvíkinga í fangið Til skoðunar er hjá yfirvöldum að kaupa allt húsnæði Grindvíkinga. Ríkisstjórnin hyggst ekki taka ákvörðun um það nú en heitir því að óvissa Grindvíkinga verði tekin í fang ríkisins. 22. janúar 2024 13:41 Stuðningur vegna launa fólks sem starfar í Grindavík Grindvíkingar takast nú á við nýjan veruleika fjarri heimilum sínum. Verkefnin fram undan eru mörg og snúa meðal annars að húsnæðismálum, skólagöngu barna, afkomu fólks og sálrænum stuðningi. Sveitarstjórn Grindavíkur er leiðandi í að halda utan um málefni íbúa sinna og nýtur stuðnings og aðstoðar annarra sveitarfélaga, ríkisins og ríkisstjórnarinnar. 18. nóvember 2023 10:31 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Áætlað er að samkomulagið taki til á bilinu 150-200 sjóðfélagalána og að stuðningur ríkissjóðs vegna úrræðisins muni nema samtals um það bil 120-150 milljónum króna. Samkomulagið er gert með fyrirvara um heimild í fjárlögum. Lántakendur eiga að leita til lífeyrissjóðanna um úrræði samkomulagsins. Markmið samkomulagsins er að ríkissjóður styðji við þá fasteignaeigendur í Grindavík sem fallið hafa utan úrræða annarra lánveitenda húsnæðislána í Grindavík um niðurfellingu á vöxtum og verðbótum af lánum þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu en með samkomulaginu tekur ríkissjóður að sér að greiða greiða áfallna vexti og verðbætur af sjóðfélagalánum einstaklinga vegna fasteigna þeirra í Grindavík yfir sex mánaða tímabil. Samkvæmt tilkynningu takmarkast stuðningurinn við áfallna vexti og verðbætur af sjóðfélagalánum sem nema að hámarki samtals 50 milljónum króna fyrir gjalddaga í desember 2023 til og með maí 2024. Gert er að skilyrði að fasteign hafi verið til eigin nota lántaka. Þá segir að stuðningurinn taki til lántakenda sama hvort þeir hafi óskað eftir greiðsluskjóli hjá lífeyrissjóði eða ekki. „Við uppgjör ríkissjóðs skal lántaki vera jafn vel settur líkt og greiddar hafi verið áfallnar verðbætur og vextir af láni hans yfir tímabil samkomulagsins. Stuðningur ríkissjóðs nær ekki til afborgunar af höfuðstóli sjóðfélagalána,“ segir í yfirlýsingu.
Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Loforð um að taka óvissu Grindvíkinga í fangið Til skoðunar er hjá yfirvöldum að kaupa allt húsnæði Grindvíkinga. Ríkisstjórnin hyggst ekki taka ákvörðun um það nú en heitir því að óvissa Grindvíkinga verði tekin í fang ríkisins. 22. janúar 2024 13:41 Stuðningur vegna launa fólks sem starfar í Grindavík Grindvíkingar takast nú á við nýjan veruleika fjarri heimilum sínum. Verkefnin fram undan eru mörg og snúa meðal annars að húsnæðismálum, skólagöngu barna, afkomu fólks og sálrænum stuðningi. Sveitarstjórn Grindavíkur er leiðandi í að halda utan um málefni íbúa sinna og nýtur stuðnings og aðstoðar annarra sveitarfélaga, ríkisins og ríkisstjórnarinnar. 18. nóvember 2023 10:31 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Loforð um að taka óvissu Grindvíkinga í fangið Til skoðunar er hjá yfirvöldum að kaupa allt húsnæði Grindvíkinga. Ríkisstjórnin hyggst ekki taka ákvörðun um það nú en heitir því að óvissa Grindvíkinga verði tekin í fang ríkisins. 22. janúar 2024 13:41
Stuðningur vegna launa fólks sem starfar í Grindavík Grindvíkingar takast nú á við nýjan veruleika fjarri heimilum sínum. Verkefnin fram undan eru mörg og snúa meðal annars að húsnæðismálum, skólagöngu barna, afkomu fólks og sálrænum stuðningi. Sveitarstjórn Grindavíkur er leiðandi í að halda utan um málefni íbúa sinna og nýtur stuðnings og aðstoðar annarra sveitarfélaga, ríkisins og ríkisstjórnarinnar. 18. nóvember 2023 10:31