Heitavatnsleysi gæti varað í margar vikur ef ekki tekst að tengja varalögn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 15:45 Páll Erland, forstjóri HS veitna segir gríðarlega mikilvægt að hraunbreiðan nái ekki breiða ekki of mikið úr sér, svo hægt verði að tengja varalögn. Vísir Varabirgðir af heitu vatni í tönkum á Fitjum klárast á næstu klukkustundum. Þá tekur við heitavatnsleysi í Reykjanesbæ, á Suðurnesjum og í Vogum. Unnið er hörðum höndum við að tengja varalögn, en ef hún fer einnig undir hraun gæti heitavatnsleysi varað í margar vikur. Páll Erland, forstjóri HS veitna, ræddi við Kristján Má Unnarsson, fréttamann Stöðvar 2 fyrir stundu og fór yfir stöðuna sem upp er komin í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga. Hitaveitulögnin fór undir hraun á hádegi og nú er svo komið að varabirgðir klárast á næstu klukkustundum. „Þá tekur ekkert annað en heitavatnsleysi við þangað til búið er að virkja nýja varalögn. Sem er verið að vinna í að tengja,“ segir Páll. „Nú skiptir miklu máli að hraunbreiðan breiði ekki of mikið úr sér, svo hægt verði að tengja hana.“ Hraun flæddi einnig yfir raflínu frá Svartsengi og tók með sér rafmagnsstaura. Þar með fór rafmagn af Grindavík, en varaaflvélar leiða nú rafmagn til bæjarins. Páll segir sveitarfélög á Suðurnesjum fá rafmagn frá Reykjanesi og Suðurnesjalínu. Svartsengi er nú keyrt á varavélum. „Rafmagns-og kaldavatnsframleiðslan heldur áfram og um það snýst málið núna. Að verja það. Það kemst ekkert rafmagn frá Svartsengi en við erum það vel sett að Fitjar og varaleiðir eru vel tengd.“ Kerfið ekki hannað fyrir rafkyndingu Um þúsund heimili munu nú þurfa að reiða sig á rafmagnsofna og blásara til að hita híbýli sín. „Það er mjög stórt viðfangsefni, og það verður eina leiðin til að hita hús,“ segir Páll. „Við höfum einmitt verið að upplýsa um að rafdreifikerfið er ekki hannað fyrir rafkyndingu heils sveitafélags og þar með þarf hver húseigandi að gæta þess að nota ekki meira tvö og hálft kílóvött af rafmagni í kyndingu. Það er mjög mikilvægt að fólk sýni þá ábyrgð því annars getur rafdreifikerfið í götunni, hverfinu eða þess vegna öllum bænum laskast.“ Er þetta ástand sem gæti varað í margar vikur? „Ef vel fer náum við hita á hús á næstu sólarhringum en rafmagn verður í þessari stöðu eitthvað um sinn.“ Hinsvegar sé ljóst að ef ekki takist að tengja nýja heitavatnslögn getur heitavatnsleysi varað í margar vikur. Þannig það er allt kapp lagt á að ná að tengja það sem fyrst. Páll segir að heita vatnið fari af hverfum eitt af öðru fram til miðnættis. Þá verði orðið heitavatnslaust. Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Jarðhiti Orkumál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Páll Erland, forstjóri HS veitna, ræddi við Kristján Má Unnarsson, fréttamann Stöðvar 2 fyrir stundu og fór yfir stöðuna sem upp er komin í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga. Hitaveitulögnin fór undir hraun á hádegi og nú er svo komið að varabirgðir klárast á næstu klukkustundum. „Þá tekur ekkert annað en heitavatnsleysi við þangað til búið er að virkja nýja varalögn. Sem er verið að vinna í að tengja,“ segir Páll. „Nú skiptir miklu máli að hraunbreiðan breiði ekki of mikið úr sér, svo hægt verði að tengja hana.“ Hraun flæddi einnig yfir raflínu frá Svartsengi og tók með sér rafmagnsstaura. Þar með fór rafmagn af Grindavík, en varaaflvélar leiða nú rafmagn til bæjarins. Páll segir sveitarfélög á Suðurnesjum fá rafmagn frá Reykjanesi og Suðurnesjalínu. Svartsengi er nú keyrt á varavélum. „Rafmagns-og kaldavatnsframleiðslan heldur áfram og um það snýst málið núna. Að verja það. Það kemst ekkert rafmagn frá Svartsengi en við erum það vel sett að Fitjar og varaleiðir eru vel tengd.“ Kerfið ekki hannað fyrir rafkyndingu Um þúsund heimili munu nú þurfa að reiða sig á rafmagnsofna og blásara til að hita híbýli sín. „Það er mjög stórt viðfangsefni, og það verður eina leiðin til að hita hús,“ segir Páll. „Við höfum einmitt verið að upplýsa um að rafdreifikerfið er ekki hannað fyrir rafkyndingu heils sveitafélags og þar með þarf hver húseigandi að gæta þess að nota ekki meira tvö og hálft kílóvött af rafmagni í kyndingu. Það er mjög mikilvægt að fólk sýni þá ábyrgð því annars getur rafdreifikerfið í götunni, hverfinu eða þess vegna öllum bænum laskast.“ Er þetta ástand sem gæti varað í margar vikur? „Ef vel fer náum við hita á hús á næstu sólarhringum en rafmagn verður í þessari stöðu eitthvað um sinn.“ Hinsvegar sé ljóst að ef ekki takist að tengja nýja heitavatnslögn getur heitavatnsleysi varað í margar vikur. Þannig það er allt kapp lagt á að ná að tengja það sem fyrst. Páll segir að heita vatnið fari af hverfum eitt af öðru fram til miðnættis. Þá verði orðið heitavatnslaust.
Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Jarðhiti Orkumál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira