Fékk að prófa hálfsjálfvirkan riffil hjá föður ríkislögreglustjóra Árni Sæberg skrifar 9. febrúar 2024 12:33 Óvæntar vendingar urðu í máli Sindra Snæs þegar nafn föður Sigríðar Bjarkar blandaðist inn í það. Vísir/Vilhelm Faðir Sindra Snæs Birgissonar segir að sonur sinn hafi viljað breyta einskotariffli í hálfsjálfvirkan eftir að hafa fengið að prófa einn slíkan hjá Guðjóni Valdimarssyni, stórtækum vopnasafnara og föður ríkislögreglustjóra Birgir Ragnar Baldursson, faðir Sindra Snæs, bar vitni í máli ákæruvaldins á hendur syni hans í morgun. Sindri Snær sætir ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og fjölda vopnalagabrota. Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir hönd ákæruvaldsins, spurði Birgi Ragnar helst út í skotvopn sem fundust við húsleit heima hjá Sindra. Sindri fullyrti fyrir dómi í gær að þrír rifflar, sem ákæruvaldið vænir hann um að eiga, væru í eigu föður hans. Sindri sagði föður sinn hafa átt vopnin en hann hafi búið heima hjá honum þar sem hann hafi verið á milli húsnæða. Byssuskápur með rifflunum hafi fylgt með búslóðinni og verið komið fyrir inni í herberginu hans vegna plássleysis. Herbergi föður hans hafi verið lítið og þeir hafi ekki viljað geyma skápinn inni í stofu, í eldhúsinu eða á baðherberginu. Birgir Ragnar bar nákvæmlega eins fyrir dómi í dag. Þá sagði hann að Sindri Snær hefði ekki haft aðgang að byssuskápnum. Þegar hann ferðaðist tæki hann lykilinn að skápnum ávallt með sér. Sagðist hafa staðgreitt en vopnasalinn segir Sindra hafa greitt Sækjandi spurði Sindra Snæ ítrekað í gær hvort að faðir hans hefði keypt rifflana fyrir hann, en faðir hans er með skotvopnaleyfi en ekki Sindri. Sindri sagði ekkert til í því og faðir hans væri eigandi vopnanna. Sækjandi spurði Birgi að því sama. Birgir sagðist eiga rifflana og að hann hefði greitt fyrir alla rifflana þrjá. Sindri Snær hafi vissulega keypt CZ-557 riffil í Grænlandi en hann greitt fyrir hann. Riffillinn hafi verið fluttur inn í gegnum innflutningsleyfi Jóels Einars Halldórssonar byssusala. Hina tvo rifflana, eftirlíkingar af AK-47 og AR-15 rifflum, hafi hann keypt af téðum Jóel en Sindri Snær hafi verið í samskiptum við Jóel varðandi kaupin. Hann hafi sjálfur staðgreitt rifflana. Jóel Einar bar einnig vitni í dag. Hann sagðist telja að Sindri Snær hafi millifært kaupverð rifflanna inn á reikning hans. Hann hefði verið í samskiptum við Sindra vegna kaupanna, enda hefðu þeir verið vinir um árabil. Þá sagði Jóel að það tíðkaðist í bransanum að menn með byssuleyfi keyptu byssur fyrir hönd annarra. „Eins og þegar pabbi hjálpar syni sínum að kaupa bíl, hver er skráður fyrir bílnum?“ Leist ekkert á breyttan riffilinn Birgir Ragnar sagðist hafa verið viðstaddur þegar Sindri Snær breytti AR-15 rifflinum svo hann væri hálfsjálfvirkur en ekki einskotariffill. Það hefði verið gert með hans samþykki og vegna forvitni Sindra Snæs. Hann lýsti syni sínum sem „gormi“ og sagði hann hugsa út fyrir boxið og sniðugan. Sindri Snær hafi fengið að prófa hálfsjálfvirkan riffil heima hjá Guðjóni Valdimarssyni, sem er stórtækur vopnasali og -safnari auk þess að vera faðir Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóri. Embætti ríkislögreglustjóra þurfti að segja sig frá rannsókn málsins vegna vanhæfis æðsta embættismanns embættisins. Sindri Snær sagði í gær að hann hefði farið í heimsókn til Guðjóns og séð þar stórt, mikið og flott byssusafn. Birgir Ragnar sagði að eftir að hafa fengið að prófa hálfsjálfvirkan riffil hafi Sindra Snæ langað að breyta AR-15 rifflinum í slíkan. Það hafi hann og gert undir vökulu auga föður síns. Þeir feðgar hafi svo farið tveimur dögum seinna, þann 6. september 2022, að skotsvæðinu í Höfnum og prófað riffillinn. Honum hafi ekkert litist á það að eiga hálfsjálvirkan riffil og því beðið Sindra Snæ að breyta honum aftur í venjulegan riffil. Sindri Snær lýsti því í gær að það hafi verið einföld aðgerð. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Dómsmál Tengdar fréttir Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 „Ég get ekki mótað hann eins og leir, hann er ekki strengjabrúða“ Ísidór Nathansson, sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintri skipulagningu Sindra Snæs Birgissonar á hryðjuverkum, segir fráleitt að ákæruvaldið haldi því fram að hann hafi hvatt Sindra Snæ til hryðjuverka. Hann hefur fyrir dómi ekki farið í grafgötur með umdeildar skoðanir sínar á samkynhneigðum og útlendingum. 8. febrúar 2024 21:00 Sindri segir meinta skipulagningu hryðjuverka hafa verið grín Sindri Snær Birgisson segir í skýrslutöku fyrir dómi að hann hafi ekki með nokkru móti verið að skipuleggja hryðjuverk þegar hann ræddi við félaga sinn um fjöldamorð, kaup á lögreglufatnaði, aðdáun á fjöldamorðingjum og fleira í þeim dúr. „Ég neita þessu alfarið, þetta er bara galið.“ Hann og verjandi hans hafa gagnrýnt ákæruvaldið harðlega fyrir að taka hlutina úr samhengi. 8. febrúar 2024 18:12 Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu hefst: „Full ástæða til þess að vera bjartsýnn“ Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Héraðsdómur verður skipaður þremur embættisdómurum vegna umfangs og efnis málsins. Verjandi annars sakborninga segir fulla ástæðu til þess að vera bjartsýnn fyrir niðurstöðu málsins. 8. febrúar 2024 09:01 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira
Birgir Ragnar Baldursson, faðir Sindra Snæs, bar vitni í máli ákæruvaldins á hendur syni hans í morgun. Sindri Snær sætir ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og fjölda vopnalagabrota. Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir hönd ákæruvaldsins, spurði Birgi Ragnar helst út í skotvopn sem fundust við húsleit heima hjá Sindra. Sindri fullyrti fyrir dómi í gær að þrír rifflar, sem ákæruvaldið vænir hann um að eiga, væru í eigu föður hans. Sindri sagði föður sinn hafa átt vopnin en hann hafi búið heima hjá honum þar sem hann hafi verið á milli húsnæða. Byssuskápur með rifflunum hafi fylgt með búslóðinni og verið komið fyrir inni í herberginu hans vegna plássleysis. Herbergi föður hans hafi verið lítið og þeir hafi ekki viljað geyma skápinn inni í stofu, í eldhúsinu eða á baðherberginu. Birgir Ragnar bar nákvæmlega eins fyrir dómi í dag. Þá sagði hann að Sindri Snær hefði ekki haft aðgang að byssuskápnum. Þegar hann ferðaðist tæki hann lykilinn að skápnum ávallt með sér. Sagðist hafa staðgreitt en vopnasalinn segir Sindra hafa greitt Sækjandi spurði Sindra Snæ ítrekað í gær hvort að faðir hans hefði keypt rifflana fyrir hann, en faðir hans er með skotvopnaleyfi en ekki Sindri. Sindri sagði ekkert til í því og faðir hans væri eigandi vopnanna. Sækjandi spurði Birgi að því sama. Birgir sagðist eiga rifflana og að hann hefði greitt fyrir alla rifflana þrjá. Sindri Snær hafi vissulega keypt CZ-557 riffil í Grænlandi en hann greitt fyrir hann. Riffillinn hafi verið fluttur inn í gegnum innflutningsleyfi Jóels Einars Halldórssonar byssusala. Hina tvo rifflana, eftirlíkingar af AK-47 og AR-15 rifflum, hafi hann keypt af téðum Jóel en Sindri Snær hafi verið í samskiptum við Jóel varðandi kaupin. Hann hafi sjálfur staðgreitt rifflana. Jóel Einar bar einnig vitni í dag. Hann sagðist telja að Sindri Snær hafi millifært kaupverð rifflanna inn á reikning hans. Hann hefði verið í samskiptum við Sindra vegna kaupanna, enda hefðu þeir verið vinir um árabil. Þá sagði Jóel að það tíðkaðist í bransanum að menn með byssuleyfi keyptu byssur fyrir hönd annarra. „Eins og þegar pabbi hjálpar syni sínum að kaupa bíl, hver er skráður fyrir bílnum?“ Leist ekkert á breyttan riffilinn Birgir Ragnar sagðist hafa verið viðstaddur þegar Sindri Snær breytti AR-15 rifflinum svo hann væri hálfsjálfvirkur en ekki einskotariffill. Það hefði verið gert með hans samþykki og vegna forvitni Sindra Snæs. Hann lýsti syni sínum sem „gormi“ og sagði hann hugsa út fyrir boxið og sniðugan. Sindri Snær hafi fengið að prófa hálfsjálfvirkan riffil heima hjá Guðjóni Valdimarssyni, sem er stórtækur vopnasali og -safnari auk þess að vera faðir Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóri. Embætti ríkislögreglustjóra þurfti að segja sig frá rannsókn málsins vegna vanhæfis æðsta embættismanns embættisins. Sindri Snær sagði í gær að hann hefði farið í heimsókn til Guðjóns og séð þar stórt, mikið og flott byssusafn. Birgir Ragnar sagði að eftir að hafa fengið að prófa hálfsjálfvirkan riffil hafi Sindra Snæ langað að breyta AR-15 rifflinum í slíkan. Það hafi hann og gert undir vökulu auga föður síns. Þeir feðgar hafi svo farið tveimur dögum seinna, þann 6. september 2022, að skotsvæðinu í Höfnum og prófað riffillinn. Honum hafi ekkert litist á það að eiga hálfsjálvirkan riffil og því beðið Sindra Snæ að breyta honum aftur í venjulegan riffil. Sindri Snær lýsti því í gær að það hafi verið einföld aðgerð.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Dómsmál Tengdar fréttir Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 „Ég get ekki mótað hann eins og leir, hann er ekki strengjabrúða“ Ísidór Nathansson, sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintri skipulagningu Sindra Snæs Birgissonar á hryðjuverkum, segir fráleitt að ákæruvaldið haldi því fram að hann hafi hvatt Sindra Snæ til hryðjuverka. Hann hefur fyrir dómi ekki farið í grafgötur með umdeildar skoðanir sínar á samkynhneigðum og útlendingum. 8. febrúar 2024 21:00 Sindri segir meinta skipulagningu hryðjuverka hafa verið grín Sindri Snær Birgisson segir í skýrslutöku fyrir dómi að hann hafi ekki með nokkru móti verið að skipuleggja hryðjuverk þegar hann ræddi við félaga sinn um fjöldamorð, kaup á lögreglufatnaði, aðdáun á fjöldamorðingjum og fleira í þeim dúr. „Ég neita þessu alfarið, þetta er bara galið.“ Hann og verjandi hans hafa gagnrýnt ákæruvaldið harðlega fyrir að taka hlutina úr samhengi. 8. febrúar 2024 18:12 Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu hefst: „Full ástæða til þess að vera bjartsýnn“ Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Héraðsdómur verður skipaður þremur embættisdómurum vegna umfangs og efnis málsins. Verjandi annars sakborninga segir fulla ástæðu til þess að vera bjartsýnn fyrir niðurstöðu málsins. 8. febrúar 2024 09:01 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira
Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11
„Ég get ekki mótað hann eins og leir, hann er ekki strengjabrúða“ Ísidór Nathansson, sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintri skipulagningu Sindra Snæs Birgissonar á hryðjuverkum, segir fráleitt að ákæruvaldið haldi því fram að hann hafi hvatt Sindra Snæ til hryðjuverka. Hann hefur fyrir dómi ekki farið í grafgötur með umdeildar skoðanir sínar á samkynhneigðum og útlendingum. 8. febrúar 2024 21:00
Sindri segir meinta skipulagningu hryðjuverka hafa verið grín Sindri Snær Birgisson segir í skýrslutöku fyrir dómi að hann hafi ekki með nokkru móti verið að skipuleggja hryðjuverk þegar hann ræddi við félaga sinn um fjöldamorð, kaup á lögreglufatnaði, aðdáun á fjöldamorðingjum og fleira í þeim dúr. „Ég neita þessu alfarið, þetta er bara galið.“ Hann og verjandi hans hafa gagnrýnt ákæruvaldið harðlega fyrir að taka hlutina úr samhengi. 8. febrúar 2024 18:12
Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu hefst: „Full ástæða til þess að vera bjartsýnn“ Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Héraðsdómur verður skipaður þremur embættisdómurum vegna umfangs og efnis málsins. Verjandi annars sakborninga segir fulla ástæðu til þess að vera bjartsýnn fyrir niðurstöðu málsins. 8. febrúar 2024 09:01