Tíu bestu liðin (1984-2023): Uppgjör Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2024 08:00 FH 2005, Víkingur 2023, ÍA 1993 og Stjarnan 2014 voru öll á lista yfir tíu bestu lið íslenskrar fótboltasögu frá 1984. jóhannes long/hulda margrét/friðþjófur helgason/andri marinó Vísir stóð fyrir vali á bestu liðum í íslenskum karlafótbolta undanfarin fjörutíu ár, eða frá 1984 þegar þriggja stiga reglan var tekin upp. Hér má sjá niðurstöður kosningarinnar. Þrjátíu sérfræðingar, sem allir hafa fjallað á einn eða annan hátt um íslenskan fótbolta undanfarin fjörutíu ár, völdu þau fimm lið sem þeir töldu best á tímabilinu 1984-2023. Hver og einn valdi fimm lið og röðuðu þeim frá eitt til fimm. Fyrir 1. sætið fengust fimm stig, fjögur stig fyrir 4. sætið, þrjú fyrir 3. sætið, tvö fyrir 4. sætið og eitt fyrir 5. sætið. Mest var því hægt að fá 150 stig. Sextán lið fengu atkvæði í kjörinu. Auk tíu efstu liðanna sem var fjallað um í sérstökum greinum fengu eftirfarandi lið atkvæði: ÍBV 1997 og KR 2013 fengu eitt stig hvort lið og ÍA 1984 og Víkingur 2021 fengu tvö stig hvort lið. Valur 2017 fékk þrjú stig og FH 2009 fékk fjögur stig, jafn mörg og Breiðablik 2022. Blikar fengu hins vegar stig frá fleiri sérfræðingum og voru því inni á topp tíu. ÍA var eina félagið sem átti fleiri en einn fulltrúa á meðal tíu efstu. Þrjú lið ÍA voru á lista, eitt frá Breiðabliki, ÍBV, Stjörnunni, KR, Fram, Víkingi og FH. Í 10. sæti í kjörinu með fjögur stig varð Breiðablik 2022. Blikar urðu Íslandsmeistarar í annað sinn með talsverðum yfirburðum. Þá gerðu þeir það gott í Evrópukeppni. Í 9. sæti í kjörinu með sex stig varð ÍBV 1998. Eyjamenn urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik í Vesturbænum. ÍBV varð einnig bikarmeistari. Í 8. sæti í kjörinu með níu stig varð ÍA 1996. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar fimmta árið í röð eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik aldarinnar á Akranesi, 4-1. ÍA varð sömuleiðis bikarmeistari og vann því tvöfalt í annað sinn á fjórum árum. Í 7. sæti í kjörinu með þrjátíu stig var Stjarnan 2014. Líkt og Skagamenn 1996 og Eyjamenn 1998 urðu Stjörnumenn Íslandsmeistarar eftir sigur í hreinum úrslitaleik, gegn FH-ingum í Kaplakrika. Stjarnan tapaði ekki leik í Pepsi Max-deildinni og komst auk þess lengra en nokkurt annað íslenskt lið hafði komist í Evrópukeppni. Í 6. sæti í kjörinu með 32 stig varð KR 1999. Eftir 31 árs bið urðu KR-ingar Íslandsmeistarar og unnu fjórtán af átján leikjum sínum í Símadeildinni. KR varð einnig bikarmeistari á aldarafmæli félagsins. Í 5. sæti í kjörinu með 39 stig varð Fram 1988. Frammarar urðu Íslandsmeistarar og settu stigamet í tíu liða deild með þriggja stiga reglu, fengu 49 stig af 54 mögulegum. Fram fékk aðeins átta mörk á sig og hélt tólf sinnum hreinu í átján leikjum. Í 4. sæti í kjörinu með 42 stig varð ÍA 1995. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar með miklum yfirburðum og jöfnuðu stigamet í tíu liða deild með þriggja stiga reglu. Arnar Gunnlaugsson sneri heim á miðju sumri og varð markakóngur með fimmtán mörk í sjö leikjum. Í 3. sæti í kjörinu með 73 stig varð Víkingur 2023. Víkingar urðu Íslandsmeistarar með miklum glans og unnu bikarkeppnina fjórða sinn í röð. Víkingur vann tvöfalt í annað sinn á þremur árum. Í 2. sæti í kjörinu með 79 stig varð FH 2005. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð. Þeir höfðu fáheyrða yfirburði og unnu fyrstu fimmtán leiki sína í Landsbankadeildinni. Í 1. sæti í kjörinu með 123 stig varð ÍA 1993. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð og jöfnuðu stigamet Frammara frá 1988. Þeir skoruðu 62 mörk sem var met sem stóð til 2022 þegar sjö leikjum hafði verið bætt við mótið. ÍA varð einnig bikarmeistari og vann hollenska stórliðið Feyenoord í Evrópukeppni. Af þrjátíu sérfræðingum voru 22 með ÍA 1993 í efsta sæti. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. ÍA 1993 - 123 stig FH 2005 - 79 stig Víkingur 2023 - 73 stig ÍA 1995 - 42 stig Fram 1988 - 39 stig KR 1999 - 32 stig Stjarnan 2014 - 30 stig ÍA 1996 - 9 stig ÍBV 1998 - 6 stig Breiðablik 2022 - 4 stig FH 2009 - 4 stig Valur 2017 - 3 stig ÍA 1984 - 2 stig Víkingur 2021 - 2 stig ÍBV 1997 - 1 stig KR 2013 - 1 stig Besta deild karla 10 bestu liðin Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Fleiri fréttir Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Sjá meira
Þrjátíu sérfræðingar, sem allir hafa fjallað á einn eða annan hátt um íslenskan fótbolta undanfarin fjörutíu ár, völdu þau fimm lið sem þeir töldu best á tímabilinu 1984-2023. Hver og einn valdi fimm lið og röðuðu þeim frá eitt til fimm. Fyrir 1. sætið fengust fimm stig, fjögur stig fyrir 4. sætið, þrjú fyrir 3. sætið, tvö fyrir 4. sætið og eitt fyrir 5. sætið. Mest var því hægt að fá 150 stig. Sextán lið fengu atkvæði í kjörinu. Auk tíu efstu liðanna sem var fjallað um í sérstökum greinum fengu eftirfarandi lið atkvæði: ÍBV 1997 og KR 2013 fengu eitt stig hvort lið og ÍA 1984 og Víkingur 2021 fengu tvö stig hvort lið. Valur 2017 fékk þrjú stig og FH 2009 fékk fjögur stig, jafn mörg og Breiðablik 2022. Blikar fengu hins vegar stig frá fleiri sérfræðingum og voru því inni á topp tíu. ÍA var eina félagið sem átti fleiri en einn fulltrúa á meðal tíu efstu. Þrjú lið ÍA voru á lista, eitt frá Breiðabliki, ÍBV, Stjörnunni, KR, Fram, Víkingi og FH. Í 10. sæti í kjörinu með fjögur stig varð Breiðablik 2022. Blikar urðu Íslandsmeistarar í annað sinn með talsverðum yfirburðum. Þá gerðu þeir það gott í Evrópukeppni. Í 9. sæti í kjörinu með sex stig varð ÍBV 1998. Eyjamenn urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik í Vesturbænum. ÍBV varð einnig bikarmeistari. Í 8. sæti í kjörinu með níu stig varð ÍA 1996. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar fimmta árið í röð eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik aldarinnar á Akranesi, 4-1. ÍA varð sömuleiðis bikarmeistari og vann því tvöfalt í annað sinn á fjórum árum. Í 7. sæti í kjörinu með þrjátíu stig var Stjarnan 2014. Líkt og Skagamenn 1996 og Eyjamenn 1998 urðu Stjörnumenn Íslandsmeistarar eftir sigur í hreinum úrslitaleik, gegn FH-ingum í Kaplakrika. Stjarnan tapaði ekki leik í Pepsi Max-deildinni og komst auk þess lengra en nokkurt annað íslenskt lið hafði komist í Evrópukeppni. Í 6. sæti í kjörinu með 32 stig varð KR 1999. Eftir 31 árs bið urðu KR-ingar Íslandsmeistarar og unnu fjórtán af átján leikjum sínum í Símadeildinni. KR varð einnig bikarmeistari á aldarafmæli félagsins. Í 5. sæti í kjörinu með 39 stig varð Fram 1988. Frammarar urðu Íslandsmeistarar og settu stigamet í tíu liða deild með þriggja stiga reglu, fengu 49 stig af 54 mögulegum. Fram fékk aðeins átta mörk á sig og hélt tólf sinnum hreinu í átján leikjum. Í 4. sæti í kjörinu með 42 stig varð ÍA 1995. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar með miklum yfirburðum og jöfnuðu stigamet í tíu liða deild með þriggja stiga reglu. Arnar Gunnlaugsson sneri heim á miðju sumri og varð markakóngur með fimmtán mörk í sjö leikjum. Í 3. sæti í kjörinu með 73 stig varð Víkingur 2023. Víkingar urðu Íslandsmeistarar með miklum glans og unnu bikarkeppnina fjórða sinn í röð. Víkingur vann tvöfalt í annað sinn á þremur árum. Í 2. sæti í kjörinu með 79 stig varð FH 2005. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð. Þeir höfðu fáheyrða yfirburði og unnu fyrstu fimmtán leiki sína í Landsbankadeildinni. Í 1. sæti í kjörinu með 123 stig varð ÍA 1993. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð og jöfnuðu stigamet Frammara frá 1988. Þeir skoruðu 62 mörk sem var met sem stóð til 2022 þegar sjö leikjum hafði verið bætt við mótið. ÍA varð einnig bikarmeistari og vann hollenska stórliðið Feyenoord í Evrópukeppni. Af þrjátíu sérfræðingum voru 22 með ÍA 1993 í efsta sæti. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. ÍA 1993 - 123 stig FH 2005 - 79 stig Víkingur 2023 - 73 stig ÍA 1995 - 42 stig Fram 1988 - 39 stig KR 1999 - 32 stig Stjarnan 2014 - 30 stig ÍA 1996 - 9 stig ÍBV 1998 - 6 stig Breiðablik 2022 - 4 stig FH 2009 - 4 stig Valur 2017 - 3 stig ÍA 1984 - 2 stig Víkingur 2021 - 2 stig ÍBV 1997 - 1 stig KR 2013 - 1 stig
ÍA 1993 - 123 stig FH 2005 - 79 stig Víkingur 2023 - 73 stig ÍA 1995 - 42 stig Fram 1988 - 39 stig KR 1999 - 32 stig Stjarnan 2014 - 30 stig ÍA 1996 - 9 stig ÍBV 1998 - 6 stig Breiðablik 2022 - 4 stig FH 2009 - 4 stig Valur 2017 - 3 stig ÍA 1984 - 2 stig Víkingur 2021 - 2 stig ÍBV 1997 - 1 stig KR 2013 - 1 stig
Besta deild karla 10 bestu liðin Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Fleiri fréttir Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Sjá meira