Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2024 15:05 Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dublin þann 9. febrúar árið 2019. Systkini Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum eru mætt til írsku höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn lögreglu á málinu. Írska lögreglan segir tvær nýjar vísbendingar hafa borist og leitar til almennings. Jón Þröstur yfirgaf Bonnington hótelið um ellefuleytið að morgni laugardagsins 9. febrúar árið 2019. Hann sást svo ganga fram hjá Highfield sjúkrahúsinu í áttina að gatnamótunum við Collins Avenue. Frétt Stöðvar 2 frá í febrúar 2019 má sjá að neðan. Síðan hefur ekkert sést til Jóns Þrastar. Hann var við keppni á pókermóti með unnustu sinni. Hann kom til Dublin á föstudeginum og unnusta hans, Jana Guðjónsdóttir, daginn eftir. Fimm ára rússíbanareið Anna Hildur og Davíð Karl, systkini Jóns Þrastar, eru mætt til Dublin til að aðstoða írsku lögregluna sem biðlar til almennings eftir upplýsingum. Lögreglan segist hafa fengið tvær áhugaverðar nafnlausar ábendingar og biðlar til fólksins sem sendi þær að gefa sig fram við lögreglu. Anna Hildur lýsir í viðtali við Ríkissjónvarpið á Írlandi RTE hvernig Jón Þröstur hafi verið kletturinn í fjölskyldunni, í raun eins og föðurímynd hennar og systkinanna. Hvarf hans sé ráðgáfa enda hafi Jón Þröstur verið með plön fyrir lífið. „Það hefur ekkert spurst til hans,“ segir Hildur í viðtalinu. Davíð Karl lýsir síðustu fimm árum sem rússíbanareið fyrir fjölskylduna. Hvarfið hefði verið úr karakter fyrir Jón Þröst. Fjölskyldan héldi í vonina og væri bjartsýn. „Vonandi kemur eitthvað gott út úr ferð okkar hingað.“ Vilja fá að kveðja Þau ætli að gera hvað þau geti til að aðstoða við rannsókn málsins. Þau þrái að fá svör til að geta lokað málinu. „Auðvitað vonum við að hann sé á lífi og hann komi bara til okkar með skottið á milli lappanna. En ég held að staðan sé ekki sú,“ segir Anna Hildur. Systkinin hafa lagt sig virkilega fram við leitina að Jóni Þresti. Davíð Karl fór í viðtal í sjónvarpsþætti á Írlandi fyrir fjórum árum. Þá flutti hann til Írlands um tíma til að halda þrýstingi á rannsókn lögreglu. „Ég vil bara að hann finnist, að við fáum að vita hvað gerðist og getum kvatt hann. Það er erfitt að kveðja ef einhver er ekki farinn fyrir fullt og allt.“ Davíð Karl segist tilbúin að taka hverju sem er en þau þurfi svör. Hvað sem gerst hafi vilji þau koma Jóni Þresti til Íslands. Leitin að Jóni Þresti Írland Tengdar fréttir Jón Þröstur sagður hafa verið myrtur af öðrum Íslendingi Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf sporlaust á Írlandi í fyrra, var myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Þetta er fullyrt í frétt Sunday Independent á Írlandi. 4. október 2020 10:14 Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05 Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Jón Þröstur yfirgaf Bonnington hótelið um ellefuleytið að morgni laugardagsins 9. febrúar árið 2019. Hann sást svo ganga fram hjá Highfield sjúkrahúsinu í áttina að gatnamótunum við Collins Avenue. Frétt Stöðvar 2 frá í febrúar 2019 má sjá að neðan. Síðan hefur ekkert sést til Jóns Þrastar. Hann var við keppni á pókermóti með unnustu sinni. Hann kom til Dublin á föstudeginum og unnusta hans, Jana Guðjónsdóttir, daginn eftir. Fimm ára rússíbanareið Anna Hildur og Davíð Karl, systkini Jóns Þrastar, eru mætt til Dublin til að aðstoða írsku lögregluna sem biðlar til almennings eftir upplýsingum. Lögreglan segist hafa fengið tvær áhugaverðar nafnlausar ábendingar og biðlar til fólksins sem sendi þær að gefa sig fram við lögreglu. Anna Hildur lýsir í viðtali við Ríkissjónvarpið á Írlandi RTE hvernig Jón Þröstur hafi verið kletturinn í fjölskyldunni, í raun eins og föðurímynd hennar og systkinanna. Hvarf hans sé ráðgáfa enda hafi Jón Þröstur verið með plön fyrir lífið. „Það hefur ekkert spurst til hans,“ segir Hildur í viðtalinu. Davíð Karl lýsir síðustu fimm árum sem rússíbanareið fyrir fjölskylduna. Hvarfið hefði verið úr karakter fyrir Jón Þröst. Fjölskyldan héldi í vonina og væri bjartsýn. „Vonandi kemur eitthvað gott út úr ferð okkar hingað.“ Vilja fá að kveðja Þau ætli að gera hvað þau geti til að aðstoða við rannsókn málsins. Þau þrái að fá svör til að geta lokað málinu. „Auðvitað vonum við að hann sé á lífi og hann komi bara til okkar með skottið á milli lappanna. En ég held að staðan sé ekki sú,“ segir Anna Hildur. Systkinin hafa lagt sig virkilega fram við leitina að Jóni Þresti. Davíð Karl fór í viðtal í sjónvarpsþætti á Írlandi fyrir fjórum árum. Þá flutti hann til Írlands um tíma til að halda þrýstingi á rannsókn lögreglu. „Ég vil bara að hann finnist, að við fáum að vita hvað gerðist og getum kvatt hann. Það er erfitt að kveðja ef einhver er ekki farinn fyrir fullt og allt.“ Davíð Karl segist tilbúin að taka hverju sem er en þau þurfi svör. Hvað sem gerst hafi vilji þau koma Jóni Þresti til Íslands.
Leitin að Jóni Þresti Írland Tengdar fréttir Jón Þröstur sagður hafa verið myrtur af öðrum Íslendingi Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf sporlaust á Írlandi í fyrra, var myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Þetta er fullyrt í frétt Sunday Independent á Írlandi. 4. október 2020 10:14 Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05 Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Jón Þröstur sagður hafa verið myrtur af öðrum Íslendingi Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf sporlaust á Írlandi í fyrra, var myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Þetta er fullyrt í frétt Sunday Independent á Írlandi. 4. október 2020 10:14
Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05
Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11