Skorti sönnunargögn gegn stjúpafa á Suðurlandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2024 16:48 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað dóm karlmanns sem stundaði það að taka myndir stjúpdóttur sinni og tveimur stjúpbarnabörnum ýmist nöktum eða klæðalitlum. Hann fékk fimmtán mánaða fangelsisdóm í héraði en Landsréttur taldi ekki sönnun komna fram hvað varðaði öll ákæruatriðin. Karlmaðurinn var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur fyrir að hafa á árunum 2009 til 2013 áreitt unga stúlku, stjúpbarnabarn sitt, með því að hafa ítrekað haldið um kynfæri hennar utan klæða þar sem hún lá við hlið hans í rúminu og í tvö til þrjú skipti fært þá litlu upp á sig svo að hún lægi með bringuna upp við kynfæri hans utan klæða. Þá var hann einnig sakfelldur í héraði fyrir að hafa tekið mynd af fullorðinni stjúpdóttur sinni árið 2018 þar sem hún lá sofandi, nakin að neðan. Um leið fyrir að hafa tekið mynd af dóttur hennar nakinni og fáklæddri auk þess að hafa haft allar þessar myndir í vörslu sinni sem voru taldar sýna börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Landsréttur sá málið öðrum augum en í héraði og sýknaði manninn af kynferðisbroti gegn stjúpbarnabarninu vegna skorts á sönnunargögnum. Að frátalinni frásögn stúlkunnar, sem í dag er orðin tvítug, og stjúpafans væru engin sönnunargögn. Ekkert vitnanna hefði getað sagt frá því sem gerðist frá fyrstu hendi heldur tengdust fólkinu fjölskylduböndum. Móðir stúlkunnar greindi frá því að dóttir hennar hefði sýnt af sér óeðlilega kynferðislega hegðun og hefði hún leitað ráðgjafar í Barnahúsi af því tilefni. Í gögnum lá hins vegar ekkert fyrir um samskipti við Barnahús eða mat starfsfólks á hegðun barnsins. Önnur vitni hefðu ekki verið leidd fram. Var hann því sýknaður af þeim hluta ákærunnar. Þá var hann einnig sýknaður af því að hafa haft myndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt samkvæmt skilningi laganna. Var dómurinn úr héraði að öðru leyti staðfestur. Sex mánaða skilorðsbundinn dómur var talinn hæfileg refsing. Var hann dæmdur til að greiða mæðgunum samanlagt 1,3 milljónir króna í miskabætur. Dómur Landsréttar. Fréttin hefur verið uppfærð. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur og stjúpbarnabörnum Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur sinni og tveimur stjúpbarnabörnum. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í málinu nýlega. 12. desember 2022 20:08 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Karlmaðurinn var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur fyrir að hafa á árunum 2009 til 2013 áreitt unga stúlku, stjúpbarnabarn sitt, með því að hafa ítrekað haldið um kynfæri hennar utan klæða þar sem hún lá við hlið hans í rúminu og í tvö til þrjú skipti fært þá litlu upp á sig svo að hún lægi með bringuna upp við kynfæri hans utan klæða. Þá var hann einnig sakfelldur í héraði fyrir að hafa tekið mynd af fullorðinni stjúpdóttur sinni árið 2018 þar sem hún lá sofandi, nakin að neðan. Um leið fyrir að hafa tekið mynd af dóttur hennar nakinni og fáklæddri auk þess að hafa haft allar þessar myndir í vörslu sinni sem voru taldar sýna börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Landsréttur sá málið öðrum augum en í héraði og sýknaði manninn af kynferðisbroti gegn stjúpbarnabarninu vegna skorts á sönnunargögnum. Að frátalinni frásögn stúlkunnar, sem í dag er orðin tvítug, og stjúpafans væru engin sönnunargögn. Ekkert vitnanna hefði getað sagt frá því sem gerðist frá fyrstu hendi heldur tengdust fólkinu fjölskylduböndum. Móðir stúlkunnar greindi frá því að dóttir hennar hefði sýnt af sér óeðlilega kynferðislega hegðun og hefði hún leitað ráðgjafar í Barnahúsi af því tilefni. Í gögnum lá hins vegar ekkert fyrir um samskipti við Barnahús eða mat starfsfólks á hegðun barnsins. Önnur vitni hefðu ekki verið leidd fram. Var hann því sýknaður af þeim hluta ákærunnar. Þá var hann einnig sýknaður af því að hafa haft myndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt samkvæmt skilningi laganna. Var dómurinn úr héraði að öðru leyti staðfestur. Sex mánaða skilorðsbundinn dómur var talinn hæfileg refsing. Var hann dæmdur til að greiða mæðgunum samanlagt 1,3 milljónir króna í miskabætur. Dómur Landsréttar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur og stjúpbarnabörnum Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur sinni og tveimur stjúpbarnabörnum. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í málinu nýlega. 12. desember 2022 20:08 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur og stjúpbarnabörnum Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur sinni og tveimur stjúpbarnabörnum. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í málinu nýlega. 12. desember 2022 20:08