Ástandið ekki gott en kraftaverk unnið í nótt Bjarki Sigurðsson skrifar 9. febrúar 2024 21:01 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Arnar/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ástandið á Suðurnesjum ekki vera gott vegna heitavatnsleysis en dómsmálaráðherra vill meina að þarna hafi verið unnið kraftaverk. Þegar eldgosið á Reykjanesskaga hófst í gærmorgun virtist fátt benda til þess að það myndi valda miklum skaða. Sprungan sem opnaðist var tiltölulega langt frá Grindavík sem og orkuverinu í Svartsengi. Hlutirnir breyttust ansi fljótt og rann hraun á endanum yfir svokallaða Njarðvíkuræð sem kemur heitu vatni til Fitja. Úr varð heitavatnsleysi á öllum Suðurnesjum. Ástandið ekki gott Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Reykjanesbæ, segir ástandið á svæðinu afar erfitt. Hann telur að það hefði átt að vera búið að koma á varaleiðum. „Þetta segir okkur að við þurfum að hafa viðbúnað þegar svona voðir yfir. Ég er ekki að kenna neinum einum um það, ég held að við öll þurfum að koma okkur saman um það að vera meira tilbúin í bátana þegar ólagið skellur á,“ segir Ásmundur. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að sjá allt fyrir Eftir ríkisstjórnarfund í hádeginu í dag sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra alla hafa gert sitt besta síðustu mánuði við að fyrirbyggja innviðatjón á svæðinu. „Það hefur verið plan A, B, C. Það eru fleiri plön í gangi og það er mat að það sé hægt að halda hita í fleiri daga. Það séu fleiri leiðir færar ef þessi hefði ekki gengið. Mér finnst viðbragðsaðilar okkar vera búnir að undirbúa sig eins vel og hægt er en það er ekki hægt að koma í veg fyrir allt og sjá allt fyrir,“ segir Sigurður. Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra.Vísir/Arnar Hugrakkir menn unnu kraftaverk Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir viðbragðsaðila hafa unnið kraftaverk í gær og í nótt. „Þetta var eins og kraftaverki líkast. Þarna voru menn sem höfðu hugrekki til að vera í þessari nálægð. Þetta gekk vel og það tókst að ljúka suðu og lagningu á þessari lögn. Nú krossum við fingur að þegar vatn verður sett á hana, væntanlega seinni partinn, að hún haldi og fari að flytja heitt vatn aftur á Reykjanes og halda hita á heimilum á Reykjanesi,“ segir Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra að ríkisstjórnarfundi loknum í dag. Vísir/Arnar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Þegar eldgosið á Reykjanesskaga hófst í gærmorgun virtist fátt benda til þess að það myndi valda miklum skaða. Sprungan sem opnaðist var tiltölulega langt frá Grindavík sem og orkuverinu í Svartsengi. Hlutirnir breyttust ansi fljótt og rann hraun á endanum yfir svokallaða Njarðvíkuræð sem kemur heitu vatni til Fitja. Úr varð heitavatnsleysi á öllum Suðurnesjum. Ástandið ekki gott Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Reykjanesbæ, segir ástandið á svæðinu afar erfitt. Hann telur að það hefði átt að vera búið að koma á varaleiðum. „Þetta segir okkur að við þurfum að hafa viðbúnað þegar svona voðir yfir. Ég er ekki að kenna neinum einum um það, ég held að við öll þurfum að koma okkur saman um það að vera meira tilbúin í bátana þegar ólagið skellur á,“ segir Ásmundur. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að sjá allt fyrir Eftir ríkisstjórnarfund í hádeginu í dag sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra alla hafa gert sitt besta síðustu mánuði við að fyrirbyggja innviðatjón á svæðinu. „Það hefur verið plan A, B, C. Það eru fleiri plön í gangi og það er mat að það sé hægt að halda hita í fleiri daga. Það séu fleiri leiðir færar ef þessi hefði ekki gengið. Mér finnst viðbragðsaðilar okkar vera búnir að undirbúa sig eins vel og hægt er en það er ekki hægt að koma í veg fyrir allt og sjá allt fyrir,“ segir Sigurður. Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra.Vísir/Arnar Hugrakkir menn unnu kraftaverk Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir viðbragðsaðila hafa unnið kraftaverk í gær og í nótt. „Þetta var eins og kraftaverki líkast. Þarna voru menn sem höfðu hugrekki til að vera í þessari nálægð. Þetta gekk vel og það tókst að ljúka suðu og lagningu á þessari lögn. Nú krossum við fingur að þegar vatn verður sett á hana, væntanlega seinni partinn, að hún haldi og fari að flytja heitt vatn aftur á Reykjanes og halda hita á heimilum á Reykjanesi,“ segir Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra að ríkisstjórnarfundi loknum í dag. Vísir/Arnar
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira