Fær sextíu milljarða minna í laun en kollegi sinn í hinu liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2024 10:00 Brock Purdy, leikstjórnandi San Francisco 49ers og Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, heilsast á kynningakvöldi fyrir Super Bowl leikinn í Las Vegas. AP/Matt York Lið San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs spila um Ofurskálina í Super Bowl NFL deildarinnar annað kvöld. Mikilvægasta staðan í liðinu er staða leikstjórnandans sem þarf að stýra sóknarleik liðanna. Leikstjórnendur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers gætu varla komið úr ólíkari átt í þennan stærsta einstaka leik ársins í bandarískum íþróttum. Stórstjarnan Patrick Mahomes hjá Kansas City Chiefs hefur lengi verið talinn besti leikmaður deildarinnar, hann hefur unnið tvo titla og fékk á sínum tíma risavaxinn samning. Kom inn bakdyramegin Hinum megin er Brock Purdy sem kom bakdyramegin inn í lið San Francisco 49ers eftir að hafa verið valinn síðastur í nýliðavalinu. Hann vann sér inn byrjunarliðssætið í fyrra og hefur leitt liðið alla leið í úrslitaleikinn í ár. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Það er ekki aðeins mikill munur á því hvernig þeir komu inn í deildina heldur er rosalegur munur á launaseðli leikmannanna tveggja sem spila þessa mikilvægu stöðu í sínum liðum. 62 milljarða samningur Mahomes skrifaði á sínum tíma undir tíu ára samning við Chiefs sem skilar honum 450 milljónum dollara eða 62 milljörðum íslenskra króna. Purdy er aftur á móti enn á nýliðasamningnum sem skilar honum aðeins 3,7 milljónum dollara eða 510 milljónum íslenskra króna. Þetta þýðir að Mahomes er með meira en sextíu milljarða króna meira í laun en kollegi hans í hinu liðinu. Svo mikill er munurinn að Mahomes fékk meira borgað fyrir hverja sendingu sína á leiktíðinni en Purdy fær samtals borgað á öllu tímabilinu. Í úrslitaleik deildanna var Mahomes með eina snertimarkssendingu, 30 af 39 sendingum heppnuðust og hann kastaði fyrir 241 jarda. Purdy var aftur á móti með eina snertimarkssendingu, 20 af 31 sendingu heppnuðust og hann kastaði fyrir 267 jördum. „Herra skiptir ekki máli“ Af því að Purdy var valinn síðastur í nýliðavalinu þá var hann kallaður „Mr. Irrelevant“ eða „Herra skiptir ekki máli“. Takist honum að leiða 49ers lið til sigurs, sem engum leikstjórnanda 49ers hefur tekist í þrjátíu ár, verður þetta efni í góða Hollywood kvikmynd. Það búast hins vegar flestir við því að Mahomes bæti við þriðja titlinum og haldi áfram að vegferð sinni að því að verða besti NFL leikmaður allra tíma. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) NFL Ofurskálin Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
Mikilvægasta staðan í liðinu er staða leikstjórnandans sem þarf að stýra sóknarleik liðanna. Leikstjórnendur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers gætu varla komið úr ólíkari átt í þennan stærsta einstaka leik ársins í bandarískum íþróttum. Stórstjarnan Patrick Mahomes hjá Kansas City Chiefs hefur lengi verið talinn besti leikmaður deildarinnar, hann hefur unnið tvo titla og fékk á sínum tíma risavaxinn samning. Kom inn bakdyramegin Hinum megin er Brock Purdy sem kom bakdyramegin inn í lið San Francisco 49ers eftir að hafa verið valinn síðastur í nýliðavalinu. Hann vann sér inn byrjunarliðssætið í fyrra og hefur leitt liðið alla leið í úrslitaleikinn í ár. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Það er ekki aðeins mikill munur á því hvernig þeir komu inn í deildina heldur er rosalegur munur á launaseðli leikmannanna tveggja sem spila þessa mikilvægu stöðu í sínum liðum. 62 milljarða samningur Mahomes skrifaði á sínum tíma undir tíu ára samning við Chiefs sem skilar honum 450 milljónum dollara eða 62 milljörðum íslenskra króna. Purdy er aftur á móti enn á nýliðasamningnum sem skilar honum aðeins 3,7 milljónum dollara eða 510 milljónum íslenskra króna. Þetta þýðir að Mahomes er með meira en sextíu milljarða króna meira í laun en kollegi hans í hinu liðinu. Svo mikill er munurinn að Mahomes fékk meira borgað fyrir hverja sendingu sína á leiktíðinni en Purdy fær samtals borgað á öllu tímabilinu. Í úrslitaleik deildanna var Mahomes með eina snertimarkssendingu, 30 af 39 sendingum heppnuðust og hann kastaði fyrir 241 jarda. Purdy var aftur á móti með eina snertimarkssendingu, 20 af 31 sendingu heppnuðust og hann kastaði fyrir 267 jördum. „Herra skiptir ekki máli“ Af því að Purdy var valinn síðastur í nýliðavalinu þá var hann kallaður „Mr. Irrelevant“ eða „Herra skiptir ekki máli“. Takist honum að leiða 49ers lið til sigurs, sem engum leikstjórnanda 49ers hefur tekist í þrjátíu ár, verður þetta efni í góða Hollywood kvikmynd. Það búast hins vegar flestir við því að Mahomes bæti við þriðja titlinum og haldi áfram að vegferð sinni að því að verða besti NFL leikmaður allra tíma. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
NFL Ofurskálin Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira