Börn vopnuð exi og hníf Árni Sæberg skrifar 10. febrúar 2024 07:37 Lögregla þurfti að hafa mikil afskipti af ungmennum í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Lögregla hafði í tvígang afskipti af hópum ungmenna í gærkvöldi vegna vopnaburðar. Einn var vopnaður exi og annar hníf. Forráðamenn voru látnir vita og börnin látin laus. Þetta segir í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir að tilkynnt hafi verið um unglinga til vandræða fyrir utan verslun í austurborg Reykjavíkur. Unglingarnir hafi verið farnir á brott þegar lögreglu bar að garði. Seinna hafi aftur verið tilkynnt um hópamyndun unglinga ungmenna fyrir utan verslun í austurborginni. Piltur vopnaður exi hafi verið sagður vera í þeim hópi. Hann hafi verið handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem vopnið var haldlagt. Eftir viðræður á lögreglustöð hafi hann verið frjáls ferða sinna. Forráðamönnum og barnavernd hafi verið gert viðvart um málið. Unglingar sífellt til vandræða í austurborginni Þá segir að enn hafi verið tilkynnt um ölvuð ungmenni til vandræða við verslun í austurborginni. Þau hefðu meðal annars verið að stela sér til matar. Þeim hafi verið sleppt eftir viðræður en forráðamönnum og barnavernd gert viðvart um málið. Loks hafi verið tilkynnt um unglinga ráðast að fólki við verslun í austurborginni. Líka til vandræða annars staðar Þá segir frá því að tilkynnt hafi verið um ungmenni samankomin í ótilgreindri verslunarmiðstöð á ótilgreindum stað. Einn hafi verið vopnaður hníf, sem hafi verið haldlagður. Sá vopnaði hafi verið látinn laus eftir viðræður en forráðamenn hans og barnavernd látin vita. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira
Þetta segir í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir að tilkynnt hafi verið um unglinga til vandræða fyrir utan verslun í austurborg Reykjavíkur. Unglingarnir hafi verið farnir á brott þegar lögreglu bar að garði. Seinna hafi aftur verið tilkynnt um hópamyndun unglinga ungmenna fyrir utan verslun í austurborginni. Piltur vopnaður exi hafi verið sagður vera í þeim hópi. Hann hafi verið handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem vopnið var haldlagt. Eftir viðræður á lögreglustöð hafi hann verið frjáls ferða sinna. Forráðamönnum og barnavernd hafi verið gert viðvart um málið. Unglingar sífellt til vandræða í austurborginni Þá segir að enn hafi verið tilkynnt um ölvuð ungmenni til vandræða við verslun í austurborginni. Þau hefðu meðal annars verið að stela sér til matar. Þeim hafi verið sleppt eftir viðræður en forráðamönnum og barnavernd gert viðvart um málið. Loks hafi verið tilkynnt um unglinga ráðast að fólki við verslun í austurborginni. Líka til vandræða annars staðar Þá segir frá því að tilkynnt hafi verið um ungmenni samankomin í ótilgreindri verslunarmiðstöð á ótilgreindum stað. Einn hafi verið vopnaður hníf, sem hafi verið haldlagður. Sá vopnaði hafi verið látinn laus eftir viðræður en forráðamenn hans og barnavernd látin vita.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira