Þetta var tilboð breiðfylkingarinnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. febrúar 2024 13:20 Í yfirlýsingunni kemur fram að breiðfylkingin telji að mjög ólíklegt sé að reyna muni á forsenduákvæðin. Vísir/Einar Breiðfylking stéttafélaga segir samningsvilja Samtaka atvinnulífsins hafa reynst lítill og að því hafi hún lýst samningaviðræður árangurslausar síðastliðinn föstudag. Engin tölusett markmið hafi verið í drögum Samtaka atvinnulífsins. Breiðfylkingin sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins á föstudaginn vegna þess að ekki náðist samkomulag um forsenduákvæðin. Í yfirlýsingu sem var birt á heimasíðu Eflingar í dag og ber titilinn Þetta felst í forsenduákvæðum Breiðfylkingarinnar kemur fram að þær forsendur sem breiðfylkingin hafi sett fram séu að verðbólga yrði komin niður í fjögur prósent í febrúar 2025 og að stýrivextir Seðlabankans yrðu komnir niður í 6,75 prósent. Í dag er verðbólga 6,7 prósent og stýrivextir 9,25 prósent. Tilboð breiðfylkingarinnar Samkvæmt því sem kemur fram í yfirlýsingu breiðfylkingarinnar fól upphaflegt tilboð þeirra í sér að laun myndu hækka strax ef verðbólga yrði meiri en fjögur prósent þann fyrsta febrúar 2025 og að kjarasamningur yrði laus ef annars vegar meginvextir verði hærri en 6,75 prósent og ef stjórnvöld stæðu ekki við gefin fyrirheit um sína aðkomu. Breiðfylkingin hafi lagt fram drög að breyttum forsenduákvæðum að nýju 6. febrúar síðastliðinn, til að koma til móts við SA. Þar var lagt til að samningsaðilar settu sér sameiginleg markmið um verðbólgu og vexti. Forsendur myndu virkjast ef þau markmið næðust ekki. Þær forsendur væru stighækkandi krónutöluhækkanir launa og að samningur verði laus ef komið væri langt út fyrir markmið og verðbólga yrði sjö prósent eða meiri. Einnig að heimilt yrði að segja upp samningnum ef stýrivextir hefðu ekki lækkað um 2,5 prósentustig í lok maí 2025. Breiðfylkingin hafi komið til móts við Samtök atvinnulífsins og slakað á upphaflegum tillögum sínum um stýrivexti með því að tímaramminn yrði fjórum mánuðum lengri en upphaflega var gert ráð því. „Þessu svöruðu SA með því að leggja fram eigin drög að forsenduákvæðum tveimur dögum síðar, 8. febrúar. Í þeim var voru engin tölusett markmið og að það átti að setja í nefnd að leggja mat á hvort forsendur samningsins hefðu haldið. Þá vildu SA að báðir samningsaðilar þyrftu að samþykkja uppsögn kjarasamningsins.“ Forsenduákvæðin verði að vera sterk Í yfirlýsingunni kemur fram að breiðfylkingin telji að mjög ólíklegt sé að reyna muni á forsenduákvæðin eins og þau voru í tillögum þeirra og að réttast sé að líta á þau sem tryggingu. Breiðfylkingin segir að til að hægt sé að binda launafólk við mjög hóflegar launahækkanir til fjögurra ára verði slík forsenduákvæði að vera sterk. Ekki sé hægt að binda launafólk í slíkum samningum ef verðbólgu- og vaxtamarkmið ganga ekki upp. „Fallist SA á einföld og skýr forsenduákvæði á borð við þau sem Breiðfylkingin hefur lagt til ætti ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að gera kjarasamninga sem muni stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta, öllum til heilla.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Atvinnurekendur Tengdar fréttir Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 9. febrúar 2024 17:47 Gengur sorgmæddur og dapur frá borði Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. 9. febrúar 2024 18:30 Verðtrygging launa eða beintenging við stýrivexti ekki í boði hjá SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir miður að breiðfylking stéttarfélaga hafi slitið kjaraviðræðum í gær. SA sé tilbúið til að setjast aftur að samningsborðinu en geti ekki samþykkt forsenduákvæði, sem vegi að sjálfstæði Seðlabanka Íslands. 10. febrúar 2024 13:01 Segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans með forsenduákvæðunum sem sigldu kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ í strand fyrr í dag. 9. febrúar 2024 22:12 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Breiðfylkingin sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins á föstudaginn vegna þess að ekki náðist samkomulag um forsenduákvæðin. Í yfirlýsingu sem var birt á heimasíðu Eflingar í dag og ber titilinn Þetta felst í forsenduákvæðum Breiðfylkingarinnar kemur fram að þær forsendur sem breiðfylkingin hafi sett fram séu að verðbólga yrði komin niður í fjögur prósent í febrúar 2025 og að stýrivextir Seðlabankans yrðu komnir niður í 6,75 prósent. Í dag er verðbólga 6,7 prósent og stýrivextir 9,25 prósent. Tilboð breiðfylkingarinnar Samkvæmt því sem kemur fram í yfirlýsingu breiðfylkingarinnar fól upphaflegt tilboð þeirra í sér að laun myndu hækka strax ef verðbólga yrði meiri en fjögur prósent þann fyrsta febrúar 2025 og að kjarasamningur yrði laus ef annars vegar meginvextir verði hærri en 6,75 prósent og ef stjórnvöld stæðu ekki við gefin fyrirheit um sína aðkomu. Breiðfylkingin hafi lagt fram drög að breyttum forsenduákvæðum að nýju 6. febrúar síðastliðinn, til að koma til móts við SA. Þar var lagt til að samningsaðilar settu sér sameiginleg markmið um verðbólgu og vexti. Forsendur myndu virkjast ef þau markmið næðust ekki. Þær forsendur væru stighækkandi krónutöluhækkanir launa og að samningur verði laus ef komið væri langt út fyrir markmið og verðbólga yrði sjö prósent eða meiri. Einnig að heimilt yrði að segja upp samningnum ef stýrivextir hefðu ekki lækkað um 2,5 prósentustig í lok maí 2025. Breiðfylkingin hafi komið til móts við Samtök atvinnulífsins og slakað á upphaflegum tillögum sínum um stýrivexti með því að tímaramminn yrði fjórum mánuðum lengri en upphaflega var gert ráð því. „Þessu svöruðu SA með því að leggja fram eigin drög að forsenduákvæðum tveimur dögum síðar, 8. febrúar. Í þeim var voru engin tölusett markmið og að það átti að setja í nefnd að leggja mat á hvort forsendur samningsins hefðu haldið. Þá vildu SA að báðir samningsaðilar þyrftu að samþykkja uppsögn kjarasamningsins.“ Forsenduákvæðin verði að vera sterk Í yfirlýsingunni kemur fram að breiðfylkingin telji að mjög ólíklegt sé að reyna muni á forsenduákvæðin eins og þau voru í tillögum þeirra og að réttast sé að líta á þau sem tryggingu. Breiðfylkingin segir að til að hægt sé að binda launafólk við mjög hóflegar launahækkanir til fjögurra ára verði slík forsenduákvæði að vera sterk. Ekki sé hægt að binda launafólk í slíkum samningum ef verðbólgu- og vaxtamarkmið ganga ekki upp. „Fallist SA á einföld og skýr forsenduákvæði á borð við þau sem Breiðfylkingin hefur lagt til ætti ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að gera kjarasamninga sem muni stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta, öllum til heilla.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Atvinnurekendur Tengdar fréttir Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 9. febrúar 2024 17:47 Gengur sorgmæddur og dapur frá borði Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. 9. febrúar 2024 18:30 Verðtrygging launa eða beintenging við stýrivexti ekki í boði hjá SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir miður að breiðfylking stéttarfélaga hafi slitið kjaraviðræðum í gær. SA sé tilbúið til að setjast aftur að samningsborðinu en geti ekki samþykkt forsenduákvæði, sem vegi að sjálfstæði Seðlabanka Íslands. 10. febrúar 2024 13:01 Segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans með forsenduákvæðunum sem sigldu kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ í strand fyrr í dag. 9. febrúar 2024 22:12 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 9. febrúar 2024 17:47
Gengur sorgmæddur og dapur frá borði Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. 9. febrúar 2024 18:30
Verðtrygging launa eða beintenging við stýrivexti ekki í boði hjá SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir miður að breiðfylking stéttarfélaga hafi slitið kjaraviðræðum í gær. SA sé tilbúið til að setjast aftur að samningsborðinu en geti ekki samþykkt forsenduákvæði, sem vegi að sjálfstæði Seðlabanka Íslands. 10. febrúar 2024 13:01
Segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans með forsenduákvæðunum sem sigldu kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ í strand fyrr í dag. 9. febrúar 2024 22:12