Þetta var tilboð breiðfylkingarinnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. febrúar 2024 13:20 Í yfirlýsingunni kemur fram að breiðfylkingin telji að mjög ólíklegt sé að reyna muni á forsenduákvæðin. Vísir/Einar Breiðfylking stéttafélaga segir samningsvilja Samtaka atvinnulífsins hafa reynst lítill og að því hafi hún lýst samningaviðræður árangurslausar síðastliðinn föstudag. Engin tölusett markmið hafi verið í drögum Samtaka atvinnulífsins. Breiðfylkingin sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins á föstudaginn vegna þess að ekki náðist samkomulag um forsenduákvæðin. Í yfirlýsingu sem var birt á heimasíðu Eflingar í dag og ber titilinn Þetta felst í forsenduákvæðum Breiðfylkingarinnar kemur fram að þær forsendur sem breiðfylkingin hafi sett fram séu að verðbólga yrði komin niður í fjögur prósent í febrúar 2025 og að stýrivextir Seðlabankans yrðu komnir niður í 6,75 prósent. Í dag er verðbólga 6,7 prósent og stýrivextir 9,25 prósent. Tilboð breiðfylkingarinnar Samkvæmt því sem kemur fram í yfirlýsingu breiðfylkingarinnar fól upphaflegt tilboð þeirra í sér að laun myndu hækka strax ef verðbólga yrði meiri en fjögur prósent þann fyrsta febrúar 2025 og að kjarasamningur yrði laus ef annars vegar meginvextir verði hærri en 6,75 prósent og ef stjórnvöld stæðu ekki við gefin fyrirheit um sína aðkomu. Breiðfylkingin hafi lagt fram drög að breyttum forsenduákvæðum að nýju 6. febrúar síðastliðinn, til að koma til móts við SA. Þar var lagt til að samningsaðilar settu sér sameiginleg markmið um verðbólgu og vexti. Forsendur myndu virkjast ef þau markmið næðust ekki. Þær forsendur væru stighækkandi krónutöluhækkanir launa og að samningur verði laus ef komið væri langt út fyrir markmið og verðbólga yrði sjö prósent eða meiri. Einnig að heimilt yrði að segja upp samningnum ef stýrivextir hefðu ekki lækkað um 2,5 prósentustig í lok maí 2025. Breiðfylkingin hafi komið til móts við Samtök atvinnulífsins og slakað á upphaflegum tillögum sínum um stýrivexti með því að tímaramminn yrði fjórum mánuðum lengri en upphaflega var gert ráð því. „Þessu svöruðu SA með því að leggja fram eigin drög að forsenduákvæðum tveimur dögum síðar, 8. febrúar. Í þeim var voru engin tölusett markmið og að það átti að setja í nefnd að leggja mat á hvort forsendur samningsins hefðu haldið. Þá vildu SA að báðir samningsaðilar þyrftu að samþykkja uppsögn kjarasamningsins.“ Forsenduákvæðin verði að vera sterk Í yfirlýsingunni kemur fram að breiðfylkingin telji að mjög ólíklegt sé að reyna muni á forsenduákvæðin eins og þau voru í tillögum þeirra og að réttast sé að líta á þau sem tryggingu. Breiðfylkingin segir að til að hægt sé að binda launafólk við mjög hóflegar launahækkanir til fjögurra ára verði slík forsenduákvæði að vera sterk. Ekki sé hægt að binda launafólk í slíkum samningum ef verðbólgu- og vaxtamarkmið ganga ekki upp. „Fallist SA á einföld og skýr forsenduákvæði á borð við þau sem Breiðfylkingin hefur lagt til ætti ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að gera kjarasamninga sem muni stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta, öllum til heilla.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Atvinnurekendur Tengdar fréttir Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 9. febrúar 2024 17:47 Gengur sorgmæddur og dapur frá borði Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. 9. febrúar 2024 18:30 Verðtrygging launa eða beintenging við stýrivexti ekki í boði hjá SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir miður að breiðfylking stéttarfélaga hafi slitið kjaraviðræðum í gær. SA sé tilbúið til að setjast aftur að samningsborðinu en geti ekki samþykkt forsenduákvæði, sem vegi að sjálfstæði Seðlabanka Íslands. 10. febrúar 2024 13:01 Segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans með forsenduákvæðunum sem sigldu kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ í strand fyrr í dag. 9. febrúar 2024 22:12 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Breiðfylkingin sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins á föstudaginn vegna þess að ekki náðist samkomulag um forsenduákvæðin. Í yfirlýsingu sem var birt á heimasíðu Eflingar í dag og ber titilinn Þetta felst í forsenduákvæðum Breiðfylkingarinnar kemur fram að þær forsendur sem breiðfylkingin hafi sett fram séu að verðbólga yrði komin niður í fjögur prósent í febrúar 2025 og að stýrivextir Seðlabankans yrðu komnir niður í 6,75 prósent. Í dag er verðbólga 6,7 prósent og stýrivextir 9,25 prósent. Tilboð breiðfylkingarinnar Samkvæmt því sem kemur fram í yfirlýsingu breiðfylkingarinnar fól upphaflegt tilboð þeirra í sér að laun myndu hækka strax ef verðbólga yrði meiri en fjögur prósent þann fyrsta febrúar 2025 og að kjarasamningur yrði laus ef annars vegar meginvextir verði hærri en 6,75 prósent og ef stjórnvöld stæðu ekki við gefin fyrirheit um sína aðkomu. Breiðfylkingin hafi lagt fram drög að breyttum forsenduákvæðum að nýju 6. febrúar síðastliðinn, til að koma til móts við SA. Þar var lagt til að samningsaðilar settu sér sameiginleg markmið um verðbólgu og vexti. Forsendur myndu virkjast ef þau markmið næðust ekki. Þær forsendur væru stighækkandi krónutöluhækkanir launa og að samningur verði laus ef komið væri langt út fyrir markmið og verðbólga yrði sjö prósent eða meiri. Einnig að heimilt yrði að segja upp samningnum ef stýrivextir hefðu ekki lækkað um 2,5 prósentustig í lok maí 2025. Breiðfylkingin hafi komið til móts við Samtök atvinnulífsins og slakað á upphaflegum tillögum sínum um stýrivexti með því að tímaramminn yrði fjórum mánuðum lengri en upphaflega var gert ráð því. „Þessu svöruðu SA með því að leggja fram eigin drög að forsenduákvæðum tveimur dögum síðar, 8. febrúar. Í þeim var voru engin tölusett markmið og að það átti að setja í nefnd að leggja mat á hvort forsendur samningsins hefðu haldið. Þá vildu SA að báðir samningsaðilar þyrftu að samþykkja uppsögn kjarasamningsins.“ Forsenduákvæðin verði að vera sterk Í yfirlýsingunni kemur fram að breiðfylkingin telji að mjög ólíklegt sé að reyna muni á forsenduákvæðin eins og þau voru í tillögum þeirra og að réttast sé að líta á þau sem tryggingu. Breiðfylkingin segir að til að hægt sé að binda launafólk við mjög hóflegar launahækkanir til fjögurra ára verði slík forsenduákvæði að vera sterk. Ekki sé hægt að binda launafólk í slíkum samningum ef verðbólgu- og vaxtamarkmið ganga ekki upp. „Fallist SA á einföld og skýr forsenduákvæði á borð við þau sem Breiðfylkingin hefur lagt til ætti ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að gera kjarasamninga sem muni stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta, öllum til heilla.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Atvinnurekendur Tengdar fréttir Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 9. febrúar 2024 17:47 Gengur sorgmæddur og dapur frá borði Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. 9. febrúar 2024 18:30 Verðtrygging launa eða beintenging við stýrivexti ekki í boði hjá SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir miður að breiðfylking stéttarfélaga hafi slitið kjaraviðræðum í gær. SA sé tilbúið til að setjast aftur að samningsborðinu en geti ekki samþykkt forsenduákvæði, sem vegi að sjálfstæði Seðlabanka Íslands. 10. febrúar 2024 13:01 Segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans með forsenduákvæðunum sem sigldu kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ í strand fyrr í dag. 9. febrúar 2024 22:12 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 9. febrúar 2024 17:47
Gengur sorgmæddur og dapur frá borði Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. 9. febrúar 2024 18:30
Verðtrygging launa eða beintenging við stýrivexti ekki í boði hjá SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir miður að breiðfylking stéttarfélaga hafi slitið kjaraviðræðum í gær. SA sé tilbúið til að setjast aftur að samningsborðinu en geti ekki samþykkt forsenduákvæði, sem vegi að sjálfstæði Seðlabanka Íslands. 10. febrúar 2024 13:01
Segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans með forsenduákvæðunum sem sigldu kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ í strand fyrr í dag. 9. febrúar 2024 22:12