Austin aftur inn á sjúkrahús og aðstoðarráðherrann tekinn við í bili Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2024 08:58 Læknar gera enn ráð fyrir að Austin, sem er 70 ára, nái góðum bata eftir krabbameinsmeðferðina. AP/Kevin Wolf Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur falið aðstoðarráðherra sínum að sinna embættisskyldum sínum á meðan hann dvelst á spítala vegna vandamála í þvagblöðru. Ráðherrann var harðlega gagnrýndur fyrr á þessu ári fyrir að hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og lagst tvívegis inn á sjúkrahús, í desember og janúar, án þess að láta aðstoðarráðherrann og/eða Hvíta húsið vita. Í þetta sinn gaf varnarmálaráðuneytið því út yfirlýsingu í gær þar sem sagði að Austin hefði verið lagður inn á Walter Reed National Military Medical Center í Virginíu og að Hvíta húsinu og öðrum hefði verið gert viðvart. Nokkrum klukkustundum síðar var önnur tilkynning send út þar sem greint var frá því að Austin hefði falið aðstoðarvarnarmálaráðherranum Kathleen Hicks að sinna öllum embættisskyldum sínum. Læknar Austin segja umrætt vandamál sem ráðherrann glímir nú við í þvagblöðrunni ekki breyta því að þeir geri ráð fyrir að hann nái góðum bata eftir meðferðina við blöðruhálskirtilskrabbameininu. Austin gekkst undir skurðaðgerð vegna krabbameinsins í desember og var lagður aftur inn á nýársdag vegna verkja í fótum, mjöðm og kviði. Rannsóknir leiddu í ljós að um var að ræða þvagfærasýkingu og lá Austin inni í tvær vikur á meðan hann var að jafna sig. Ráðherrann boðaði til blaðamannafundar í síðustu viku þar sem sagðist iðrast þess mjög að hafa ekki látið vita af krabbameinsgreiningunni. Þá sagðist hann hafa beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta persónulega afsökunar. Hann hefði ekki beðið starfsmenn sína að halda sjúkdómsgreiningunni leyndri. Sem varnarmálaráðherra er Austin næstæðsti yfirmaður bandaríska hersins á eftir forsetanum. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Hvíta húsinu ekki tilkynnt um veikindi og aðgerð varnarmálaráðherrans Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, gekkst undir aðgerð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins þann 22. desember síðastliðinn og var svo aftur lagður inn í kjölfarið vegna þvagfærasýkingar tengdri aðgerðinni. 10. janúar 2024 06:57 Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Ráðherrann var harðlega gagnrýndur fyrr á þessu ári fyrir að hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og lagst tvívegis inn á sjúkrahús, í desember og janúar, án þess að láta aðstoðarráðherrann og/eða Hvíta húsið vita. Í þetta sinn gaf varnarmálaráðuneytið því út yfirlýsingu í gær þar sem sagði að Austin hefði verið lagður inn á Walter Reed National Military Medical Center í Virginíu og að Hvíta húsinu og öðrum hefði verið gert viðvart. Nokkrum klukkustundum síðar var önnur tilkynning send út þar sem greint var frá því að Austin hefði falið aðstoðarvarnarmálaráðherranum Kathleen Hicks að sinna öllum embættisskyldum sínum. Læknar Austin segja umrætt vandamál sem ráðherrann glímir nú við í þvagblöðrunni ekki breyta því að þeir geri ráð fyrir að hann nái góðum bata eftir meðferðina við blöðruhálskirtilskrabbameininu. Austin gekkst undir skurðaðgerð vegna krabbameinsins í desember og var lagður aftur inn á nýársdag vegna verkja í fótum, mjöðm og kviði. Rannsóknir leiddu í ljós að um var að ræða þvagfærasýkingu og lá Austin inni í tvær vikur á meðan hann var að jafna sig. Ráðherrann boðaði til blaðamannafundar í síðustu viku þar sem sagðist iðrast þess mjög að hafa ekki látið vita af krabbameinsgreiningunni. Þá sagðist hann hafa beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta persónulega afsökunar. Hann hefði ekki beðið starfsmenn sína að halda sjúkdómsgreiningunni leyndri. Sem varnarmálaráðherra er Austin næstæðsti yfirmaður bandaríska hersins á eftir forsetanum.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Hvíta húsinu ekki tilkynnt um veikindi og aðgerð varnarmálaráðherrans Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, gekkst undir aðgerð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins þann 22. desember síðastliðinn og var svo aftur lagður inn í kjölfarið vegna þvagfærasýkingar tengdri aðgerðinni. 10. janúar 2024 06:57 Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Hvíta húsinu ekki tilkynnt um veikindi og aðgerð varnarmálaráðherrans Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, gekkst undir aðgerð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins þann 22. desember síðastliðinn og var svo aftur lagður inn í kjölfarið vegna þvagfærasýkingar tengdri aðgerðinni. 10. janúar 2024 06:57
Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58