Heimsmeistarinn hissa en samt ekki eftir afar óvænt fall úr keppni Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2024 10:30 Ruta Meilutyte var vonsvikin eftir frammistöðu sína í 100 metra bringusundinu í dag. Getty/Quinn Rooney Óvænt tíðindi urðu á heimsmeistaramótinu í sundi í morgun þegar litháenska sunddrottningin Ruta Meilutyte féll úr keppni í undanrásum 100 metra bringusunds, en hún er ríkjandi heimsmeistari í greininni. Meilutyte, sem er 26 ára, átti heimsmetið í greininni fram til ársins 2017 og varð heimsmeistari í Japan í fyrrasumar. Hún hefur verið gríðarlega sigursæl frá því að hún varð ólympíumeistari í London 2012, aðeins 15 ára gömul, ef frá eru skilin tvö ár 2019-2021 þegar hún var í keppnisbanni vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Eftir bannið hefur Meilutyte unnið þrjá heimsmeistaratitla og ein bronsverðlaun, í 50 og 100 metra bringusundi. Það kom því gríðarlega á óvart að hún næði ekki í gegnum undanrásirnar í dag en hún varð í 17. sæti á 1 mínútu og 7,79 sekúndum, einu sæti frá undanúrslitum og meira en þremur sekúndum frá sigurtíma sínum í Japan í júlí í fyrra. Kom á óvart en samt ekki Í samtali við fjölmiðla eftir keppni í dag viðurkenndi Meilutyte að hún væri vonsvikin en vildi ekki gera meira úr málinu. „Ég var bæði hissa og ekki, því undanfarið hef ég verið nálægt þessum tíma í morgunsundi. Þetta kom mér ekki á óvart en kom samt á óvart á sama tíma því ég er vön því að synda í undanúrslitum,“ sagði Meilutyte og vildi ekki kenna því um að um óvenjulegan árstíma væri að ræða fyrir HM. „Ég kenni engu um. Svona er þetta bara. Sundið var einfalt. Maður getur reynt að rekja aftur ástæður fyrir öllu alveg til fæðingar en ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er allt í góðu,“ sagði Meilutyte sem hefur marga fjöruna sopið og var einn af keppinautum Hrafnhildar Lúthersdóttur þegar hún var á hátindi síns ferils. Getur enn varið titilinn í stysta sundinu Meilutyte á þó enn möguleika á að verja heimsmeistaratitil sinn í 50 metra bringusundi á mótinu, sem fram fer í Katar. HM er á óvenjulegum tíma í ár vegna Ólympíuleikanna í París í sumar og er misjafnt hvort besta sundfólk heims mætir til Katar eða sleppir því. Sundfólk ársins 2023 á Íslandi, Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir, er til að mynda ekki með á HM í ár. Eini fulltrúi Íslands er því Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr SH sem keppir á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hún keppir í 50 metra flugsundi á föstudaginn og svo 50 metra skriðsundi á laugardaginn. Sund Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Sjá meira
Meilutyte, sem er 26 ára, átti heimsmetið í greininni fram til ársins 2017 og varð heimsmeistari í Japan í fyrrasumar. Hún hefur verið gríðarlega sigursæl frá því að hún varð ólympíumeistari í London 2012, aðeins 15 ára gömul, ef frá eru skilin tvö ár 2019-2021 þegar hún var í keppnisbanni vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Eftir bannið hefur Meilutyte unnið þrjá heimsmeistaratitla og ein bronsverðlaun, í 50 og 100 metra bringusundi. Það kom því gríðarlega á óvart að hún næði ekki í gegnum undanrásirnar í dag en hún varð í 17. sæti á 1 mínútu og 7,79 sekúndum, einu sæti frá undanúrslitum og meira en þremur sekúndum frá sigurtíma sínum í Japan í júlí í fyrra. Kom á óvart en samt ekki Í samtali við fjölmiðla eftir keppni í dag viðurkenndi Meilutyte að hún væri vonsvikin en vildi ekki gera meira úr málinu. „Ég var bæði hissa og ekki, því undanfarið hef ég verið nálægt þessum tíma í morgunsundi. Þetta kom mér ekki á óvart en kom samt á óvart á sama tíma því ég er vön því að synda í undanúrslitum,“ sagði Meilutyte og vildi ekki kenna því um að um óvenjulegan árstíma væri að ræða fyrir HM. „Ég kenni engu um. Svona er þetta bara. Sundið var einfalt. Maður getur reynt að rekja aftur ástæður fyrir öllu alveg til fæðingar en ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er allt í góðu,“ sagði Meilutyte sem hefur marga fjöruna sopið og var einn af keppinautum Hrafnhildar Lúthersdóttur þegar hún var á hátindi síns ferils. Getur enn varið titilinn í stysta sundinu Meilutyte á þó enn möguleika á að verja heimsmeistaratitil sinn í 50 metra bringusundi á mótinu, sem fram fer í Katar. HM er á óvenjulegum tíma í ár vegna Ólympíuleikanna í París í sumar og er misjafnt hvort besta sundfólk heims mætir til Katar eða sleppir því. Sundfólk ársins 2023 á Íslandi, Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir, er til að mynda ekki með á HM í ár. Eini fulltrúi Íslands er því Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr SH sem keppir á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hún keppir í 50 metra flugsundi á föstudaginn og svo 50 metra skriðsundi á laugardaginn.
Sund Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Sjá meira