Spyr hvort eigi ekki líka að girða gamla fólkið af Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. febrúar 2024 17:13 Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir hugmyndir um að byggja húsnæði fyrir eldri borgara í Gunnarshólma ekki góðar. Vísir/Arnar Formaður Landssambands eldri borgara segir uppbyggingu húsnæðis fyrir eldra fólk í Gunnarshólma vera vonda hugmynd sem gangi þvert gegn öllum ríkjandi áherslum í málaflokknum. Hann efast um að velferð eldra fólks hafi ráðið för við ákvörðunina. „Við höfum ekki farið yfir þetta í stjórn sambandsins en okkur hugnast ekki þessi hugmyndafræði að eldra fólk eigi að safnast saman á einum stað,“ Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, um áætlanir bæjarstjórnar Kópavogs um uppbyggingu í Gunnarshólma. „Þetta gengur eiginlega þvert á allt það sem verið er að leggja áherslu á, sem sagt lífsgæðakjarnar og annað slíkt þar sem er verið að huga að því að blanda saman aldurshópum og ýmsum möguleikum til afþreyingar,“ bætir hann við. Vísir fjallaði í gær um gagnrýni Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, bæjarfulltrúa Pírata í Kópavogi, á vinnubrögðum bæjarstjórnar. Sigurbjörg sagði málið afhjúpa ófaglegheit, skammsýni og sérhagsmunagæslu meirihlutans. Spurði hvort ætti ekki að girða fólkið af Helgi segir að sér hugnist ekki að komið sé fram við eldra fólk eins og einingu sem hægt sé að henda niður þar sem menn telja það henta. „Ég leyfi mér að draga í efa að þessi hópur fólks hafi hugsað sérstaklega og ítarlega um velferð eldra fólks og þessi hugmynd lýsir ekki því hugarfari,“ segir hann og bætir við „Þetta eru menn sem eru með hugmyndir um fasteignaviðskipti og annað slíkt.“ „Þau komu til okkar og presenteruðu þessa hugmynd í fyrra og ég hafði ekkert um þetta mál að segja nema ég spurði hvort þau vildu ekki passa vandlega að girða þetta af með háum girðingum og svo væri hægt að hafa hlið á einum stað með áletrun fyrir ofan,“ segir Helgi „Þetta er vond hugmynd“ „Við höfum ekki ályktað neitt um þetta en það hafa margir úr okkar hópi tjáð sig um þetta og það er mjög eindregið að mönnum líst ekkert á þetta. Þetta er vond hugmynd Liggur eitthvað fyrir að álykta um þetta eða senda ykkar athugasemd um þetta? „Nei, þetta er náttúrulega bara einhver bissnesshugmynd út í bæ og hvað mig varðar nær það ekkert lengra,“ segir Helgi. „Mér þykir samt leitt að svona umræða og hugmyndavinna fari af stað og að fólk haldi að þetta sé það sem eldri fólk er að biðja um. Mér sárnar það,“ segir hann. Ekki náðist í Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs, við skrif fréttarinnar. Eldri borgarar Kópavogur Húsnæðismál Tengdar fréttir Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnarshólma Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. 25. janúar 2024 16:10 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
„Við höfum ekki farið yfir þetta í stjórn sambandsins en okkur hugnast ekki þessi hugmyndafræði að eldra fólk eigi að safnast saman á einum stað,“ Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, um áætlanir bæjarstjórnar Kópavogs um uppbyggingu í Gunnarshólma. „Þetta gengur eiginlega þvert á allt það sem verið er að leggja áherslu á, sem sagt lífsgæðakjarnar og annað slíkt þar sem er verið að huga að því að blanda saman aldurshópum og ýmsum möguleikum til afþreyingar,“ bætir hann við. Vísir fjallaði í gær um gagnrýni Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, bæjarfulltrúa Pírata í Kópavogi, á vinnubrögðum bæjarstjórnar. Sigurbjörg sagði málið afhjúpa ófaglegheit, skammsýni og sérhagsmunagæslu meirihlutans. Spurði hvort ætti ekki að girða fólkið af Helgi segir að sér hugnist ekki að komið sé fram við eldra fólk eins og einingu sem hægt sé að henda niður þar sem menn telja það henta. „Ég leyfi mér að draga í efa að þessi hópur fólks hafi hugsað sérstaklega og ítarlega um velferð eldra fólks og þessi hugmynd lýsir ekki því hugarfari,“ segir hann og bætir við „Þetta eru menn sem eru með hugmyndir um fasteignaviðskipti og annað slíkt.“ „Þau komu til okkar og presenteruðu þessa hugmynd í fyrra og ég hafði ekkert um þetta mál að segja nema ég spurði hvort þau vildu ekki passa vandlega að girða þetta af með háum girðingum og svo væri hægt að hafa hlið á einum stað með áletrun fyrir ofan,“ segir Helgi „Þetta er vond hugmynd“ „Við höfum ekki ályktað neitt um þetta en það hafa margir úr okkar hópi tjáð sig um þetta og það er mjög eindregið að mönnum líst ekkert á þetta. Þetta er vond hugmynd Liggur eitthvað fyrir að álykta um þetta eða senda ykkar athugasemd um þetta? „Nei, þetta er náttúrulega bara einhver bissnesshugmynd út í bæ og hvað mig varðar nær það ekkert lengra,“ segir Helgi. „Mér þykir samt leitt að svona umræða og hugmyndavinna fari af stað og að fólk haldi að þetta sé það sem eldri fólk er að biðja um. Mér sárnar það,“ segir hann. Ekki náðist í Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs, við skrif fréttarinnar.
Eldri borgarar Kópavogur Húsnæðismál Tengdar fréttir Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnarshólma Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. 25. janúar 2024 16:10 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnarshólma Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. 25. janúar 2024 16:10