Kennedy biðst afsökunar á Super Bowl-auglýsingu Bjarki Sigurðsson skrifar 12. febrúar 2024 16:10 Robert F. Kennedy yngri vill verða næsti forseti Bandaríkjanna. Getty/Mario Tama Robert F. Kennedy yngri hefur beðið fjölskyldu sína afsökunar á auglýsingu tengdri framboði hans til forseta Bandaríkjanna. Hluti af auglýsingu hans fór í að sýna andlit frænda hans heitins, John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Robert er bróðursonur forsetans fyrrverandi en faðir Roberts og alnafni var einnig forsetaframbjóðandi. Hann var myrtur í júní árið 1968 þegar hann var að leitast eftir því að verða frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum það ár. Fimm árum fyrr hafði John einnig verið myrtur en þá hafði hann verið forseti Bandaríkjanna í tæp þrjú ár. Auglýsingin, sem birtist í einu af fjölmörgum auglýsingahléum Super Bowl í nótt, vakti mikla athygli en um er að ræða þrjátíu sekúndna auglýsingu þar sem sjá má fjölda mynda af Robert yngri sjálfum, sem og fjölskyldumeðlimum hans, til að mynda af John F. Kennedy. Þetta reitti nokkra fjölskyldumeðlimi hans til mikillar reiði en hluti fjölskyldunnar vill ekkert með Robert hafa eftir að hann talaði opinberlega gegn bóluefnum og öðrum málefnum. Einn þeirra, Bobby Shriver, sonur systur Robert eldri og John F. Kennedy, birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann gagnrýndi frænda sinn fyrir auglýsinguna. „Frændi minn (Robert yngri) notaði andlit frænda okkar (John F. Kennedy) og móður minnar í Super Bowl-auglýsinguna sína. Henni hefði blöskrað lífshættulegu skoðanir hans á heilbrigðismálum,“ skrifaði Shriver á Twitter. My cousin s Super Bowl ad used our uncle s faces- and my Mother s. She would be appalled by his deadly health care views. Respect for science, vaccines, & health care equity were in her DNA. She strongly supported my health care work at @ONECampaign & @RED which he opposes.— Bobby Shriver (@bobbyshriver) February 12, 2024 Vegna gagnrýninnar baðst Robert yngri afsökunar á auglýsingunni og á þeim sársauka sem hún gæti hafa valdið fjölskyldumeðlimum hans. Hann segir auglýsinguna hafa verið gerða af kosningasjóð án hans samþykkis. Kennedy er í sjálfstæðu framboði, það er að hann er ekki að sækjast eftir tilnefningu Demókrata- eða Repúblikanaflokksins. Þeim frambjóðendum vegnar sjaldnast vel. Sá sem hefur hlotið mesta fylgið sem sjálfstæður frambjóðandi er Theodore Roosevelt árið 1912 þegar hann fékk 27 prósent atkvæða. I'm so sorry if the Super Bowl advertisement caused anyone in my family pain. The ad was created and aired by the American Values Super PAC without any involvement or approval from my campaign. FEC rules prohibit Super PACs from consulting with me or my staff. I love you all. God — Robert F. Kennedy Jr (@RobertKennedyJr) February 12, 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Ofurskálin Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
Robert er bróðursonur forsetans fyrrverandi en faðir Roberts og alnafni var einnig forsetaframbjóðandi. Hann var myrtur í júní árið 1968 þegar hann var að leitast eftir því að verða frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum það ár. Fimm árum fyrr hafði John einnig verið myrtur en þá hafði hann verið forseti Bandaríkjanna í tæp þrjú ár. Auglýsingin, sem birtist í einu af fjölmörgum auglýsingahléum Super Bowl í nótt, vakti mikla athygli en um er að ræða þrjátíu sekúndna auglýsingu þar sem sjá má fjölda mynda af Robert yngri sjálfum, sem og fjölskyldumeðlimum hans, til að mynda af John F. Kennedy. Þetta reitti nokkra fjölskyldumeðlimi hans til mikillar reiði en hluti fjölskyldunnar vill ekkert með Robert hafa eftir að hann talaði opinberlega gegn bóluefnum og öðrum málefnum. Einn þeirra, Bobby Shriver, sonur systur Robert eldri og John F. Kennedy, birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann gagnrýndi frænda sinn fyrir auglýsinguna. „Frændi minn (Robert yngri) notaði andlit frænda okkar (John F. Kennedy) og móður minnar í Super Bowl-auglýsinguna sína. Henni hefði blöskrað lífshættulegu skoðanir hans á heilbrigðismálum,“ skrifaði Shriver á Twitter. My cousin s Super Bowl ad used our uncle s faces- and my Mother s. She would be appalled by his deadly health care views. Respect for science, vaccines, & health care equity were in her DNA. She strongly supported my health care work at @ONECampaign & @RED which he opposes.— Bobby Shriver (@bobbyshriver) February 12, 2024 Vegna gagnrýninnar baðst Robert yngri afsökunar á auglýsingunni og á þeim sársauka sem hún gæti hafa valdið fjölskyldumeðlimum hans. Hann segir auglýsinguna hafa verið gerða af kosningasjóð án hans samþykkis. Kennedy er í sjálfstæðu framboði, það er að hann er ekki að sækjast eftir tilnefningu Demókrata- eða Repúblikanaflokksins. Þeim frambjóðendum vegnar sjaldnast vel. Sá sem hefur hlotið mesta fylgið sem sjálfstæður frambjóðandi er Theodore Roosevelt árið 1912 þegar hann fékk 27 prósent atkvæða. I'm so sorry if the Super Bowl advertisement caused anyone in my family pain. The ad was created and aired by the American Values Super PAC without any involvement or approval from my campaign. FEC rules prohibit Super PACs from consulting with me or my staff. I love you all. God — Robert F. Kennedy Jr (@RobertKennedyJr) February 12, 2024
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Ofurskálin Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira