Íhugar forsetaframboð af alvöru Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. febrúar 2024 21:48 Jón segist ekki munu taka endanlega ákvörðun um mögulegt forsetaframboð fyrr en að lokinni frumsýningu á leikverkinu sem hann æfir nú á Akureyri. Verkið er frumsýnt síðar í þessum mánuði. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, grínisti, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, veltir því fyrir sér af alvöru að fara í forsetaframboð. Þetta kemur fram í viðtali við Jón á Akureyri.net. Hann er staddur á Akureyri þar sem hann leikur í leikverkinu And Björk of course, eftir Þorvald Þorsteinsson. Verkið er sett upp af Menningarfélagi Akureyrar og verður frumsýnt síðar í mánuðinum. Í þeim hluta viðtalsins þar sem farið er út í forsetasálmana segist Jón telja að hann yrði „fínn forseti.“ Á hverjum degi fái hann tölvupósta, skilaboð eða tögg um forsetaframboð. „Ég hafði aldrei pælt í því að vera forseti, en árið 2016, þegar Guðni var kosinn fyrst var fólk að stinga upp á mér og ég tók þetta alvarlega. Ræddi það við konuna mína. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langaði ekki að fara í framboð. Núna kemur þetta aftur upp og ég get sagt að ég er að hugsa þetta af alvöru,“ segir Jón í viðtalinu. Hann ætli þó ekki að taka ákvörðun fyrr en búið verði að frumsýna verkið, þann 23. febrúar. „Það, að hinir og þessir á samfélagsmiðlum, sem fylgja mér, telji að ég eigi að vera forseti, þá er ég ekkert viss um að það sé almennt það sem fólk í landinu er að pæla,“ segir Jón við Akureyri.net. Hann taki því einfaldlega sem hæfilegri vísbendingu. Síðu Besta flokksins breytt Í síðasta mánuði greindi Vísir frá því að Facebook-síða Besta flokksins, sem hefur ekki verið starfandi um nokkurra ára skeið, hefði verið uppfærð með framboðslegri mynd af Jóni, sem leiddi lista flokksins í borginni árið 2010 og var borgarstjóri undir merkjum hans í eitt kjörtímabil. Þá sagðist Jón ekki vita hver hefði breytt forsíðu- og opnumyndum síðunnar í mynd af Jóni. Hann væri á kafi í leikritsæfingum og hefði ekki haft tíma til að taka ákvarðanir eða gefa eitthvað svar. Þó útilokaði hann ekkert. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við Jón á Akureyri.net. Hann er staddur á Akureyri þar sem hann leikur í leikverkinu And Björk of course, eftir Þorvald Þorsteinsson. Verkið er sett upp af Menningarfélagi Akureyrar og verður frumsýnt síðar í mánuðinum. Í þeim hluta viðtalsins þar sem farið er út í forsetasálmana segist Jón telja að hann yrði „fínn forseti.“ Á hverjum degi fái hann tölvupósta, skilaboð eða tögg um forsetaframboð. „Ég hafði aldrei pælt í því að vera forseti, en árið 2016, þegar Guðni var kosinn fyrst var fólk að stinga upp á mér og ég tók þetta alvarlega. Ræddi það við konuna mína. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langaði ekki að fara í framboð. Núna kemur þetta aftur upp og ég get sagt að ég er að hugsa þetta af alvöru,“ segir Jón í viðtalinu. Hann ætli þó ekki að taka ákvörðun fyrr en búið verði að frumsýna verkið, þann 23. febrúar. „Það, að hinir og þessir á samfélagsmiðlum, sem fylgja mér, telji að ég eigi að vera forseti, þá er ég ekkert viss um að það sé almennt það sem fólk í landinu er að pæla,“ segir Jón við Akureyri.net. Hann taki því einfaldlega sem hæfilegri vísbendingu. Síðu Besta flokksins breytt Í síðasta mánuði greindi Vísir frá því að Facebook-síða Besta flokksins, sem hefur ekki verið starfandi um nokkurra ára skeið, hefði verið uppfærð með framboðslegri mynd af Jóni, sem leiddi lista flokksins í borginni árið 2010 og var borgarstjóri undir merkjum hans í eitt kjörtímabil. Þá sagðist Jón ekki vita hver hefði breytt forsíðu- og opnumyndum síðunnar í mynd af Jóni. Hann væri á kafi í leikritsæfingum og hefði ekki haft tíma til að taka ákvarðanir eða gefa eitthvað svar. Þó útilokaði hann ekkert.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira