Mikilvægt að fólk fái áheyrn og viðurkenningu á vanda sínum Lovísa Arnardóttir skrifar 13. febrúar 2024 08:35 Kristín og Gunnhildur voru gestir í Bítinu í morgun. Framkvæmdastjóri og fagstjóri hjá Píeta samtökunum segja áríðandi að fólk fái aðstoð strax við bráðum geðrænum vanda. Þá sé einnig mikilvægt að það sé betri eftirfylgd í geðheilbrigðiskerfinu. Of margir upplifi að þeir fái ekki aðstoð þar. „Þegar ég hlustaði á þetta viðtal lá stúlkan á bráðavakt og þau vissu ekki hvort hún myndi lifa þetta af. Þetta var spurning um líf eða dauða,“ sagði Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta samtakanna en hún var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun til að ræða mál stúlku sem var til umræðu í þættinum í síðustu viku. Með henni var Gunnhildur Ólafsdóttir, fagstjóri Pieta samtakanna komu í spjall. Í þessari umfjöllun er fjallað um tilraunir til sjálfsvígs. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Í því viðtali sögðu hjón frá því að dóttir þeirra, sem er orðin 18 ára, hafi í fjórgang reynt að svipta sig lífi. Þau sögðust ráðþrota og kvörtuðu undan algeru úrræðaleysi. Engin taki utan um þau og þau byrji alltaf á byrjunarreit þegar þau leiti aðstoðar. Þau gagnrýndu geðdeild Landspítalans harkalega. „Maður finnur ofboðslega til með fólki í þessari stöðu. Það skiptir svo miklu máli þegar fólk leitar eftir hjálp með alvarlegan vanda og þennan að það fái áheyrn og viðurkenningu á sínum vanda,“ sagði Gunnhildur. Hún sagði einnig mikilvægt að fólk fái faglegt mat og aðgang að viðeigandi úrræði. Fólk sem upplifi þennan vanda upplifi mikið vonleysi og því mikilvægt að þau sem veiti aðstoð geti verið ákveðið leiðarljós. Lítil eftirfylgni Kristín sagði þetta algengt vandamál. Fólk væri að kalla eftir því að það væri eitt teymi sem fylgi þeim eftir. Þær sögðu fólk reyna að gera sitt besta en að það væri mönnunarvandi og skortur á úrræðum. „Umgjörð kerfisins virðist einfaldlega ekki ráða við þetta,“ sagði Kristín og að vandinn lægi í forgangsröðun og fjárveitingum frekar en einstaka starfsmönnum. Spurðar hvort vandinn sé ekki tekinn nægilega alvarlega sagði Gunnhildur að hún vildi ekki trúa því. Þetta væri alvarlegur vandi og að það ætti alltaf að taka frásögnum um sjálfsvíg alvarlega. Fólk ætti að fá aðstoð strax. Þá fóru þau einnig yfir það hver rót vandans er. Gunnhildur sagði áhættuþættina þekkta. Það væri saga um áföll og geðræn veikindi. Vímuefnavandi spili oft inn í og einangrun. „Ég held að það þurfi að búa miklu betur um grunnstoðir velferðarkerfisins,“ sagði Kristín og benti á að samkvæmt rannsóknum Rannsókna og greininga væri vanlíðan unglingsstúlkna veruleg. Þá fóru þær yfir störf Pieta og sögðu sem dæmi að helmingur þeirra sem leiti til þeirra hafi ekki leitað annað áður en þau komi til þeirra. Þá sögðu þær litla bið eftir þjónustu sem sé ákaflega mikilvægt. Hægt er að hlusta á viðtalið sem var í Bítinu á Bylgjunni í morgun hér að ofan. Í þessari umfjöllun er fjallað um tilraunir til sjálfsvígs. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Geðheilbrigði Landspítalinn Bítið Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ísland hafi staðið sig næstbest í baráttunni við faraldurinn Nýleg skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar bendir til þess að sóttvarnaaðgerðir á Íslandi á tímum heimsfaraldurs Covid-19 hafi verið árangursríkar. Samkvæmt skýrslunni voru umframdauðsföll á árunum 2020 til 2022 aðeins færri á Nýja-Sjálandi, miðað við fólksfjölda. 31. janúar 2024 11:22 „Hún þarf lækningu og er ekki að fá hana“ Foreldrar andlega veikrar átján ára gamallar stúlku sem reynt hefur að svipta sig lífi í fjórgang segjast vera ráðþrota. Þau lýsa geðheilbrigðiskerfi þar sem dóttir þeirra lendir á veggjum. Þau segja engan grípa dóttur sína og gagnrýna geðdeild Landspítalans harðlega. Vandamálið sé enn erfiðara nú þegar dóttirin er orðin sjálfráða. 10. febrúar 2024 06:01 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
„Þegar ég hlustaði á þetta viðtal lá stúlkan á bráðavakt og þau vissu ekki hvort hún myndi lifa þetta af. Þetta var spurning um líf eða dauða,“ sagði Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta samtakanna en hún var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun til að ræða mál stúlku sem var til umræðu í þættinum í síðustu viku. Með henni var Gunnhildur Ólafsdóttir, fagstjóri Pieta samtakanna komu í spjall. Í þessari umfjöllun er fjallað um tilraunir til sjálfsvígs. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Í því viðtali sögðu hjón frá því að dóttir þeirra, sem er orðin 18 ára, hafi í fjórgang reynt að svipta sig lífi. Þau sögðust ráðþrota og kvörtuðu undan algeru úrræðaleysi. Engin taki utan um þau og þau byrji alltaf á byrjunarreit þegar þau leiti aðstoðar. Þau gagnrýndu geðdeild Landspítalans harkalega. „Maður finnur ofboðslega til með fólki í þessari stöðu. Það skiptir svo miklu máli þegar fólk leitar eftir hjálp með alvarlegan vanda og þennan að það fái áheyrn og viðurkenningu á sínum vanda,“ sagði Gunnhildur. Hún sagði einnig mikilvægt að fólk fái faglegt mat og aðgang að viðeigandi úrræði. Fólk sem upplifi þennan vanda upplifi mikið vonleysi og því mikilvægt að þau sem veiti aðstoð geti verið ákveðið leiðarljós. Lítil eftirfylgni Kristín sagði þetta algengt vandamál. Fólk væri að kalla eftir því að það væri eitt teymi sem fylgi þeim eftir. Þær sögðu fólk reyna að gera sitt besta en að það væri mönnunarvandi og skortur á úrræðum. „Umgjörð kerfisins virðist einfaldlega ekki ráða við þetta,“ sagði Kristín og að vandinn lægi í forgangsröðun og fjárveitingum frekar en einstaka starfsmönnum. Spurðar hvort vandinn sé ekki tekinn nægilega alvarlega sagði Gunnhildur að hún vildi ekki trúa því. Þetta væri alvarlegur vandi og að það ætti alltaf að taka frásögnum um sjálfsvíg alvarlega. Fólk ætti að fá aðstoð strax. Þá fóru þau einnig yfir það hver rót vandans er. Gunnhildur sagði áhættuþættina þekkta. Það væri saga um áföll og geðræn veikindi. Vímuefnavandi spili oft inn í og einangrun. „Ég held að það þurfi að búa miklu betur um grunnstoðir velferðarkerfisins,“ sagði Kristín og benti á að samkvæmt rannsóknum Rannsókna og greininga væri vanlíðan unglingsstúlkna veruleg. Þá fóru þær yfir störf Pieta og sögðu sem dæmi að helmingur þeirra sem leiti til þeirra hafi ekki leitað annað áður en þau komi til þeirra. Þá sögðu þær litla bið eftir þjónustu sem sé ákaflega mikilvægt. Hægt er að hlusta á viðtalið sem var í Bítinu á Bylgjunni í morgun hér að ofan. Í þessari umfjöllun er fjallað um tilraunir til sjálfsvígs. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Landspítalinn Bítið Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ísland hafi staðið sig næstbest í baráttunni við faraldurinn Nýleg skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar bendir til þess að sóttvarnaaðgerðir á Íslandi á tímum heimsfaraldurs Covid-19 hafi verið árangursríkar. Samkvæmt skýrslunni voru umframdauðsföll á árunum 2020 til 2022 aðeins færri á Nýja-Sjálandi, miðað við fólksfjölda. 31. janúar 2024 11:22 „Hún þarf lækningu og er ekki að fá hana“ Foreldrar andlega veikrar átján ára gamallar stúlku sem reynt hefur að svipta sig lífi í fjórgang segjast vera ráðþrota. Þau lýsa geðheilbrigðiskerfi þar sem dóttir þeirra lendir á veggjum. Þau segja engan grípa dóttur sína og gagnrýna geðdeild Landspítalans harðlega. Vandamálið sé enn erfiðara nú þegar dóttirin er orðin sjálfráða. 10. febrúar 2024 06:01 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Ísland hafi staðið sig næstbest í baráttunni við faraldurinn Nýleg skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar bendir til þess að sóttvarnaaðgerðir á Íslandi á tímum heimsfaraldurs Covid-19 hafi verið árangursríkar. Samkvæmt skýrslunni voru umframdauðsföll á árunum 2020 til 2022 aðeins færri á Nýja-Sjálandi, miðað við fólksfjölda. 31. janúar 2024 11:22
„Hún þarf lækningu og er ekki að fá hana“ Foreldrar andlega veikrar átján ára gamallar stúlku sem reynt hefur að svipta sig lífi í fjórgang segjast vera ráðþrota. Þau lýsa geðheilbrigðiskerfi þar sem dóttir þeirra lendir á veggjum. Þau segja engan grípa dóttur sína og gagnrýna geðdeild Landspítalans harðlega. Vandamálið sé enn erfiðara nú þegar dóttirin er orðin sjálfráða. 10. febrúar 2024 06:01