Segir hamfarir myndu fylgja í kjölfar innrásar Ísraelsmanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2024 06:54 Ibrahim Hasouna missti átta ástvini í árásum Ísraelsmanna, þegar ráðist var í aðgerðir til að frelsa gísla í haldi Hamas. Hasouna segir húsið þar sem ættingjar hans dvöldu hins vegar hafa verið langt frá þeim stað þar sem gíslunum var haldið. AP/Fatima Shbair Enn eykst þrýstingur á Ísraelsmenn um að falla frá áformum sínum um að ráðast inn í Rafah í suðurhluta Gasa en Martin Griffiths, yfirmaður mannúðarmála og neyðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, segir afleiðingarnar yrðu hamfarir. Griffiths sendi frá sér óvenju harðorða yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði að Palestínubúar á Gasa hefðu nú þegar mátt sæta árás sem væri fordæmalaus hvað varðaði umfang og hörku. Yfir milljón manns dveldu nú í Rafah og „störðu í andlit dauðans“. Griffiths sagði mat og lyf af skornum skammti og að menn gætu hvergi farið. Innrás inn yrði dauðadómur yfir öllu hjálparstarfi á svæðinu. Stephane Dujarric, talsmaður Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sagði Ísraelsmenn ekki hafa lagt fram neina áætlun um rýmingu svæðisins og að Sameinuðu þjóðirnar myndu ekki taka þátt í að flytja fólk á brott. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Ísrael við því að ráðast inn í Rafah án þess að grípa til ráðstafana til að vernda almenna borgara. Þá hefur David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Breta og núverandi utanríkisráðherra, hvatt Ísraelsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir láta til skarar skríða. Cameron sagði á breska þinginu í gær að Ísrael væri að brjóta alþjóðalög ef það tryggði ekki íbúum Gasa vatn og mat. Þá væri hreinlega ómögulegt að rýma Rafah fyrir fyrirhugaða innrás, líkt og Ísraelar hafa talað um. Ráðherrann sagði Bandaríkjamenn farna að íhuga að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki, án samþykkis Ísraels. Ísraelsmenn ættu ekki að hafa neitunarvald hvað þetta varðaði. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Griffiths sendi frá sér óvenju harðorða yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði að Palestínubúar á Gasa hefðu nú þegar mátt sæta árás sem væri fordæmalaus hvað varðaði umfang og hörku. Yfir milljón manns dveldu nú í Rafah og „störðu í andlit dauðans“. Griffiths sagði mat og lyf af skornum skammti og að menn gætu hvergi farið. Innrás inn yrði dauðadómur yfir öllu hjálparstarfi á svæðinu. Stephane Dujarric, talsmaður Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sagði Ísraelsmenn ekki hafa lagt fram neina áætlun um rýmingu svæðisins og að Sameinuðu þjóðirnar myndu ekki taka þátt í að flytja fólk á brott. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Ísrael við því að ráðast inn í Rafah án þess að grípa til ráðstafana til að vernda almenna borgara. Þá hefur David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Breta og núverandi utanríkisráðherra, hvatt Ísraelsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir láta til skarar skríða. Cameron sagði á breska þinginu í gær að Ísrael væri að brjóta alþjóðalög ef það tryggði ekki íbúum Gasa vatn og mat. Þá væri hreinlega ómögulegt að rýma Rafah fyrir fyrirhugaða innrás, líkt og Ísraelar hafa talað um. Ráðherrann sagði Bandaríkjamenn farna að íhuga að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki, án samþykkis Ísraels. Ísraelsmenn ættu ekki að hafa neitunarvald hvað þetta varðaði.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“