Kona fékk loksins að lýsa stórmóti í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2024 08:30 Lauren Kalil braut ísinn og stóð sig vel. Hún fær væntanlega fleiri tækifæri á þesu ári. Skjámynd/Youtube Lauren Kalil er brautryðjandi þegar kemur að sjónvarpsútsendingum frá risamótunum í CrossFit. Konur hafa jafnan fengið jafnmikla athygli og karlarnir þegar kemur að CrossFit íþróttinni en áður en árið 2024 rann í garð þá hafði þeim aldrei verið treyst til að lýsa því sem fer fram í stórmótum íþróttarinnar. Eða þar til á nýloknu Wodapalooza móti í Miami. Þar braut Lauren Kalil ísinn enda löngu kominn tími til að kona fengi að lýsa stórmóti í CrossFit. Konur hafa vissulega komið að útsendingum frá mótum til þessa en þá bara í því að taka viðtöl og annað slíkt. Nú fékk Kalil að setjast í aðalsætið og lýsa því sem fram fór en það sæti hafði hingað til aðeins verið skipað karlmönnum á stærstu mótum CrossFit íþróttarinnar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Morning Chalk Up vefurinn fagnaði þessu stóra skrefi sem Lauren tók á dögunum og ræddi við hana um þetta krefjandi hlutverk. Lauren viðurkenndi þar að auðvitað hafi hún haft smá áhyggjur fyrir fram. „Hvað ef ég kem kjánaleg út? Hvað ef röddin mín er of há og skerandi? Hvað ef fólki heldur að ég hafi bara fengið starfið af því að ég stelpa? Hvað ef að það sé eina ástæðan fyrir því að ég fékk starfið?,“ sagði Lauren Kalil vera spurningar sem hún spurði sjálfa sig þegar efasemdirnar sóttu á hana. Það fylgir sögunni að Lauren Kalil stóð sig vel í nýju hlutverki að fær örugglega að lýsa fleiri mótum á næstu misserum. Hún hefur sjálft gert upp þetta fyrsta mót sitt sem aðallýsandi á samfélagsmiðlum sínum og þar viðurkenndi hún meðal annars að hafa ælt af stressi kvöldið fyrir útsendingu. „Ekki af því að ég hafði ekki trú á mér heldur af því ég vissi að ég þurfti að sanna svo margt. Ég sagði fólki að ég gæti lýst því sem færi fram og ég hef vissulega unnið við sjónvarp í átta ár. Ég er vön því að vera fyrir framan myndavélina og að bregðast við því sem gerist. Ég hefði hins vegar aldrei sýnt það og sannað að ég gæti skilað þessu starfi,“ skrifaði Kalil meðal annars. Það má lesa meira um upplifun hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Lauren Kalil (@laurenkalil) CrossFit Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira
Konur hafa jafnan fengið jafnmikla athygli og karlarnir þegar kemur að CrossFit íþróttinni en áður en árið 2024 rann í garð þá hafði þeim aldrei verið treyst til að lýsa því sem fer fram í stórmótum íþróttarinnar. Eða þar til á nýloknu Wodapalooza móti í Miami. Þar braut Lauren Kalil ísinn enda löngu kominn tími til að kona fengi að lýsa stórmóti í CrossFit. Konur hafa vissulega komið að útsendingum frá mótum til þessa en þá bara í því að taka viðtöl og annað slíkt. Nú fékk Kalil að setjast í aðalsætið og lýsa því sem fram fór en það sæti hafði hingað til aðeins verið skipað karlmönnum á stærstu mótum CrossFit íþróttarinnar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Morning Chalk Up vefurinn fagnaði þessu stóra skrefi sem Lauren tók á dögunum og ræddi við hana um þetta krefjandi hlutverk. Lauren viðurkenndi þar að auðvitað hafi hún haft smá áhyggjur fyrir fram. „Hvað ef ég kem kjánaleg út? Hvað ef röddin mín er of há og skerandi? Hvað ef fólki heldur að ég hafi bara fengið starfið af því að ég stelpa? Hvað ef að það sé eina ástæðan fyrir því að ég fékk starfið?,“ sagði Lauren Kalil vera spurningar sem hún spurði sjálfa sig þegar efasemdirnar sóttu á hana. Það fylgir sögunni að Lauren Kalil stóð sig vel í nýju hlutverki að fær örugglega að lýsa fleiri mótum á næstu misserum. Hún hefur sjálft gert upp þetta fyrsta mót sitt sem aðallýsandi á samfélagsmiðlum sínum og þar viðurkenndi hún meðal annars að hafa ælt af stressi kvöldið fyrir útsendingu. „Ekki af því að ég hafði ekki trú á mér heldur af því ég vissi að ég þurfti að sanna svo margt. Ég sagði fólki að ég gæti lýst því sem færi fram og ég hef vissulega unnið við sjónvarp í átta ár. Ég er vön því að vera fyrir framan myndavélina og að bregðast við því sem gerist. Ég hefði hins vegar aldrei sýnt það og sannað að ég gæti skilað þessu starfi,“ skrifaði Kalil meðal annars. Það má lesa meira um upplifun hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Lauren Kalil (@laurenkalil)
CrossFit Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira