Innherji

Hlut­hafar vilja drífa hluta­fjár­aukningu Play af

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
„Það þarf ekki að finna peninga til að fjármagna félagið núna í dag eða í næsta mánuði. Það er verið að benda á það að til þess að við náum að standa við áætlanir okkar — leigja næstu flugvélar og tryggja rekstrarhæfi félagsins til og eftir tólf mánuði — þá munum við fara í þetta útboð,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play.
„Það þarf ekki að finna peninga til að fjármagna félagið núna í dag eða í næsta mánuði. Það er verið að benda á það að til þess að við náum að standa við áætlanir okkar — leigja næstu flugvélar og tryggja rekstrarhæfi félagsins til og eftir tólf mánuði — þá munum við fara í þetta útboð,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play. Vísir/Vilhelm

Stór hluthafi í Play segir æskilegt í ljósi þess að tilkynnt hafi verið um að til standi að auka hlutafé flugfélagsins að það verði gert á næstu dögum og helst ekki síðar en í þessum mánuði. Til skamms tíma ætti fyrirhugað hlutafjárútboð að leiða til þess að gengi bréfa félagsins haldist niðri en forstjóri Play hefur sagt að hlutafjáraukninguna þurfi ekki á næstu mánuðum til að fjármagna reksturinn.


Tengdar fréttir

Rann­­sóknin snúi að upp­­­lýsinga­­gjöf en ekki við­­skiptum

Forstjóri Play segir að rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á mögulegum brotum félagsins á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum snúi ekki neinum viðskiptum sem hafi verið gerð, heldur aðeins hvort félagið hefði átt að senda upplýsingar fyrr á markaðinn.

Þróunin í ferða­þjónustu á næstunni er „einn helsti á­hættu­þátturinn“

Vísbendingar eru um að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu að hafa talsverð neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna í upphafi ársins og „einn helsti áhættuþátturinn“ er hvernig þróunin verður í framhaldinu í atvinnugreininni, að sögn seðlabankastjóra. Ef hagkerfið fer að kólna hraðar en nú er spáð vegna samdráttar í ferðaþjónustu er „alveg klárt“ að það mun flýta fyrir vaxtalækkunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×