Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Húnabyggðar.
Sameiningarviðræðurnar hafa verið lengi í gangi og hófust í raun og veru sumarið 2021 þegar kosið var um sameiningu sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu. Samkvæmt vef Feykis höfnuðu íbúar Skagastrandar og Skagabyggðar þeim áformum.
Í kjölfar þess sameinuðust Blönduós og Húnavatnshreppur í nýtt sveitarfélag, Húnabyggð. Þá fóru sveitarstjórnir Skagastrandar og Skagabyggðar að skoða sameiningu. Málið dó innan sveitarstjórnar Skagabyggðar og sneru sér þess í stað að viðræðum við Húnabyggð.
Málið bíður nú seinni umræðu innan sveitarstjórnar Húnabyggðar og verður í kjölfar hennar skipuð samstarfsnefnd með fulltrúum beggja sveitarfélaga.
Skagabyggð er eitt fámennasta sveitarfélag landsins en þar búa 89 manns samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Í Húnabyggð búa 1.295 manns.