Hjónabönd samkynja para leidd í lög í Grikklandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2024 08:55 Niðurstöðunni var ákaft fagnað í gær. AP/Michael Varaklas Grikkland varð í gær fyrsta ríkið þar sem meirihluti íbúa tilheyrir kristinni rétttrúnaðarkirkju til að heimila hinsegin fólki að ganga í hjónaband. Málið var tekið til atkvæðagreiðslu á þinginu og féllu atkvæði þannig að 176 voru fylgjandi og 76 á móti. Hinsegin pörum verður nú einnig heimilt að ættleiða. Forsætisráðherrann Kyriakos Mitsotakis sagði eftir atkvæðagreiðsluna að hin nýju lög myndu útrýma alvarlegu óréttlæti. Málið hefur hins vegar klofið þjóðina og verið verið harðlega mótmælt af kirkjunni. Andstæðingar frumvarpsins boðuðu til mótmæla í Aþenu, þar sem þeir héldu mótmælaspjöldum og krossum á lofti, lásu bænir og sungu sálma. Leiðtogi rétttrúnaðarkirkjunnar, erkibiskupinn Ieronymos II, sagði málið ógna samstöðu innan gríska samfélagsins. Andstæðingar mótmæltu í Aþenu.AP/Yorgos Karahalis Mitsotakis barðist fyrir frumvarpinu en þurfti að reiða sig á atkvæði stjórnarandstöðuþingmanna, þar sem tugir samflokksmanna hans voru á móti. „Fólk sem hefur veirð ósýnilegt verður allt í einu sýnilegt í samfélaginu og hjá þeim munu mörg börn loksins finna sinn rétta stað,“ sagði forsætisráðherrann í þinginu áður en gengið var til atkvæðagreiðslu. Lögin bættu líf margra Grikkja, án þess að neitt væri tekið frá öðrum. „Þetta er söguleg stund,“ sagði Stella Belia, leiðtogi Rainbow Families, samtaka hinsegin foreldra. „Þetta er gleðidagur.“ Grikkland Hinsegin Málefni trans fólks Trúmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Málið var tekið til atkvæðagreiðslu á þinginu og féllu atkvæði þannig að 176 voru fylgjandi og 76 á móti. Hinsegin pörum verður nú einnig heimilt að ættleiða. Forsætisráðherrann Kyriakos Mitsotakis sagði eftir atkvæðagreiðsluna að hin nýju lög myndu útrýma alvarlegu óréttlæti. Málið hefur hins vegar klofið þjóðina og verið verið harðlega mótmælt af kirkjunni. Andstæðingar frumvarpsins boðuðu til mótmæla í Aþenu, þar sem þeir héldu mótmælaspjöldum og krossum á lofti, lásu bænir og sungu sálma. Leiðtogi rétttrúnaðarkirkjunnar, erkibiskupinn Ieronymos II, sagði málið ógna samstöðu innan gríska samfélagsins. Andstæðingar mótmæltu í Aþenu.AP/Yorgos Karahalis Mitsotakis barðist fyrir frumvarpinu en þurfti að reiða sig á atkvæði stjórnarandstöðuþingmanna, þar sem tugir samflokksmanna hans voru á móti. „Fólk sem hefur veirð ósýnilegt verður allt í einu sýnilegt í samfélaginu og hjá þeim munu mörg börn loksins finna sinn rétta stað,“ sagði forsætisráðherrann í þinginu áður en gengið var til atkvæðagreiðslu. Lögin bættu líf margra Grikkja, án þess að neitt væri tekið frá öðrum. „Þetta er söguleg stund,“ sagði Stella Belia, leiðtogi Rainbow Families, samtaka hinsegin foreldra. „Þetta er gleðidagur.“
Grikkland Hinsegin Málefni trans fólks Trúmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila