Hjónabönd samkynja para leidd í lög í Grikklandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2024 08:55 Niðurstöðunni var ákaft fagnað í gær. AP/Michael Varaklas Grikkland varð í gær fyrsta ríkið þar sem meirihluti íbúa tilheyrir kristinni rétttrúnaðarkirkju til að heimila hinsegin fólki að ganga í hjónaband. Málið var tekið til atkvæðagreiðslu á þinginu og féllu atkvæði þannig að 176 voru fylgjandi og 76 á móti. Hinsegin pörum verður nú einnig heimilt að ættleiða. Forsætisráðherrann Kyriakos Mitsotakis sagði eftir atkvæðagreiðsluna að hin nýju lög myndu útrýma alvarlegu óréttlæti. Málið hefur hins vegar klofið þjóðina og verið verið harðlega mótmælt af kirkjunni. Andstæðingar frumvarpsins boðuðu til mótmæla í Aþenu, þar sem þeir héldu mótmælaspjöldum og krossum á lofti, lásu bænir og sungu sálma. Leiðtogi rétttrúnaðarkirkjunnar, erkibiskupinn Ieronymos II, sagði málið ógna samstöðu innan gríska samfélagsins. Andstæðingar mótmæltu í Aþenu.AP/Yorgos Karahalis Mitsotakis barðist fyrir frumvarpinu en þurfti að reiða sig á atkvæði stjórnarandstöðuþingmanna, þar sem tugir samflokksmanna hans voru á móti. „Fólk sem hefur veirð ósýnilegt verður allt í einu sýnilegt í samfélaginu og hjá þeim munu mörg börn loksins finna sinn rétta stað,“ sagði forsætisráðherrann í þinginu áður en gengið var til atkvæðagreiðslu. Lögin bættu líf margra Grikkja, án þess að neitt væri tekið frá öðrum. „Þetta er söguleg stund,“ sagði Stella Belia, leiðtogi Rainbow Families, samtaka hinsegin foreldra. „Þetta er gleðidagur.“ Grikkland Hinsegin Málefni trans fólks Trúmál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira
Málið var tekið til atkvæðagreiðslu á þinginu og féllu atkvæði þannig að 176 voru fylgjandi og 76 á móti. Hinsegin pörum verður nú einnig heimilt að ættleiða. Forsætisráðherrann Kyriakos Mitsotakis sagði eftir atkvæðagreiðsluna að hin nýju lög myndu útrýma alvarlegu óréttlæti. Málið hefur hins vegar klofið þjóðina og verið verið harðlega mótmælt af kirkjunni. Andstæðingar frumvarpsins boðuðu til mótmæla í Aþenu, þar sem þeir héldu mótmælaspjöldum og krossum á lofti, lásu bænir og sungu sálma. Leiðtogi rétttrúnaðarkirkjunnar, erkibiskupinn Ieronymos II, sagði málið ógna samstöðu innan gríska samfélagsins. Andstæðingar mótmæltu í Aþenu.AP/Yorgos Karahalis Mitsotakis barðist fyrir frumvarpinu en þurfti að reiða sig á atkvæði stjórnarandstöðuþingmanna, þar sem tugir samflokksmanna hans voru á móti. „Fólk sem hefur veirð ósýnilegt verður allt í einu sýnilegt í samfélaginu og hjá þeim munu mörg börn loksins finna sinn rétta stað,“ sagði forsætisráðherrann í þinginu áður en gengið var til atkvæðagreiðslu. Lögin bættu líf margra Grikkja, án þess að neitt væri tekið frá öðrum. „Þetta er söguleg stund,“ sagði Stella Belia, leiðtogi Rainbow Families, samtaka hinsegin foreldra. „Þetta er gleðidagur.“
Grikkland Hinsegin Málefni trans fólks Trúmál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira