Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2024 11:03 Hunter Biden, sonur Joe Biden, hefur verið ákærður ákærður fyrir skattsvik og fyrir að segja ósatt á eyðublaði um byssukaup. Maður sem hefur sakað hann og föður hans um mútuþægni hefur verið ákærður fyrir að ljúga því. AP/Jose Luis Magana Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. Hunter Biden sat um tíma í stjórn úkraínska fyrirtækisins Burisma en Smirnov er sakaður um að hafa logið því í júní 2020 að yfirmenn í fyrirtækinu hefðu greitt bæði Hunter og Joe fimm milljónir dala á árunum 2015 og 2016. Smirnov hélt því fram að yfirmaður hefði sagt sér að þeir hefðu ráðið Hunter svo hann gæti varið þá með aðstoð föður síns. Þetta segja saksóknarar á vegum David Weiss, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, að sé lygi. Smirnov er sagður hafa skáldað þessar ásakanir því honum hafi verið illa við Joe Biden, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Áhugasamir geta séð ákæruna hér á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Smirnov var ákærður eftir rannsókn svokallaðs Grand jury, en það er sérstakt fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til ákæru. Hann var handtekinn í Las Vegas í gær. Hafa stuðst við ásakanir Smirnovs Repúblikanar hafa varið mörgum mánuðum og jafnvel árum í að rannsaka Hunter og Joe Biden. Þeir hafa ítrekað haldið því fram að Joe Biden hafi hagnast á viðskiptum Hunters á erlendri grundu og tekið við mútum gegnum fjölskyldumeðlimi sína. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þó ekki getað fært sannanir fyrir ásökunum þeirra og hafa þeir gert tilraunir til óheiðarlegrar framsetningar á meintum vísbendingum þeirra. Weiss hefur ákært Hunter Biden fyrir skattsvik og fyrir að hafa logið á eyðublaðið vegna byssukaupa, þar sem hann hakaði við að hann væri ekki í neyslu, sem var ekki rétt. Repúblikanar börðust gegn yfirmönnum FBI um að birta minnisblöð um hvað Smirnov sagði starfsmönnum stofnunarinnar. Forsvarsmenn FBI vildu ekki birta þau en þingmenn Repúblikanaflokksins gerðu það og hafa ítrekað lýst honum sem „trúverðugu“ vitni og flaggað ásökunum hans við rannsókn þeirra. Kevin McCarthy, fyrrverandi forseti fulltrúadeildarinnar, sagði til að mynda þegar hann staðfesti að Repúblikanar ætluðu að hefja formlega rannsókn á Joe Biden, í aðdraganda mögulegrar ákærur fyrir embættisbrot, að „trúverðugt vitni FBI“ hefði sakað Biden-feðgana um að þiggja mútur. Hluti þeirra minnisblaða sem Repúblikanar birtu eru nú sönnunargögn í málinu gegn Smirnov. Sjá einnig: Sagður hafa eytt fúlgum fjár í vændiskonur og lúxuslíf Í yfirlýsingu til CNN segir lögmaður Hunters Biden að hann og aðrir hafi um mánaðaskeið varað við því að Repúblikanar hefðu byggt samsæriskenningar sínar um Hunter og fjölskyldu hans á lygum. Það hafi reynst rétt. Hann segir Repúblikana hafa ítrekað notast við lygar og ósannindi frá ótrúverðugu fólki við rannsókn þeirra. Deila um rannsóknina Leiðtogar rannsóknarinnar á Biden halda því fram að rannsóknin byggi ekki á ásökunum Smirnovs. James Comer, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar, sagði í yfirlýsingu í gær rannsókn Repúblikana byggði ekki á ásökunum Smirnovs. Hún byggði á umfangsmiklum vísbendingum eins og bankagögnum og vitnisburði. Þetta sýni að Joe Biden hafi vitað af og tekið þátt í viðskiptum fjölskyldumeðlima sinna. Jamie Raskin, æðsti Demókratinn í eftirlitsnefndinni, lýsti því yfir í gær að Repúblikanar ættu að hætta rannsókn þeirra á Joe Biden. Ljóst sé að lykilvísbendingar þeirra hafi byggt á lygum. „Það er óneitanleg staðreynd að ásakanir Repúblikana gegn Biden hafa ávallt byggt á lygum og samsæriskenningum,“ sagði Raskin í yfirlýsingu. Hann kallaði eftir því að Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, og aðrir Repúblikanar hættu að dreifa þessum lygum og hættu þessari rannsókn þeirra. We have over $30 million reasons to continue this investigation and not one of those reasons relies on the corrupt FBI or an informant. Bank records don t lie. https://t.co/nG4LBAWL2M— Oversight Committee (@GOPoversight) February 16, 2024 Saksóknarinn umdeildi Eins og fram hefur komið hefur rannsókn Repúblikana að miklu leyti snúist um störf Hunters Biden í stjórn Burisma. Hafa þeir sakað Joe Biden um að hafa þrýst á yfirvöld í Úkraínu, þegar hann var varaforseti Barack Obama, um að saksóknari sem á að hafa verið að rannsaka Burisma vegna spillingar, yrði rekinn. Það er rétt að Biden krafðist þess af yfirvöldum Úkraínu að ríkissaksóknarinn Viktor Shokin yrði rekinn og að hann hótaði því að dregið yrði úr fjárstuðningi við Úkraínu ef Shokin yrði ekki rekinn. Biden hafði farið til Úkraínu í desember 2015 og í ræðu á þingi landsins kallaði hann eftir brottrekstri Shokin. Biden stærði sig einnig opinberlega af því, nokkrum árum síðar, að hafa fengið ráðamenn í Úkraínu til að reka Shokin. Það var þó vegna þess að hann þótti ekki berjast nægilega vel gegn spillingu í Úkraínu. Bakhjarlar Úkraínu í Bandaríkjunum, Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, svo einhverjir séu nefndir, kölluðu allir eftir því að Shokin yrði rekinn. Meira að segja Repúblikanar studdu viðleitni Biden á sínum tíma. Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins skrifuðu undir bréf sem sent var Petro Poroshenko, þáverandi forseta Úkraínu, árið 2016. Í því bréfi kölluðu þeir eftir „endurbótum“ á embætti ríkissaksóknara Úkraínu. Bréf þetta, sem finna má hér á vef bandaríska þingsins, var sent í febrúar 2016, skömmu áður en þingmenn í Úkraínu kusu að víkja ríkissaksóknaranum úr embætti. Rob Portman, einn þingmannanna, birti meðfylgjandi tíst árið 2016 þar sem hann sagði Bandaríkin standa með Úkraínumönnum í baráttunni gegn spillingu. Ukraine s US friends stand w/#Ukraine in fight against corruption. Impt to continue progress made since #EuroMaidan: https://t.co/wQ1pqDC2mp— Rob Portman (@senrobportman) February 12, 2016 Þetta var á sama tíma og Biden, sem var þá varaforseti Bandaríkjanna, þrýsti á stjórnvöld í Úkraínu um að koma saksóknaranum úr embætti, vegna þess að hann þótti ekki berjast gegn spillingu af nægilega miklum krafti og var jafnvel sjálfur sakaður um spillingu. Sjá einnig: Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Ríkisstjórnir nokkurra ríkja og forsvarsmenn stofnanna sem aðstoðuðu Úkraínu á þessum tíma með fjárveitingum og öðrum hætti vildu Shokin burt. Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Fulltrúadeildin samþykkir formlega rannsókn á Biden Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi að hefja formlega rannsókn á embættisfærslum Joe Bidens forseta sem gætu svo leitt til ákæru til embættismissis. 14. desember 2023 07:23 Vilja auka lögmæti rannsóknarinnar á Biden Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings íhuga að halda formlega atkvæðagreiðslu í næsta mánuði um rannsókn á meintum embættisbrotum Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Með því eru þeir sagðir vilja festa rannsóknir þeirra á forsetanum og fjölskyldu hans í sessi og gefa henni meira lögmæti. 1. desember 2023 08:01 Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08 Hefja formlega rannsókn á Biden Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að opnuð yrði formleg rannsókn sem beinist að Joe Biden, forseta, og ætlað væri að kanna hvort tilefni væri til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Rannsóknin á að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens. 12. september 2023 20:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Hunter Biden sat um tíma í stjórn úkraínska fyrirtækisins Burisma en Smirnov er sakaður um að hafa logið því í júní 2020 að yfirmenn í fyrirtækinu hefðu greitt bæði Hunter og Joe fimm milljónir dala á árunum 2015 og 2016. Smirnov hélt því fram að yfirmaður hefði sagt sér að þeir hefðu ráðið Hunter svo hann gæti varið þá með aðstoð föður síns. Þetta segja saksóknarar á vegum David Weiss, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, að sé lygi. Smirnov er sagður hafa skáldað þessar ásakanir því honum hafi verið illa við Joe Biden, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Áhugasamir geta séð ákæruna hér á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Smirnov var ákærður eftir rannsókn svokallaðs Grand jury, en það er sérstakt fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til ákæru. Hann var handtekinn í Las Vegas í gær. Hafa stuðst við ásakanir Smirnovs Repúblikanar hafa varið mörgum mánuðum og jafnvel árum í að rannsaka Hunter og Joe Biden. Þeir hafa ítrekað haldið því fram að Joe Biden hafi hagnast á viðskiptum Hunters á erlendri grundu og tekið við mútum gegnum fjölskyldumeðlimi sína. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þó ekki getað fært sannanir fyrir ásökunum þeirra og hafa þeir gert tilraunir til óheiðarlegrar framsetningar á meintum vísbendingum þeirra. Weiss hefur ákært Hunter Biden fyrir skattsvik og fyrir að hafa logið á eyðublaðið vegna byssukaupa, þar sem hann hakaði við að hann væri ekki í neyslu, sem var ekki rétt. Repúblikanar börðust gegn yfirmönnum FBI um að birta minnisblöð um hvað Smirnov sagði starfsmönnum stofnunarinnar. Forsvarsmenn FBI vildu ekki birta þau en þingmenn Repúblikanaflokksins gerðu það og hafa ítrekað lýst honum sem „trúverðugu“ vitni og flaggað ásökunum hans við rannsókn þeirra. Kevin McCarthy, fyrrverandi forseti fulltrúadeildarinnar, sagði til að mynda þegar hann staðfesti að Repúblikanar ætluðu að hefja formlega rannsókn á Joe Biden, í aðdraganda mögulegrar ákærur fyrir embættisbrot, að „trúverðugt vitni FBI“ hefði sakað Biden-feðgana um að þiggja mútur. Hluti þeirra minnisblaða sem Repúblikanar birtu eru nú sönnunargögn í málinu gegn Smirnov. Sjá einnig: Sagður hafa eytt fúlgum fjár í vændiskonur og lúxuslíf Í yfirlýsingu til CNN segir lögmaður Hunters Biden að hann og aðrir hafi um mánaðaskeið varað við því að Repúblikanar hefðu byggt samsæriskenningar sínar um Hunter og fjölskyldu hans á lygum. Það hafi reynst rétt. Hann segir Repúblikana hafa ítrekað notast við lygar og ósannindi frá ótrúverðugu fólki við rannsókn þeirra. Deila um rannsóknina Leiðtogar rannsóknarinnar á Biden halda því fram að rannsóknin byggi ekki á ásökunum Smirnovs. James Comer, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar, sagði í yfirlýsingu í gær rannsókn Repúblikana byggði ekki á ásökunum Smirnovs. Hún byggði á umfangsmiklum vísbendingum eins og bankagögnum og vitnisburði. Þetta sýni að Joe Biden hafi vitað af og tekið þátt í viðskiptum fjölskyldumeðlima sinna. Jamie Raskin, æðsti Demókratinn í eftirlitsnefndinni, lýsti því yfir í gær að Repúblikanar ættu að hætta rannsókn þeirra á Joe Biden. Ljóst sé að lykilvísbendingar þeirra hafi byggt á lygum. „Það er óneitanleg staðreynd að ásakanir Repúblikana gegn Biden hafa ávallt byggt á lygum og samsæriskenningum,“ sagði Raskin í yfirlýsingu. Hann kallaði eftir því að Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, og aðrir Repúblikanar hættu að dreifa þessum lygum og hættu þessari rannsókn þeirra. We have over $30 million reasons to continue this investigation and not one of those reasons relies on the corrupt FBI or an informant. Bank records don t lie. https://t.co/nG4LBAWL2M— Oversight Committee (@GOPoversight) February 16, 2024 Saksóknarinn umdeildi Eins og fram hefur komið hefur rannsókn Repúblikana að miklu leyti snúist um störf Hunters Biden í stjórn Burisma. Hafa þeir sakað Joe Biden um að hafa þrýst á yfirvöld í Úkraínu, þegar hann var varaforseti Barack Obama, um að saksóknari sem á að hafa verið að rannsaka Burisma vegna spillingar, yrði rekinn. Það er rétt að Biden krafðist þess af yfirvöldum Úkraínu að ríkissaksóknarinn Viktor Shokin yrði rekinn og að hann hótaði því að dregið yrði úr fjárstuðningi við Úkraínu ef Shokin yrði ekki rekinn. Biden hafði farið til Úkraínu í desember 2015 og í ræðu á þingi landsins kallaði hann eftir brottrekstri Shokin. Biden stærði sig einnig opinberlega af því, nokkrum árum síðar, að hafa fengið ráðamenn í Úkraínu til að reka Shokin. Það var þó vegna þess að hann þótti ekki berjast nægilega vel gegn spillingu í Úkraínu. Bakhjarlar Úkraínu í Bandaríkjunum, Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, svo einhverjir séu nefndir, kölluðu allir eftir því að Shokin yrði rekinn. Meira að segja Repúblikanar studdu viðleitni Biden á sínum tíma. Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins skrifuðu undir bréf sem sent var Petro Poroshenko, þáverandi forseta Úkraínu, árið 2016. Í því bréfi kölluðu þeir eftir „endurbótum“ á embætti ríkissaksóknara Úkraínu. Bréf þetta, sem finna má hér á vef bandaríska þingsins, var sent í febrúar 2016, skömmu áður en þingmenn í Úkraínu kusu að víkja ríkissaksóknaranum úr embætti. Rob Portman, einn þingmannanna, birti meðfylgjandi tíst árið 2016 þar sem hann sagði Bandaríkin standa með Úkraínumönnum í baráttunni gegn spillingu. Ukraine s US friends stand w/#Ukraine in fight against corruption. Impt to continue progress made since #EuroMaidan: https://t.co/wQ1pqDC2mp— Rob Portman (@senrobportman) February 12, 2016 Þetta var á sama tíma og Biden, sem var þá varaforseti Bandaríkjanna, þrýsti á stjórnvöld í Úkraínu um að koma saksóknaranum úr embætti, vegna þess að hann þótti ekki berjast gegn spillingu af nægilega miklum krafti og var jafnvel sjálfur sakaður um spillingu. Sjá einnig: Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Ríkisstjórnir nokkurra ríkja og forsvarsmenn stofnanna sem aðstoðuðu Úkraínu á þessum tíma með fjárveitingum og öðrum hætti vildu Shokin burt.
Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Fulltrúadeildin samþykkir formlega rannsókn á Biden Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi að hefja formlega rannsókn á embættisfærslum Joe Bidens forseta sem gætu svo leitt til ákæru til embættismissis. 14. desember 2023 07:23 Vilja auka lögmæti rannsóknarinnar á Biden Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings íhuga að halda formlega atkvæðagreiðslu í næsta mánuði um rannsókn á meintum embættisbrotum Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Með því eru þeir sagðir vilja festa rannsóknir þeirra á forsetanum og fjölskyldu hans í sessi og gefa henni meira lögmæti. 1. desember 2023 08:01 Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08 Hefja formlega rannsókn á Biden Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að opnuð yrði formleg rannsókn sem beinist að Joe Biden, forseta, og ætlað væri að kanna hvort tilefni væri til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Rannsóknin á að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens. 12. september 2023 20:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Fulltrúadeildin samþykkir formlega rannsókn á Biden Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi að hefja formlega rannsókn á embættisfærslum Joe Bidens forseta sem gætu svo leitt til ákæru til embættismissis. 14. desember 2023 07:23
Vilja auka lögmæti rannsóknarinnar á Biden Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings íhuga að halda formlega atkvæðagreiðslu í næsta mánuði um rannsókn á meintum embættisbrotum Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Með því eru þeir sagðir vilja festa rannsóknir þeirra á forsetanum og fjölskyldu hans í sessi og gefa henni meira lögmæti. 1. desember 2023 08:01
Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08
Hefja formlega rannsókn á Biden Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að opnuð yrði formleg rannsókn sem beinist að Joe Biden, forseta, og ætlað væri að kanna hvort tilefni væri til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Rannsóknin á að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens. 12. september 2023 20:17