Þúsundir tonna af metangasi láku út í andrúmsloftið á sex mánuðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2024 12:21 Lekinn átti sér stað úr borholu í Mangistau í Kasakstan. Getty Áætlað er að um 127 þúsund tonn af metangasi hafi sloppið út í andrúmsloftið eftir að eldur kviknaði í kjölfar sprengingar í borholu í Kasakstan. Eldurinn geisaði í sex mánuði og áhrif losunarinnar sögð jafngilda árslosun 717 þúsund bensínbifreiða. Forsvarsmenn fyrirtækisins sem eiga borholuna neita því að „umtalsvert magn“ metans hafi sloppið út. BBC segir um að ræða einn stærsta metanleka sögunnar og hefur eftir Manfredi Caltagirone, yfirmanni stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem hefur eftirlit með metanlosun, að umfang og tímalengd lekans séu óvenjuleg. Lekinn er sagður hafa hafist 9. júní í fyrra þegar sprenging átti sér stað við borun tilraunaholu í Mangistau í suðvesturhluta Kasakstan. Eldur kviknaði við sprenginguna og ekki náðust tök á honum fyrr en undir lok desember. Yfirvöld á svæðinu hafa sagt BBC að unnið sé að því að innsigla brunninn með steypu. Sumir gervinhnettir geta numið metan og það var rannsókanrfyrirtækið Kayrros sem varð fyrst vart við lekann. Greiningar fyrirtækisins hafa verið staðfestar af stofnunum í Hollandi og á Spáni. Metangas skilur eftir sig „fingrafar“ þegar sólarljós fellur á það, sem gervihnettirnir nema, og það gerðist alls 115 sinnum á tímabilinu júní til desember. Útfrá gögnum mátu vísindamenn að losunin hefði numið um 127 þúsund tonnum. Luis Guanter, við Polytechnic University of Valencia, segir að aðeins Nord Stream-lekinn sem uppgötvaðist árið 2022 hafi valdið meiri losun. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni má rekja um 30 prósent af hækkun lofthita frá tímum iðnbyltingarinnar til metanlosunar. Ítarlega frétt um málið má finna á vef BBC. Loftslagsmál Kasakstan Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins sem eiga borholuna neita því að „umtalsvert magn“ metans hafi sloppið út. BBC segir um að ræða einn stærsta metanleka sögunnar og hefur eftir Manfredi Caltagirone, yfirmanni stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem hefur eftirlit með metanlosun, að umfang og tímalengd lekans séu óvenjuleg. Lekinn er sagður hafa hafist 9. júní í fyrra þegar sprenging átti sér stað við borun tilraunaholu í Mangistau í suðvesturhluta Kasakstan. Eldur kviknaði við sprenginguna og ekki náðust tök á honum fyrr en undir lok desember. Yfirvöld á svæðinu hafa sagt BBC að unnið sé að því að innsigla brunninn með steypu. Sumir gervinhnettir geta numið metan og það var rannsókanrfyrirtækið Kayrros sem varð fyrst vart við lekann. Greiningar fyrirtækisins hafa verið staðfestar af stofnunum í Hollandi og á Spáni. Metangas skilur eftir sig „fingrafar“ þegar sólarljós fellur á það, sem gervihnettirnir nema, og það gerðist alls 115 sinnum á tímabilinu júní til desember. Útfrá gögnum mátu vísindamenn að losunin hefði numið um 127 þúsund tonnum. Luis Guanter, við Polytechnic University of Valencia, segir að aðeins Nord Stream-lekinn sem uppgötvaðist árið 2022 hafi valdið meiri losun. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni má rekja um 30 prósent af hækkun lofthita frá tímum iðnbyltingarinnar til metanlosunar. Ítarlega frétt um málið má finna á vef BBC.
Loftslagsmál Kasakstan Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira