Leigubílstjóri City Taxi grunaður og tekinn úr umferð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. febrúar 2024 18:51 Tveir karlmenn hafa réttarstöðu sakbornings í málinu, annar þeirra er leigubílstjóri. vísir/vilhelm Leigubílstjórinn sem grunaður er um nauðgun í byrjun febrúar, var skráður hjá leigubílastöðinni City Taxi. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins er viðkomandi ekki lengur að keyra farþega. „Ég er búinn að senda Samgöngustofu tilkynningu um að hann sé ekki lengur starfandi hjá stöðinni,“ segir Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri City Taxi, í samtali við Vísi. Sigtryggur Arnar Magnússon er framkvæmdastjóri City Taxi.Vísir Varað var við því í dag og í gær, meðal annars á Facebook-hópi leigubílstjóra, að hinn grunaði væri enn að keyra farþega. Sigtryggur Arnar kveðst hafa fengið það staðfest síðdegis í dag að umræddur leigubílstjóri væri vissulega á vegum City Taxi. Sigtryggur Arnar er gagnrýninn á kerfið sem geri stöðvum ekki viðvart ef bílstjóri reynist grunaður um kynferðisbrot. „Ég útilokaði eins og ég gat að þessi bílstjóri væri frá mér. Þegar lögregla fær að vita að þetta sé leigubílstjóri á okkar vegum, þá virkar kerfið þannig að þau mega ekki gera mér viðvart. Honum er síðan hleypt út þar sem hann heldur áfram að keyra saklaust fólk. Þetta er bara klikkun,“ segir Sigtryggur og vill meina að um nýnæmi sé að ræða í nýsamþykktum lögum um leigubifreiðar. „Við eigum bara að geta sent börnin okkar í hvaða leigubíl sem er og ekki að hafa áhyggjur af þessu,“ bætir Sigtryggur við. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu segir í samtali við fréttastofu að það hafi hvorki verið þannig í gömlu né nýju lögunum að öllum aðilum sé gert viðvart þegar leigubílstjóri er grunaður um afbrot. Greint var frá málinu fyrr í vikunni og kom þá fram að tveir karlmenn væru með stöðu sakbornings í málinu, annar þeirra leigubílstjóri af erlendu bergi brotinn. Leigubílar Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira
„Ég er búinn að senda Samgöngustofu tilkynningu um að hann sé ekki lengur starfandi hjá stöðinni,“ segir Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri City Taxi, í samtali við Vísi. Sigtryggur Arnar Magnússon er framkvæmdastjóri City Taxi.Vísir Varað var við því í dag og í gær, meðal annars á Facebook-hópi leigubílstjóra, að hinn grunaði væri enn að keyra farþega. Sigtryggur Arnar kveðst hafa fengið það staðfest síðdegis í dag að umræddur leigubílstjóri væri vissulega á vegum City Taxi. Sigtryggur Arnar er gagnrýninn á kerfið sem geri stöðvum ekki viðvart ef bílstjóri reynist grunaður um kynferðisbrot. „Ég útilokaði eins og ég gat að þessi bílstjóri væri frá mér. Þegar lögregla fær að vita að þetta sé leigubílstjóri á okkar vegum, þá virkar kerfið þannig að þau mega ekki gera mér viðvart. Honum er síðan hleypt út þar sem hann heldur áfram að keyra saklaust fólk. Þetta er bara klikkun,“ segir Sigtryggur og vill meina að um nýnæmi sé að ræða í nýsamþykktum lögum um leigubifreiðar. „Við eigum bara að geta sent börnin okkar í hvaða leigubíl sem er og ekki að hafa áhyggjur af þessu,“ bætir Sigtryggur við. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu segir í samtali við fréttastofu að það hafi hvorki verið þannig í gömlu né nýju lögunum að öllum aðilum sé gert viðvart þegar leigubílstjóri er grunaður um afbrot. Greint var frá málinu fyrr í vikunni og kom þá fram að tveir karlmenn væru með stöðu sakbornings í málinu, annar þeirra leigubílstjóri af erlendu bergi brotinn.
Leigubílar Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira