Það er ágætis afrek að skora leik eftir leik en það sem gerir þessa tölfræði merkilega er að Højlund er nú orðinn yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem hefur skorað í sex leikjum í röð en Højlund er 21 árs og 14 daga gamall.
Højlund skoraði bæði mörk Manchester United í dag þegar liðið lagði Luton á útivelli og tók þar með þetta met úr höndunum á Joe Willock, leikmanni Newcastle, en hann var 21 árs og 272 daga gamall þegar hann skoraði í sínum sjötta leik í röð 19. maí 2021. Hann tók þá metið af markahróknum Romelu Lukaku.
Fyrir leikinn í dag var Højlund kominn í góðan hóp en hann var þá þegar annar yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora í fimm leikjum í röð, næstur á eftir hinum franska Nicolas Anelka sem var aðeins 19 ára þegar hann skoraði í fimm leikjum í röð fyrir Arsenal í nóvember 1998.
Rasmus Hojlund is the second-youngest player to score in five successive Premier League games, only behind Nicolas Anelka #MUFC pic.twitter.com/t5k7r1RHZE
— Match of the Day (@BBCMOTD) February 11, 2024
Rasmus Højlund er nú kominn með þrettán mörk í öllum keppnum fyrir Manchester United en liðið á næst leik gegn Fulham á heimavelli þann 24. febrúar þar sem honum gefst tækifæri til að bæta í metið.
21-year-old Rasmus Højlund becomes the youngest player to score in six Premier League games in a row pic.twitter.com/ZZ1OPQFLAg
— B/R Football (@brfootball) February 18, 2024