„Við höfum fullan hug á því að fara inn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. febrúar 2024 23:28 Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Visis hf. vísir/arnar „Það lifir ekkert fyrirtæki á því að hlaupa endalaust fram og til baka,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Hann kveðst hafa fullan hug á að hefja störf á ný í Grindavík og kallar eftir fljótvirkari vinnubrögðum yfirvalda þegar það kemur að því að meta hættu á vinnusvæði Vísis. „Við höfum fullan hug á því að fara inn og það verður gert eins fljótt og hægt er,“ segir hann í samtali við Vísi. Fyrr í kvöld var greint frá því að tíðinda væri að vænta um fyrirkomulag lokunar inn í Grindavík. Ákvörðun embættisríkislögreglustjóra rennur út á morgun og Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum metur nú næstu skref. Hvernig skal lifa með þessu? „Það er bara einn stór fíll í herberginu sem er tryggingamál,“ segir Pétur Hafsteinn og bætir við að það verði að finna rekstrargrunn fyrir því að hlaupa stanslaust inn og út úr stóru fyrirtæki. „Annað er það hvernig umhverfi við erum að vinna í. Þannig að þetta er flókið en við erum með ákveðin plön um hvernig við förum aftur inn. Við höfum startað tvisvar eftir 10. nóvember og í bæði skiptinn endað í tjóni með afurðir og þau verk sem eru í gangi,“ bætir hann við. Landrisið nú geri það að verkum að aðilar þurfi að fara að setjast niður og ræða hvernig skuli lifa með þessu. „Þannig allir hafi sæmilega fast land undir fótum,“ segir Pétur Hafsteinn 150 manns í vinnu „Við höfum skynjað það að það er að losa eitthvað til um þetta núna. Ég hef samt sem áður bent á það að það tekur allt of langan tíma að losa um eftir hvern atburð. Nú er liðin rúm vika frá því að það gaus. Við höfum haldið því fram að það taki ekki nema einn eða tvo daga að kanna atvinnusvæðið okkar.“ Bæði Vísir og Þorbjörn hafa hafið vinnu meðal öryggisdeilda fyrirtækjanna ásamt öryggisstjóra Almannavarna. Það standi til að bjóða öðrum fyrirtækjum að gerast aðilar að því. „Við höfum farið fram á að stjórna þessu sjálfir og gerum okkur grein fyrir því að það er þvílík ábyrgð, þannig að við þurfum að hafa öryggismálin á hreinu,“ segir Pétur Hafsteinn að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. 14. febrúar 2024 18:52 Land rís aðeins hraðar en fyrir gos Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesi. Að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, hafa verið litlar breytingar á landrisinu síðustu daga, en nú gæti farið að hægjast á því. 14. febrúar 2024 13:26 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
„Við höfum fullan hug á því að fara inn og það verður gert eins fljótt og hægt er,“ segir hann í samtali við Vísi. Fyrr í kvöld var greint frá því að tíðinda væri að vænta um fyrirkomulag lokunar inn í Grindavík. Ákvörðun embættisríkislögreglustjóra rennur út á morgun og Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum metur nú næstu skref. Hvernig skal lifa með þessu? „Það er bara einn stór fíll í herberginu sem er tryggingamál,“ segir Pétur Hafsteinn og bætir við að það verði að finna rekstrargrunn fyrir því að hlaupa stanslaust inn og út úr stóru fyrirtæki. „Annað er það hvernig umhverfi við erum að vinna í. Þannig að þetta er flókið en við erum með ákveðin plön um hvernig við förum aftur inn. Við höfum startað tvisvar eftir 10. nóvember og í bæði skiptinn endað í tjóni með afurðir og þau verk sem eru í gangi,“ bætir hann við. Landrisið nú geri það að verkum að aðilar þurfi að fara að setjast niður og ræða hvernig skuli lifa með þessu. „Þannig allir hafi sæmilega fast land undir fótum,“ segir Pétur Hafsteinn 150 manns í vinnu „Við höfum skynjað það að það er að losa eitthvað til um þetta núna. Ég hef samt sem áður bent á það að það tekur allt of langan tíma að losa um eftir hvern atburð. Nú er liðin rúm vika frá því að það gaus. Við höfum haldið því fram að það taki ekki nema einn eða tvo daga að kanna atvinnusvæðið okkar.“ Bæði Vísir og Þorbjörn hafa hafið vinnu meðal öryggisdeilda fyrirtækjanna ásamt öryggisstjóra Almannavarna. Það standi til að bjóða öðrum fyrirtækjum að gerast aðilar að því. „Við höfum farið fram á að stjórna þessu sjálfir og gerum okkur grein fyrir því að það er þvílík ábyrgð, þannig að við þurfum að hafa öryggismálin á hreinu,“ segir Pétur Hafsteinn að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. 14. febrúar 2024 18:52 Land rís aðeins hraðar en fyrir gos Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesi. Að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, hafa verið litlar breytingar á landrisinu síðustu daga, en nú gæti farið að hægjast á því. 14. febrúar 2024 13:26 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. 14. febrúar 2024 18:52
Land rís aðeins hraðar en fyrir gos Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesi. Að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, hafa verið litlar breytingar á landrisinu síðustu daga, en nú gæti farið að hægjast á því. 14. febrúar 2024 13:26