Slæmar fréttir fyrir Liverpool en ekki versta martröðin Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 08:00 Diogo Jota lá óvígur eftir á vellinum í fyrri hálfleik gegn Brentford, vegna hnémeiðsla. Getty/Justin Setterfield Leikmenn bættust á meiðslalista Liverpool um helgina þegar liðið vann öruggan 4-1 sigur gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Alvarlegust virtust meiðsli Portúgalans Diogo Jota. Jota og Curtis Jones þurftu báðir að fara af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla, og bættust þar með í hóp með Thiago, Trent Alexander-Arnold, Dominik Szoboszlai, Alisson Becker og Joel Matip sem ekki tóku þátt í leiknum vegna meiðsla. Þar að auki var Darwin Nunez tekinn af velli í hálfleik en Jürgen Klopp sagði að þar hefði verið um varúðarráðstöfun að ræða, til að koma í veg fyrir meiðsli. Curtis Jones Diogo Jota Darwin NunezA costly first 45mins for Liverpool at Brentford, as Jones & Jota pick up injuries and Nunez is replaced at half-time.#LFC | #BRELIV pic.twitter.com/yMyo4c3iry— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 17, 2024 Jota var hins vegar borinn af velli og sást yfirgefa Anfield á hækjum, með hné í spelku. Óvíst er hve alvarleg meiðslin eru en portúgalska blaðið Record segir að miðað við fyrstu skoðun þá sé EM ekki í hættu hjá Portúgalanum. Áætlað sé að hann verði frá keppni næstu tvo mánuðina. Miðað við þetta hefur krossband ekki slitnað en það hefði í för með sér endurhæfingu fram á næsta vetur. Þetta þýðir þó að auk þess að missa af úrslitaleiknum við Chelsea í enska deildabikarnum á sunnudaginn þá missir Jota af fjölda mikilvægra leikja í titilslagnum í úrvalsdeildinni, og í Evrópudeildinni. Klopp sagði Curtis Jones hafa fengið högg neðarlega á legginn, rétt ofan við ökkla. „Við verðum að sjá hvað það þýðir. Þegar Curtis getur ekki spilað þá er eitthvað að því hann leggur allt í sölurnar til að fá að spila,“ sagði Klopp en sagði ekkert óeðlilegt við það að Jones hefði stuðst við hækjur á leið af leikvanginum. Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
Jota og Curtis Jones þurftu báðir að fara af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla, og bættust þar með í hóp með Thiago, Trent Alexander-Arnold, Dominik Szoboszlai, Alisson Becker og Joel Matip sem ekki tóku þátt í leiknum vegna meiðsla. Þar að auki var Darwin Nunez tekinn af velli í hálfleik en Jürgen Klopp sagði að þar hefði verið um varúðarráðstöfun að ræða, til að koma í veg fyrir meiðsli. Curtis Jones Diogo Jota Darwin NunezA costly first 45mins for Liverpool at Brentford, as Jones & Jota pick up injuries and Nunez is replaced at half-time.#LFC | #BRELIV pic.twitter.com/yMyo4c3iry— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 17, 2024 Jota var hins vegar borinn af velli og sást yfirgefa Anfield á hækjum, með hné í spelku. Óvíst er hve alvarleg meiðslin eru en portúgalska blaðið Record segir að miðað við fyrstu skoðun þá sé EM ekki í hættu hjá Portúgalanum. Áætlað sé að hann verði frá keppni næstu tvo mánuðina. Miðað við þetta hefur krossband ekki slitnað en það hefði í för með sér endurhæfingu fram á næsta vetur. Þetta þýðir þó að auk þess að missa af úrslitaleiknum við Chelsea í enska deildabikarnum á sunnudaginn þá missir Jota af fjölda mikilvægra leikja í titilslagnum í úrvalsdeildinni, og í Evrópudeildinni. Klopp sagði Curtis Jones hafa fengið högg neðarlega á legginn, rétt ofan við ökkla. „Við verðum að sjá hvað það þýðir. Þegar Curtis getur ekki spilað þá er eitthvað að því hann leggur allt í sölurnar til að fá að spila,“ sagði Klopp en sagði ekkert óeðlilegt við það að Jones hefði stuðst við hækjur á leið af leikvanginum.
Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira