Tók 0,3 sekúndur að búa til nektarmynd af sér Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2024 11:42 Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, baráttukona gegn kynferðisofbeldi hefur áhyggjur af beitingu gervigreindar til stafræns kynferðisofbeldis. Vísir/Vilhelm Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, baráttukona gegn kynferðisofbeldi og stjórnarformaður Nordref, segir engan óhultan fyrir gervigreind og möguleikum sem henni fylgja til stafræns kynferðisofbeldis. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þórdís hefur sjálf prófað að nýta tæknina með þessum hætti á sjálfri sér til að sýna fram á möguleika hennar. „Ég einmitt sannreyndi það á sjálfri mér hér fyrir skemmstu og fékk út nektarmynd á 0,3 sekúndum sem afklæddi mig að fullu,“ segir Þórdís. „Þarna erum við kannski hingað til búin að líta á þetta sem svona kynbundið vandamál, það eru fyrst og fremst konur og stúlkur sem eru að verða fyrir því að nektarmyndir af þeim eru notaðar gegn þeim en núna með þessari tækni þá er þetta orðið vandamál sem getur skotið upp kollinum í lífi allra, það er að segja að vera tekinn fyrir með þessum hætti.“ 75 prósent fengið óumbeðið efni Þórdís hefur undanfarin ár starfað með Nordref samtökunum og hefur rannsakað það hverjir það eru sem beita stafrænu ofbeldi á netinu og hvers vegna. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar í dag en Þórdís segir þar gerendur fyrst og fremst hafa verið kortlagða. „Eitt af því sem kom í ljós í þessum rannsóknarniðurstöðum, sérstaklega hvað Ísland varðar, það var einmitt hversu gríðarlega útbreitt sumar tegundir af þessu ofbeldi eru. Það má nefna að 75 prósent af þeim konum sem svöruðu okkar könnun höfðu fengið óumbeðið kynferðislegt efni sent til sín og þar bera auðvitað typpamyndirnar hæst.“ Þórdís segir að þegar komi að hótunum og óleyfilegri dreifingu nektarmynda séu það glæpir sem að langstærstu leyti eru framdir af fyrrverandi kærustum eða núverandi kærustum eða mökum. „En það verður algjör viðsnúningur í þessum óumbeðnu typpamyndum. Þar sjáum við að langstærstu leyti er gerandinn ókunnugur konunni sem málið snýst um. Þarna erum við að sjá stafræna útfærslu af því sem ég þekkti sem barn sem svona flassara sem gengu um í síðum frakka.“ Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Tækni Gervigreind Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þórdís hefur sjálf prófað að nýta tæknina með þessum hætti á sjálfri sér til að sýna fram á möguleika hennar. „Ég einmitt sannreyndi það á sjálfri mér hér fyrir skemmstu og fékk út nektarmynd á 0,3 sekúndum sem afklæddi mig að fullu,“ segir Þórdís. „Þarna erum við kannski hingað til búin að líta á þetta sem svona kynbundið vandamál, það eru fyrst og fremst konur og stúlkur sem eru að verða fyrir því að nektarmyndir af þeim eru notaðar gegn þeim en núna með þessari tækni þá er þetta orðið vandamál sem getur skotið upp kollinum í lífi allra, það er að segja að vera tekinn fyrir með þessum hætti.“ 75 prósent fengið óumbeðið efni Þórdís hefur undanfarin ár starfað með Nordref samtökunum og hefur rannsakað það hverjir það eru sem beita stafrænu ofbeldi á netinu og hvers vegna. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar í dag en Þórdís segir þar gerendur fyrst og fremst hafa verið kortlagða. „Eitt af því sem kom í ljós í þessum rannsóknarniðurstöðum, sérstaklega hvað Ísland varðar, það var einmitt hversu gríðarlega útbreitt sumar tegundir af þessu ofbeldi eru. Það má nefna að 75 prósent af þeim konum sem svöruðu okkar könnun höfðu fengið óumbeðið kynferðislegt efni sent til sín og þar bera auðvitað typpamyndirnar hæst.“ Þórdís segir að þegar komi að hótunum og óleyfilegri dreifingu nektarmynda séu það glæpir sem að langstærstu leyti eru framdir af fyrrverandi kærustum eða núverandi kærustum eða mökum. „En það verður algjör viðsnúningur í þessum óumbeðnu typpamyndum. Þar sjáum við að langstærstu leyti er gerandinn ókunnugur konunni sem málið snýst um. Þarna erum við að sjá stafræna útfærslu af því sem ég þekkti sem barn sem svona flassara sem gengu um í síðum frakka.“
Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Tækni Gervigreind Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira