Íslenski boltinn

Snertu allir boltann áður en Valdimar skoraði

Sindri Sverrisson skrifar
Valdimar Þór Ingimundarson rak smiðshöggið á langa sókn Víkinga.
Valdimar Þór Ingimundarson rak smiðshöggið á langa sókn Víkinga. vísir/Sigurjón

Íslands- og bikarmeistarar Víkings R. skoruðu magnað mark í sigri sínum gegn Aftureldingu um helgina, í Lengjubikar karla í fótbolta.

Víkingar unnu leikinn 4-1 en fjórða mark þeirra í leiknum vakti sérstaka athygli og það má sjá hér að neðan.

Markið skoraði Valdimar Þór Ingimundarson, einn af nýju mönnunum sem bæst hafa í Víkingsliðið í vetur, eftir að Víkingar höfðu spilað boltanum á milli sín í um 75 sekúndur.

Raunar náðu allir leikmenn Víkings að snerta boltann í aðdraganda marksins, þar á meðal markvörðurinn Pálmi Rafn Arinbjörnsson sem eins og Valdimar kom í Víkina í vetur.

Alls áttu Víkingar 22 sendingar á milli sín áður en Valdimar skoraði markið.

Víkingur hafði gert 3-3 jafntefli við Leikni í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum og er því með fjögur stig í riðli 4, eins og Leiknir. KA er með sex stig eftir þrjá leiki en ÍA og Afturelding 3 stig og Dalvík/Reynir 0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×