Áhyggjuraddir og spurningaflóð á hitafundi um Grindavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 19:48 Fjölmargar spurningar voru bornar fram á íbúafundi fyrir Grindvíkinga í dag, sumar þeirra voru ansi beittar. Vísir/Steingrímur Dúi „Ég er búin að sakna þess að þið upplýsið mig sem íbúa og fyrirtækjaeiganda um stöðuna í sveitarfélaginu og ég óska eftir því að frá og með deginum í dag verði þar breyting á.“ Þetta sagði einn af fyrirtækjaeigendum í Grindavík á íbúafundi í Laugardalshöll með fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn. Íbúi þessi rekur fyrirtæki í Grindavík og fannst ástæða til þess að brýna bæjarfulltrúa til góðra verka því viðkomandi sagðist hafa saknað bæjarstjórnarinnar á þessum hamfaratímum og fannst fulltrúar hennar þurfa að standa sig betur í að berjast fyrir hagsmunum fyrirtækjaeigenda í Grindavík. Upp úr hádegi í dag dró til tíðinda þegar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað að íbúar og starfsfólk Grindavíkur mættu frá og með morgundegi dvelja og starfa í bænum allan sólarhringinn. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum sagðist hann hins vegar ekki mæla með því fyrir íbúa að gista í Grindavík og að bærinn væri ekki staður fyrir börn. Innviðir væru í lamasessi og hætturnar leyndust enn víða því sprungur geta opnast með litlum eða engum fyrirvara. Þau sem ætli sér að fara inn í bæinn geri það á eigin ábyrgð. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar, sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að dagurinn í dag væri lyftistöng fyrir bæjarfélagið. „Að menn fái að athafna sig og huga að sínum eignum,“ sagði Hjálmar sem bætti við að enn þyki mögulegt að starfa í stórum hluta bæjarins. Hann sjálfur hyggst þó ekki gista í Grindavík næstu nætur. „Nei, ég ætla ekki að gista í Grindavík næstu nætur. Við erum svo sem ekki með kalt vatn en eflaust gera það einhverjir en það er enn svolítið að innviðum okkar, bæði heitt og kalt vatn. Eflaust ætla einhverjir að gista en ég ætla ekki að gera það,“ sagði Hjálmar. Fulltrúar allra flokka sem eiga sæti í bæjarstjórn sátu fyrir svörum á íbúafundi í Laugardalshöll.Vísir/Steingrímur Dúi Þrátt fyrir að nú sé aukið aðgengi að bænum þá mátti á fundinum víða sjá áhyggjufull andlit. Íbúar sögðu að þeir hefðu ekki þær forsendur sem þeir þyrftu að hafa til að byggja afdrifaríkar ákvarðanir um líf sitt á eins og hvort þeir ættu að selja heimili sín eða flytja fyrirtækin sín úr bænum og fannst vanta skýrari svör. Þá fannst mörgum sá frestur sem íbúar hafa til að taka umræddar ákvarðanir vera of naumur. Nokkrir Grindvíkingar létu í ljós áhyggjur sínar af framtíð bæjarins og spurðu hvort hann myndi yfir höfuð lifa af ef mikill fjöldi bæjarbúa færði lögheimili yfir á önnur bæjarfélög. Mörgum var heitt í hamsi á fundinum og fjölmargar spurningar brunnu á íbúunum, sér í lagi í seinni hluta fundarins og ljóst er að mikil þörf var fyrir upplýsingafund fyrir íbúanna. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Við náttúrulega hvorki pissum né kúkum“ Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar segir að byrjað verið að hleypa köldu vatni á bæinn í áföngum á miðvikudag. Hann segir mikilvægt að vandað verði til verka til þess að koma í veg fyrir tjón á mannvirkjum. 19. febrúar 2024 19:27 Íbúafundur Grindvíkinga í Laugardalshöll Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag og mun standa yfir frá klukkan fimm til klukkan sjö í kvöld. 19. febrúar 2024 16:44 Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Þetta sagði einn af fyrirtækjaeigendum í Grindavík á íbúafundi í Laugardalshöll með fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn. Íbúi þessi rekur fyrirtæki í Grindavík og fannst ástæða til þess að brýna bæjarfulltrúa til góðra verka því viðkomandi sagðist hafa saknað bæjarstjórnarinnar á þessum hamfaratímum og fannst fulltrúar hennar þurfa að standa sig betur í að berjast fyrir hagsmunum fyrirtækjaeigenda í Grindavík. Upp úr hádegi í dag dró til tíðinda þegar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað að íbúar og starfsfólk Grindavíkur mættu frá og með morgundegi dvelja og starfa í bænum allan sólarhringinn. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum sagðist hann hins vegar ekki mæla með því fyrir íbúa að gista í Grindavík og að bærinn væri ekki staður fyrir börn. Innviðir væru í lamasessi og hætturnar leyndust enn víða því sprungur geta opnast með litlum eða engum fyrirvara. Þau sem ætli sér að fara inn í bæinn geri það á eigin ábyrgð. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar, sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að dagurinn í dag væri lyftistöng fyrir bæjarfélagið. „Að menn fái að athafna sig og huga að sínum eignum,“ sagði Hjálmar sem bætti við að enn þyki mögulegt að starfa í stórum hluta bæjarins. Hann sjálfur hyggst þó ekki gista í Grindavík næstu nætur. „Nei, ég ætla ekki að gista í Grindavík næstu nætur. Við erum svo sem ekki með kalt vatn en eflaust gera það einhverjir en það er enn svolítið að innviðum okkar, bæði heitt og kalt vatn. Eflaust ætla einhverjir að gista en ég ætla ekki að gera það,“ sagði Hjálmar. Fulltrúar allra flokka sem eiga sæti í bæjarstjórn sátu fyrir svörum á íbúafundi í Laugardalshöll.Vísir/Steingrímur Dúi Þrátt fyrir að nú sé aukið aðgengi að bænum þá mátti á fundinum víða sjá áhyggjufull andlit. Íbúar sögðu að þeir hefðu ekki þær forsendur sem þeir þyrftu að hafa til að byggja afdrifaríkar ákvarðanir um líf sitt á eins og hvort þeir ættu að selja heimili sín eða flytja fyrirtækin sín úr bænum og fannst vanta skýrari svör. Þá fannst mörgum sá frestur sem íbúar hafa til að taka umræddar ákvarðanir vera of naumur. Nokkrir Grindvíkingar létu í ljós áhyggjur sínar af framtíð bæjarins og spurðu hvort hann myndi yfir höfuð lifa af ef mikill fjöldi bæjarbúa færði lögheimili yfir á önnur bæjarfélög. Mörgum var heitt í hamsi á fundinum og fjölmargar spurningar brunnu á íbúunum, sér í lagi í seinni hluta fundarins og ljóst er að mikil þörf var fyrir upplýsingafund fyrir íbúanna.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Við náttúrulega hvorki pissum né kúkum“ Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar segir að byrjað verið að hleypa köldu vatni á bæinn í áföngum á miðvikudag. Hann segir mikilvægt að vandað verði til verka til þess að koma í veg fyrir tjón á mannvirkjum. 19. febrúar 2024 19:27 Íbúafundur Grindvíkinga í Laugardalshöll Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag og mun standa yfir frá klukkan fimm til klukkan sjö í kvöld. 19. febrúar 2024 16:44 Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
„Við náttúrulega hvorki pissum né kúkum“ Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar segir að byrjað verið að hleypa köldu vatni á bæinn í áföngum á miðvikudag. Hann segir mikilvægt að vandað verði til verka til þess að koma í veg fyrir tjón á mannvirkjum. 19. febrúar 2024 19:27
Íbúafundur Grindvíkinga í Laugardalshöll Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag og mun standa yfir frá klukkan fimm til klukkan sjö í kvöld. 19. febrúar 2024 16:44
Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27