Björg fyrsta konan til að verða formaður Keflavíkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 10:31 Björg Hafsteinsdóttir, nýr formaður Keflavíkur, sést hér með fráfarandi formanni Einari Haraldssyni. Vísir/Garðar Björg Hafsteinsdóttir var í gær kjörin nýr formaður íþrótta- og ungmennafélags Keflavíkur. Þetta eru tímamót enda verður Björg fyrsta konan til að setjast í formannsstólinn hjá Keflavík. Hún tekur við starfinu af Einari Haraldssyni sem hefur verið formaður Keflavíkur frá árinu 1998 eða í 26 ár. Einar Haraldsson var áður varaformaður félagsins í fjögur ár og hefur því verið í forystu félagsins í þrjá áratugi. Björg hefur verið stjórnarmaður í félaginu undanfarin ár. Hún er ein besta körfuboltakonan í sögu Keflavíkur og besta þriggja stiga skytta sinnar kynslóðar. Björg var í fyrsta Íslandsmeistaraliði Keflavíkur í körfunni og varð alls sjö sinnum Íslandsmeistari og átta sinnum bikarmeistari með félaginu. Björg var kosin leikmaður ársins 1990 og var alls sex sinnum valin í úrvalslið ársins. Hún lék 196 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og skoraði í þeim 2559 stig og 377 þriggja stiga körfur. Björg lék einnig knattspyrnu með Keflavík. Hún lék alls 33 landsleiki og átti mjög lengi metið yfir flestar þriggja stiga körfur í bæði efstu deild kvenna sem og hjá A-landsliðinu. Hún var valin í lið aldarinnar þegar það var valið árið 2000. Birgir Már Bragason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, en því starfi hefur Einar einnig sinnt frá árinu 1999. Björg tók við sem formaður á fundinum en Birgir tekur við sem framkvæmdastjóri þegar Einar lætur af störfum 30. apríl. Keflavík ÍF Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Þetta eru tímamót enda verður Björg fyrsta konan til að setjast í formannsstólinn hjá Keflavík. Hún tekur við starfinu af Einari Haraldssyni sem hefur verið formaður Keflavíkur frá árinu 1998 eða í 26 ár. Einar Haraldsson var áður varaformaður félagsins í fjögur ár og hefur því verið í forystu félagsins í þrjá áratugi. Björg hefur verið stjórnarmaður í félaginu undanfarin ár. Hún er ein besta körfuboltakonan í sögu Keflavíkur og besta þriggja stiga skytta sinnar kynslóðar. Björg var í fyrsta Íslandsmeistaraliði Keflavíkur í körfunni og varð alls sjö sinnum Íslandsmeistari og átta sinnum bikarmeistari með félaginu. Björg var kosin leikmaður ársins 1990 og var alls sex sinnum valin í úrvalslið ársins. Hún lék 196 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og skoraði í þeim 2559 stig og 377 þriggja stiga körfur. Björg lék einnig knattspyrnu með Keflavík. Hún lék alls 33 landsleiki og átti mjög lengi metið yfir flestar þriggja stiga körfur í bæði efstu deild kvenna sem og hjá A-landsliðinu. Hún var valin í lið aldarinnar þegar það var valið árið 2000. Birgir Már Bragason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, en því starfi hefur Einar einnig sinnt frá árinu 1999. Björg tók við sem formaður á fundinum en Birgir tekur við sem framkvæmdastjóri þegar Einar lætur af störfum 30. apríl.
Keflavík ÍF Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð