Þolinmæðisverk hjá meisturunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. febrúar 2024 21:24 Erling Haaland skoraði mark Manchester City. Shaun Botterill/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City unnu mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Eins og við var að búast voru heimamenn í City mun sterkari aðilinn og liðið varði miklum tíma í og við vítateig Brentford. Skipulögð vörn gestanna gerði meisturunum þó erfitt fyrir og liðunum tókst ekki að skora áður en flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherergja. Síðari hálfleikur bauð svo upp á meira af því sama þar sem heimamenn í City héldu áfram að sækja án afláts. Áfram stóð vörn gestanna þó vel og gerði þeim bláklæddu erfitt fyrir. Það var svo ekki fyrr en á 71. mínútu að meisturunum tókst að brjóta ísinn. Julian Alvarez átti þá sendingu inn fyrir í hlaupaleiðina fyrir Erling Haaland. Mads Roerslev, varnarmaður Brentford, var vel staðsettur, en rann til og Haaland slapp einn í gegn þar sem hann kláraði af miklu öryggi framhjá Mark Flekken í marki Brentford. Haaland var svo aftur á ferðinni tæpum tíu mínútum síðar þegar hann skallaði fyrirgjöf Kyle Walker í netið, en Walker var dæmdur rangstæður og markið fékk því ekki að standa. Niðurstaðan varð því 1-0 sigur Manchester City sem nú situr í öðru sæti ensku úrvalsdeildinni með 56 stig eftir 25 leiki, einu stigi á eftir toppliði Liverpool. Brentford situr hins vegar í 14. sæti með 25 stig. Enski boltinn
Englandsmeistarar Manchester City unnu mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Eins og við var að búast voru heimamenn í City mun sterkari aðilinn og liðið varði miklum tíma í og við vítateig Brentford. Skipulögð vörn gestanna gerði meisturunum þó erfitt fyrir og liðunum tókst ekki að skora áður en flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherergja. Síðari hálfleikur bauð svo upp á meira af því sama þar sem heimamenn í City héldu áfram að sækja án afláts. Áfram stóð vörn gestanna þó vel og gerði þeim bláklæddu erfitt fyrir. Það var svo ekki fyrr en á 71. mínútu að meisturunum tókst að brjóta ísinn. Julian Alvarez átti þá sendingu inn fyrir í hlaupaleiðina fyrir Erling Haaland. Mads Roerslev, varnarmaður Brentford, var vel staðsettur, en rann til og Haaland slapp einn í gegn þar sem hann kláraði af miklu öryggi framhjá Mark Flekken í marki Brentford. Haaland var svo aftur á ferðinni tæpum tíu mínútum síðar þegar hann skallaði fyrirgjöf Kyle Walker í netið, en Walker var dæmdur rangstæður og markið fékk því ekki að standa. Niðurstaðan varð því 1-0 sigur Manchester City sem nú situr í öðru sæti ensku úrvalsdeildinni með 56 stig eftir 25 leiki, einu stigi á eftir toppliði Liverpool. Brentford situr hins vegar í 14. sæti með 25 stig.