Ye þakkaði stuðningsmönnum Inter fyrir sig og sá liðið vinna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. febrúar 2024 23:32 Rapparinn Ye fékk nokkra vel valda stuðningsmenn Inter til að syngja inn á nýjustu plötuna sína, Vultures1. Hann var svo mættur á leik liðsins gegn Atlético Madrid í kvöld. Hvort hann hafi séð leikinn vel með þessa grímu skal látið ósagt. Stefano Guidi/Getty Images Bandaríski rapparinn Kanye West, eða Ye, var meðal áhorfenda á San Siro er Inter tók á móti Atlético Madrid í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ye vakti mikla athygli er hann gekk inn á leikvanginn með fylgdarliði sínu, klæddur í svarta grímu sem huldi andlit hans algjörlega. Rapparinn umdeildi gerði sér þó ekki ferð til Ítalíu sérstaklega til þess að fylgjast með viðureign Inter og Atlético Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann verður með tónleika í borginni Bologna á laugardag og tók krók á leið sinni til að fylgjast með leiknum. Ye gaf út plötu á dögunum sem ber nafnið Vultures1. Vera bandaríska rapparans Kanye West á leik í Meistaradeild Evrópu myndi líklega alla jafna ekki rata á íslenska íþróttamiðla, nema fyrir þær sakir að hluti af blóðheitustu stuðningsmönnum Inter, svokölluðum „Ultras,“ sungu inn á plötu rapparans. Inter ultras from the Curva Nord section of their stadium have received a song credit on Kanye West's latest album, ‘Vultures 1’, with Ty Dolla Sign. A choir made up of Nerazzurri followers features on the tracks ‘Stars’ and ‘Carnival’. Kanye, watching the UCL game tonight.… pic.twitter.com/1OcfJoILOd— EuroFoot (@eurofootcom) February 20, 2024 Heyra má í stuðningsmönnum Inter í tveimur lögum rapparans á plötunni, sem bera nöfnin Stars og Carnival. Platan kom út fyrir tíu dögum síðan og er síðarnefnda lagið, Carnival, mest spilaða lag plötunnar með rétt tæplega fimmtíu milljónir spilanna á tónlistarveitunni Spotify þegar þetta er ritað. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tónlist Tengdar fréttir Inter fer með forystuna til Spánar Internazionale, toppliðið á Ítalíu, vann sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Atletico Madrid, liðinu í fjórða sæti á Spáni, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 20. febrúar 2024 21:55 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira
Ye vakti mikla athygli er hann gekk inn á leikvanginn með fylgdarliði sínu, klæddur í svarta grímu sem huldi andlit hans algjörlega. Rapparinn umdeildi gerði sér þó ekki ferð til Ítalíu sérstaklega til þess að fylgjast með viðureign Inter og Atlético Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann verður með tónleika í borginni Bologna á laugardag og tók krók á leið sinni til að fylgjast með leiknum. Ye gaf út plötu á dögunum sem ber nafnið Vultures1. Vera bandaríska rapparans Kanye West á leik í Meistaradeild Evrópu myndi líklega alla jafna ekki rata á íslenska íþróttamiðla, nema fyrir þær sakir að hluti af blóðheitustu stuðningsmönnum Inter, svokölluðum „Ultras,“ sungu inn á plötu rapparans. Inter ultras from the Curva Nord section of their stadium have received a song credit on Kanye West's latest album, ‘Vultures 1’, with Ty Dolla Sign. A choir made up of Nerazzurri followers features on the tracks ‘Stars’ and ‘Carnival’. Kanye, watching the UCL game tonight.… pic.twitter.com/1OcfJoILOd— EuroFoot (@eurofootcom) February 20, 2024 Heyra má í stuðningsmönnum Inter í tveimur lögum rapparans á plötunni, sem bera nöfnin Stars og Carnival. Platan kom út fyrir tíu dögum síðan og er síðarnefnda lagið, Carnival, mest spilaða lag plötunnar með rétt tæplega fimmtíu milljónir spilanna á tónlistarveitunni Spotify þegar þetta er ritað.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tónlist Tengdar fréttir Inter fer með forystuna til Spánar Internazionale, toppliðið á Ítalíu, vann sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Atletico Madrid, liðinu í fjórða sæti á Spáni, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 20. febrúar 2024 21:55 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira
Inter fer með forystuna til Spánar Internazionale, toppliðið á Ítalíu, vann sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Atletico Madrid, liðinu í fjórða sæti á Spáni, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 20. febrúar 2024 21:55