Lá við slysi æfingavélar og farþegavélar sem stefndu á sömu flugbraut Jón Þór Stefánsson skrifar 21. febrúar 2024 12:11 Atvikið sem málið varðar átti sér stað við Keflavíkurflugvöll. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Litlu munaði að flugslys yrði við Keflavíkurflugvöll þann 22. ágúst 2020 þegar æfingaflugvél og farþegaflugvél voru í lokalegg aðflugs að sömu flugbraut á sama tíma. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, en þar er málið flokkað sem alvarlegt atvik í flugsamgöngum. Um hafi verið að ræða atvik þar sem lá við slysi. Samkvæmt gögnum málsins var fjarlægð milli vélanna minnst 225 fet, eða tæplega sjötíu metrar, lóðrétt og 0,59 sjómílur, eða rúmur kílómetri, lárétt. Þegar lárétta vegalengdin var sem minnst þá var hálfur kílómetri á milli vélanna, en 600 fet lóðrétt sem jafngildir rúmlega 180 metrum. Fram kemur að vélarnar hafi þó báðar lent með öruggum hætti á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir að atvikið sem málið varðar átti sér stað. Sáu hina vélina skyndilega á ratsjánni Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er forsaga atviksins rakin. Flugmenn æfingaflugvélarinnar, nemandi og leiðbeinandi, höfðu beðið um leyfi til að lenda og flugturn Keflavíkurflugvallar móttekið það og beðið um að þeir myndu skýra frá stöðu sinni þegar vél þeirra færi yfir Patterson, örnefni sem vísar til Patterson-flugvallar bandaríska hersins frá seinni heimsstyrjöldinni, sem er skammt frá Keflavíkurflugvelli. Æfingavélin, sem var af gerðinni Diamond DA-20, fór hins vegar yfir Patterson án þess að flugmennirnir gerðu flugturninum viðvart. Þeir stefndu að flugbraut 1, en í sömu andrá var farþegaflugvél, af gerðinni Airbus A320, að fljúga að sömu braut. Fram kemur að farþegaflugvélin hafi fengið leyfi til að lenda á flugbrautinni þegar vélin var sjö sjómílum frá henni, en það var fimm og hálfri mínútu eftir síðustu skilaboðin við æfingaflugvélina bárust. Þegar fjórar sjómílur voru að flugbrautinni tók áhöfn farþegaflugvélarinnar eftir æfingavélinni á ratsjá sinni. Eftir að áhöfnin sá æfingavélina heyrði hún talstöðvarskilaboð frá henni um að hún væri komin á lokalegg aðflugs síns að flugbrautinni. Þá ákvað áhöfn farþegavélarinnar að hætta við lendingu og fékk í kjölfarið viðvörun úr öryggiskerfi sínu. Skýringarmynd úr skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þar má meðal annars sjá Patterson-svæðið.RNSA Fram kemur að á ákveðnum tímapunkti hafi leiðbeinandi æfingavélarinnar áttað sig á aðstæðunum og tekið yfir stjórn vélarinnar sem og talstöðvasamskipti og flogið vélinni í átt að Höfnum, samkvæmt fyrirmælum úr flugturninum. Einn fylgdist með mörgum rásum Í niðurstöðukafla skýrslunnar er farið yfir þá hluti sem fóru úrskeiðis svo þessi staða hafi myndast. Þar er bæði minnst á að flugmenn æfingavélarinnar hafi ekki greint frá stöðu sinni þegar þeir voru yfir Patterson, þá hafi þeir ekki heyrt í samskiptum farþegaflugvélarinnar og flugturnsins. Einnig kemur fram að einn einstaklingur í flugturninum hafi verið að fylgjast með mörgum tíðnum í talstöðvasamskiptum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur meðal annars til í skýrslu sinni að tekið verði til skoðunar að sameina talstöðvatíðnir tímabundið þegar einn einstaklingur að fylgjast með fleiri en einni. Fréttir af flugi Samgönguslys Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, en þar er málið flokkað sem alvarlegt atvik í flugsamgöngum. Um hafi verið að ræða atvik þar sem lá við slysi. Samkvæmt gögnum málsins var fjarlægð milli vélanna minnst 225 fet, eða tæplega sjötíu metrar, lóðrétt og 0,59 sjómílur, eða rúmur kílómetri, lárétt. Þegar lárétta vegalengdin var sem minnst þá var hálfur kílómetri á milli vélanna, en 600 fet lóðrétt sem jafngildir rúmlega 180 metrum. Fram kemur að vélarnar hafi þó báðar lent með öruggum hætti á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir að atvikið sem málið varðar átti sér stað. Sáu hina vélina skyndilega á ratsjánni Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er forsaga atviksins rakin. Flugmenn æfingaflugvélarinnar, nemandi og leiðbeinandi, höfðu beðið um leyfi til að lenda og flugturn Keflavíkurflugvallar móttekið það og beðið um að þeir myndu skýra frá stöðu sinni þegar vél þeirra færi yfir Patterson, örnefni sem vísar til Patterson-flugvallar bandaríska hersins frá seinni heimsstyrjöldinni, sem er skammt frá Keflavíkurflugvelli. Æfingavélin, sem var af gerðinni Diamond DA-20, fór hins vegar yfir Patterson án þess að flugmennirnir gerðu flugturninum viðvart. Þeir stefndu að flugbraut 1, en í sömu andrá var farþegaflugvél, af gerðinni Airbus A320, að fljúga að sömu braut. Fram kemur að farþegaflugvélin hafi fengið leyfi til að lenda á flugbrautinni þegar vélin var sjö sjómílum frá henni, en það var fimm og hálfri mínútu eftir síðustu skilaboðin við æfingaflugvélina bárust. Þegar fjórar sjómílur voru að flugbrautinni tók áhöfn farþegaflugvélarinnar eftir æfingavélinni á ratsjá sinni. Eftir að áhöfnin sá æfingavélina heyrði hún talstöðvarskilaboð frá henni um að hún væri komin á lokalegg aðflugs síns að flugbrautinni. Þá ákvað áhöfn farþegavélarinnar að hætta við lendingu og fékk í kjölfarið viðvörun úr öryggiskerfi sínu. Skýringarmynd úr skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þar má meðal annars sjá Patterson-svæðið.RNSA Fram kemur að á ákveðnum tímapunkti hafi leiðbeinandi æfingavélarinnar áttað sig á aðstæðunum og tekið yfir stjórn vélarinnar sem og talstöðvasamskipti og flogið vélinni í átt að Höfnum, samkvæmt fyrirmælum úr flugturninum. Einn fylgdist með mörgum rásum Í niðurstöðukafla skýrslunnar er farið yfir þá hluti sem fóru úrskeiðis svo þessi staða hafi myndast. Þar er bæði minnst á að flugmenn æfingavélarinnar hafi ekki greint frá stöðu sinni þegar þeir voru yfir Patterson, þá hafi þeir ekki heyrt í samskiptum farþegaflugvélarinnar og flugturnsins. Einnig kemur fram að einn einstaklingur í flugturninum hafi verið að fylgjast með mörgum tíðnum í talstöðvasamskiptum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur meðal annars til í skýrslu sinni að tekið verði til skoðunar að sameina talstöðvatíðnir tímabundið þegar einn einstaklingur að fylgjast með fleiri en einni.
Fréttir af flugi Samgönguslys Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira