Lá við slysi æfingavélar og farþegavélar sem stefndu á sömu flugbraut Jón Þór Stefánsson skrifar 21. febrúar 2024 12:11 Atvikið sem málið varðar átti sér stað við Keflavíkurflugvöll. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Litlu munaði að flugslys yrði við Keflavíkurflugvöll þann 22. ágúst 2020 þegar æfingaflugvél og farþegaflugvél voru í lokalegg aðflugs að sömu flugbraut á sama tíma. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, en þar er málið flokkað sem alvarlegt atvik í flugsamgöngum. Um hafi verið að ræða atvik þar sem lá við slysi. Samkvæmt gögnum málsins var fjarlægð milli vélanna minnst 225 fet, eða tæplega sjötíu metrar, lóðrétt og 0,59 sjómílur, eða rúmur kílómetri, lárétt. Þegar lárétta vegalengdin var sem minnst þá var hálfur kílómetri á milli vélanna, en 600 fet lóðrétt sem jafngildir rúmlega 180 metrum. Fram kemur að vélarnar hafi þó báðar lent með öruggum hætti á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir að atvikið sem málið varðar átti sér stað. Sáu hina vélina skyndilega á ratsjánni Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er forsaga atviksins rakin. Flugmenn æfingaflugvélarinnar, nemandi og leiðbeinandi, höfðu beðið um leyfi til að lenda og flugturn Keflavíkurflugvallar móttekið það og beðið um að þeir myndu skýra frá stöðu sinni þegar vél þeirra færi yfir Patterson, örnefni sem vísar til Patterson-flugvallar bandaríska hersins frá seinni heimsstyrjöldinni, sem er skammt frá Keflavíkurflugvelli. Æfingavélin, sem var af gerðinni Diamond DA-20, fór hins vegar yfir Patterson án þess að flugmennirnir gerðu flugturninum viðvart. Þeir stefndu að flugbraut 1, en í sömu andrá var farþegaflugvél, af gerðinni Airbus A320, að fljúga að sömu braut. Fram kemur að farþegaflugvélin hafi fengið leyfi til að lenda á flugbrautinni þegar vélin var sjö sjómílum frá henni, en það var fimm og hálfri mínútu eftir síðustu skilaboðin við æfingaflugvélina bárust. Þegar fjórar sjómílur voru að flugbrautinni tók áhöfn farþegaflugvélarinnar eftir æfingavélinni á ratsjá sinni. Eftir að áhöfnin sá æfingavélina heyrði hún talstöðvarskilaboð frá henni um að hún væri komin á lokalegg aðflugs síns að flugbrautinni. Þá ákvað áhöfn farþegavélarinnar að hætta við lendingu og fékk í kjölfarið viðvörun úr öryggiskerfi sínu. Skýringarmynd úr skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þar má meðal annars sjá Patterson-svæðið.RNSA Fram kemur að á ákveðnum tímapunkti hafi leiðbeinandi æfingavélarinnar áttað sig á aðstæðunum og tekið yfir stjórn vélarinnar sem og talstöðvasamskipti og flogið vélinni í átt að Höfnum, samkvæmt fyrirmælum úr flugturninum. Einn fylgdist með mörgum rásum Í niðurstöðukafla skýrslunnar er farið yfir þá hluti sem fóru úrskeiðis svo þessi staða hafi myndast. Þar er bæði minnst á að flugmenn æfingavélarinnar hafi ekki greint frá stöðu sinni þegar þeir voru yfir Patterson, þá hafi þeir ekki heyrt í samskiptum farþegaflugvélarinnar og flugturnsins. Einnig kemur fram að einn einstaklingur í flugturninum hafi verið að fylgjast með mörgum tíðnum í talstöðvasamskiptum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur meðal annars til í skýrslu sinni að tekið verði til skoðunar að sameina talstöðvatíðnir tímabundið þegar einn einstaklingur að fylgjast með fleiri en einni. Fréttir af flugi Samgönguslys Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, en þar er málið flokkað sem alvarlegt atvik í flugsamgöngum. Um hafi verið að ræða atvik þar sem lá við slysi. Samkvæmt gögnum málsins var fjarlægð milli vélanna minnst 225 fet, eða tæplega sjötíu metrar, lóðrétt og 0,59 sjómílur, eða rúmur kílómetri, lárétt. Þegar lárétta vegalengdin var sem minnst þá var hálfur kílómetri á milli vélanna, en 600 fet lóðrétt sem jafngildir rúmlega 180 metrum. Fram kemur að vélarnar hafi þó báðar lent með öruggum hætti á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir að atvikið sem málið varðar átti sér stað. Sáu hina vélina skyndilega á ratsjánni Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er forsaga atviksins rakin. Flugmenn æfingaflugvélarinnar, nemandi og leiðbeinandi, höfðu beðið um leyfi til að lenda og flugturn Keflavíkurflugvallar móttekið það og beðið um að þeir myndu skýra frá stöðu sinni þegar vél þeirra færi yfir Patterson, örnefni sem vísar til Patterson-flugvallar bandaríska hersins frá seinni heimsstyrjöldinni, sem er skammt frá Keflavíkurflugvelli. Æfingavélin, sem var af gerðinni Diamond DA-20, fór hins vegar yfir Patterson án þess að flugmennirnir gerðu flugturninum viðvart. Þeir stefndu að flugbraut 1, en í sömu andrá var farþegaflugvél, af gerðinni Airbus A320, að fljúga að sömu braut. Fram kemur að farþegaflugvélin hafi fengið leyfi til að lenda á flugbrautinni þegar vélin var sjö sjómílum frá henni, en það var fimm og hálfri mínútu eftir síðustu skilaboðin við æfingaflugvélina bárust. Þegar fjórar sjómílur voru að flugbrautinni tók áhöfn farþegaflugvélarinnar eftir æfingavélinni á ratsjá sinni. Eftir að áhöfnin sá æfingavélina heyrði hún talstöðvarskilaboð frá henni um að hún væri komin á lokalegg aðflugs síns að flugbrautinni. Þá ákvað áhöfn farþegavélarinnar að hætta við lendingu og fékk í kjölfarið viðvörun úr öryggiskerfi sínu. Skýringarmynd úr skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þar má meðal annars sjá Patterson-svæðið.RNSA Fram kemur að á ákveðnum tímapunkti hafi leiðbeinandi æfingavélarinnar áttað sig á aðstæðunum og tekið yfir stjórn vélarinnar sem og talstöðvasamskipti og flogið vélinni í átt að Höfnum, samkvæmt fyrirmælum úr flugturninum. Einn fylgdist með mörgum rásum Í niðurstöðukafla skýrslunnar er farið yfir þá hluti sem fóru úrskeiðis svo þessi staða hafi myndast. Þar er bæði minnst á að flugmenn æfingavélarinnar hafi ekki greint frá stöðu sinni þegar þeir voru yfir Patterson, þá hafi þeir ekki heyrt í samskiptum farþegaflugvélarinnar og flugturnsins. Einnig kemur fram að einn einstaklingur í flugturninum hafi verið að fylgjast með mörgum tíðnum í talstöðvasamskiptum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur meðal annars til í skýrslu sinni að tekið verði til skoðunar að sameina talstöðvatíðnir tímabundið þegar einn einstaklingur að fylgjast með fleiri en einni.
Fréttir af flugi Samgönguslys Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira