Ungir fasteignaeigendur tapi öllu við uppkaup ríkisins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. febrúar 2024 20:34 Sævar Þór Birgisson er einn þeirra sem spyr hvað verði um unga fólkið. vísir/einar árnason Ungir fasteignaeigendur sem keyptu nýverið sína fyrstu eign í Grindavík tapa margir hverjir öllu sínu eigin fé og koma út í milljóna tapi við uppkaup ríkisins að sögn Grindvíkings. Hann vill að ríkisstjórnin geri meira til að grípa unga kaupendur. Þrír Grindvíkingar sendu í dag opið bréf á fjölmiðla þar sem skortur á stuðningi við unga kaupendur í Grindavík er gagnrýndur. Í bréfinu segir að þó greiðsla byggð á brunabótamati komi sér vel í ákveðnum tilvikum geri hún það ekki í tilfelli fyrstu kaupenda. „Brunabótamatið nær ekki að endurspegla þessar minni íbúðir og ekki 95 prósent, miðað við markaðsverðið í Grindavík, sérstaklega af þessum minni íbúðum sem fyrstu kaupendur eru að leitast eftir,“ segir Sævar Þór Birgisson Grindvíkingur. Fyrstu kaupendur stórtapi á stöðunni. „Við sem þjóðfélag höfum svolítið lifað á því að fara í skuldsett fasteignakaup með þeirri von um að fasteignaverð hækki.“ Sævar segir fyrstu kaupendur í erfiðri stöðu.vísir/einar árnason „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem einstaklingar fara út af fasteignamarkaði með neikvætt eigið fé, ábyggilega bara síðan 2008.“ Hópurinn gagnrýnir sérstaklega að veðflutningur sé ekki heimilaður og því neyðist fyrstu kaupendur til að taka ný lán með öðrum kjörum. „Og þá er bara spurning hvort þeir standist undir greiðslumatinu miðað við 35 prósent greiðslubyrðarhlutfall Seðlabankans.“ Margir í óvissunni Þá séu nokkrir sem keyptu sína fyrstu eign í Grindavík fyrir rýminguna þann 10. nóvember en fengu hana aldrei afhenda vegna stöðunnar. Þrátt fyrir að fasteignakaupalög kveði á um að áhættuskiptin flytjist til kaupanda við afhendingu séu margir í þeirri stöðu að seljandinn varpi ábyrgðinni yfir á kaupandann. „Þeir eru í mikilli réttaróvissu og þetta er mál sem líklegast verður leitt fyrir dómstóla en það tekur einhvern tíma að fá úr þessu skorið um hvar ábyrgðin liggur á endanum.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Þrír Grindvíkingar sendu í dag opið bréf á fjölmiðla þar sem skortur á stuðningi við unga kaupendur í Grindavík er gagnrýndur. Í bréfinu segir að þó greiðsla byggð á brunabótamati komi sér vel í ákveðnum tilvikum geri hún það ekki í tilfelli fyrstu kaupenda. „Brunabótamatið nær ekki að endurspegla þessar minni íbúðir og ekki 95 prósent, miðað við markaðsverðið í Grindavík, sérstaklega af þessum minni íbúðum sem fyrstu kaupendur eru að leitast eftir,“ segir Sævar Þór Birgisson Grindvíkingur. Fyrstu kaupendur stórtapi á stöðunni. „Við sem þjóðfélag höfum svolítið lifað á því að fara í skuldsett fasteignakaup með þeirri von um að fasteignaverð hækki.“ Sævar segir fyrstu kaupendur í erfiðri stöðu.vísir/einar árnason „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem einstaklingar fara út af fasteignamarkaði með neikvætt eigið fé, ábyggilega bara síðan 2008.“ Hópurinn gagnrýnir sérstaklega að veðflutningur sé ekki heimilaður og því neyðist fyrstu kaupendur til að taka ný lán með öðrum kjörum. „Og þá er bara spurning hvort þeir standist undir greiðslumatinu miðað við 35 prósent greiðslubyrðarhlutfall Seðlabankans.“ Margir í óvissunni Þá séu nokkrir sem keyptu sína fyrstu eign í Grindavík fyrir rýminguna þann 10. nóvember en fengu hana aldrei afhenda vegna stöðunnar. Þrátt fyrir að fasteignakaupalög kveði á um að áhættuskiptin flytjist til kaupanda við afhendingu séu margir í þeirri stöðu að seljandinn varpi ábyrgðinni yfir á kaupandann. „Þeir eru í mikilli réttaróvissu og þetta er mál sem líklegast verður leitt fyrir dómstóla en það tekur einhvern tíma að fá úr þessu skorið um hvar ábyrgðin liggur á endanum.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira