Hópur fólks finni fyrir þrýstingi um að fara inn í Grindavík Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. febrúar 2024 19:04 Hörður Guðbrandsson er formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Vísir/Einar Tugir mættu til vinnu í Grindavík í dag eftir langt hlé. Á sama tíma er bærinn alveg vatnslaus, en vonir standa til að köldu vatni verði komið á hafnarsvæði bæjarins á morgun. Verkalýðsleiðtogi í Grindavík er gagnrýninn á opnun bæjarins. „Þetta virkar á mig eins og geðþóttaákvörðun út í loftið, þetta er ekkert rökstutt. Það er ekkert kalt vatn í bænum, það er ekkert heitt neysluvatn í bænum og það er ekki vitað hvernig holræsakerfið virkar undir álagi. Af þessu ástæðum tel ég þetta bara ekki forsvaranlegt eins og er,“ segir Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Hann segir að vissulega hafi sumir Grindvíkingar sótt það hart að fá að fara í bæinn til að sinna atvinnustarfsemi. Slík mál þurfi þó að nálgast af skynsemi. „Og á grundvelli öryggis og bestu fáanlegu upplýsinga hjá sérfræðingum í jarðfræði.“ Koma þurfi til móts við fólk Hörður segist þekkja dæmi þess að fólk sé beitt þrýstingi til að mæta til vinnu í bænum, en treysti sér þó ekki til þess í núverandi ástandi. „Við höfum fengið hóp af fólki, verkalýðsfélögin í Grindavík, til okkar sem treystir sér ekki til að fara inn á þessu svæði,“ segir Hörður. Um tugi fólks sé að ræða. Þó vilji meirihluti fólks mæta til vinnu. Hann segir nauðsynlegt að koma til móts við þetta fólk sem ekki treysti sér til að starfa í bænum, nú þegar búið er að opna hann. „Við erum komin með einhvern hóp inn á sjúkrasjóði hjá verkalýðsfélögunum, sem er í það miklu áfalli að þau treysta sér ekki til að fara aftur.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
„Þetta virkar á mig eins og geðþóttaákvörðun út í loftið, þetta er ekkert rökstutt. Það er ekkert kalt vatn í bænum, það er ekkert heitt neysluvatn í bænum og það er ekki vitað hvernig holræsakerfið virkar undir álagi. Af þessu ástæðum tel ég þetta bara ekki forsvaranlegt eins og er,“ segir Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Hann segir að vissulega hafi sumir Grindvíkingar sótt það hart að fá að fara í bæinn til að sinna atvinnustarfsemi. Slík mál þurfi þó að nálgast af skynsemi. „Og á grundvelli öryggis og bestu fáanlegu upplýsinga hjá sérfræðingum í jarðfræði.“ Koma þurfi til móts við fólk Hörður segist þekkja dæmi þess að fólk sé beitt þrýstingi til að mæta til vinnu í bænum, en treysti sér þó ekki til þess í núverandi ástandi. „Við höfum fengið hóp af fólki, verkalýðsfélögin í Grindavík, til okkar sem treystir sér ekki til að fara inn á þessu svæði,“ segir Hörður. Um tugi fólks sé að ræða. Þó vilji meirihluti fólks mæta til vinnu. Hann segir nauðsynlegt að koma til móts við þetta fólk sem ekki treysti sér til að starfa í bænum, nú þegar búið er að opna hann. „Við erum komin með einhvern hóp inn á sjúkrasjóði hjá verkalýðsfélögunum, sem er í það miklu áfalli að þau treysta sér ekki til að fara aftur.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira