Freista þess að hindra byggingu risaplastverksmiðju Ratcliffe Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. febrúar 2024 06:56 Ratcliffe vandar Evrópusambandinu ekki kveðjurnar og segir löggjöf og skrifræði á svæðinu „kæfandi“. Getty/Bryn Lennon Hópur umhverfisverndarsamtaka hyggst höfða mál til að freista þess að koma í veg fyrir byggingu efnavinnsluvers í Antwerpen í Belgíu en um yrði að ræða stærsta ver þessarar tegundar sem reist er í Evrópu í 30 ár. Það er Inos, fyrirtæki í eigu Íslandsvinarins og auðjöfursins Jim Ratcliffe, sem hyggur á framkvæmdirnar. Verkefnið ber yfirskriftina Project One. Client Earth skilaði inn gögnum til dómstóla í gær fyrir hönd umhverfisverndarsamtakanna en þau segja yfirvöld ekki hafa tekið tillit til áhrifa efnavinnsluversins á fólk, náttúruna og loftslagið þegar leyfi voru gefin út. Um er að ræða svokallaða „cracking“ verksmiðju, þar sem etýlen er aðskilið frá náttúrulegu gasi en efnið er síðan unnið áfram til notkunar í plastframleiðslu. Samkvæmt umfjöllun Guardian er verksmiðjan af þeirri stærðargráðu að framleiðslugeta hennar er umfram allt sem áður hefur sést í Evrópu. Verksmiðjan er sögð munu kosta um þrjá milljarða evra en náttúruverndarsamtökin unnu áfangasigur fyrir dómstólum í fyrra þegar þau héldu því fram að Ineos hefði ekki upplýst yfirvöld um heildaráhrif verkefnsins á nærliggjandi umhverfi. Dómstóllinn, sem fjallar um framkvæmdaleyfi, tók undir málflutning samtakanna og sagði að yfirvöld hefðu ekki átt að gefa út leyfi með takmarkaðar upplýsingar. Ný leyfi voru hins vegar gefin út í janúar síðastliðnum. Ratcliffe sagði af því tilefni við dagblaðið De Tijd að hann væri „mikill aðdáandi“ Bart De Wever, borgarstjóra Antwerpen, og forsætisráðherrans Alexander De Croo. Verkefninu hefði ekki verið hrundið af stað nema með stuðningi yfirvalda. Auðjöfurinn sagði löggjöf og skrifræði Evrópu „kæfandi“ en talsmenn Client Earth benda hins vegar á gríðarlega skaðsemi plasts, sem hefur verið að koma betur og betur í ljós. Plastagnir finnast nú út um allan heim og jafnvel í öndunarfærum manna og dýra. „Project One myndi kynda undir aukna plastframleiðslu þegar við erum nú þegar komin á þann stað að hún má ekki aukast,“ segir Tatiana Luján hjá Client Earth. „Plast er umhverfismál, mál sem varðar fólk og loftslagið. Að heimila byggingu stærstu plastverksmiðju Evrópu væri ekki bara staðbundið umhverfisslys heldur aðför á alþjóðavísu.“ Belgía Bretland Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Sjá meira
Það er Inos, fyrirtæki í eigu Íslandsvinarins og auðjöfursins Jim Ratcliffe, sem hyggur á framkvæmdirnar. Verkefnið ber yfirskriftina Project One. Client Earth skilaði inn gögnum til dómstóla í gær fyrir hönd umhverfisverndarsamtakanna en þau segja yfirvöld ekki hafa tekið tillit til áhrifa efnavinnsluversins á fólk, náttúruna og loftslagið þegar leyfi voru gefin út. Um er að ræða svokallaða „cracking“ verksmiðju, þar sem etýlen er aðskilið frá náttúrulegu gasi en efnið er síðan unnið áfram til notkunar í plastframleiðslu. Samkvæmt umfjöllun Guardian er verksmiðjan af þeirri stærðargráðu að framleiðslugeta hennar er umfram allt sem áður hefur sést í Evrópu. Verksmiðjan er sögð munu kosta um þrjá milljarða evra en náttúruverndarsamtökin unnu áfangasigur fyrir dómstólum í fyrra þegar þau héldu því fram að Ineos hefði ekki upplýst yfirvöld um heildaráhrif verkefnsins á nærliggjandi umhverfi. Dómstóllinn, sem fjallar um framkvæmdaleyfi, tók undir málflutning samtakanna og sagði að yfirvöld hefðu ekki átt að gefa út leyfi með takmarkaðar upplýsingar. Ný leyfi voru hins vegar gefin út í janúar síðastliðnum. Ratcliffe sagði af því tilefni við dagblaðið De Tijd að hann væri „mikill aðdáandi“ Bart De Wever, borgarstjóra Antwerpen, og forsætisráðherrans Alexander De Croo. Verkefninu hefði ekki verið hrundið af stað nema með stuðningi yfirvalda. Auðjöfurinn sagði löggjöf og skrifræði Evrópu „kæfandi“ en talsmenn Client Earth benda hins vegar á gríðarlega skaðsemi plasts, sem hefur verið að koma betur og betur í ljós. Plastagnir finnast nú út um allan heim og jafnvel í öndunarfærum manna og dýra. „Project One myndi kynda undir aukna plastframleiðslu þegar við erum nú þegar komin á þann stað að hún má ekki aukast,“ segir Tatiana Luján hjá Client Earth. „Plast er umhverfismál, mál sem varðar fólk og loftslagið. Að heimila byggingu stærstu plastverksmiðju Evrópu væri ekki bara staðbundið umhverfisslys heldur aðför á alþjóðavísu.“
Belgía Bretland Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Sjá meira