Áfallið kalli á heildarendurskoðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 14:18 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Þingmaður Pírata lýsir yfir áhyggjum af því að stjórnvöld hyggist fjármagna uppkaup á húsnæði Grindvíkinga með lántöku en ekki sértækri skattheimtu. Þá veltir hún því upp hvort verið sé að stefna getu þjóðarinnar til að bregðast við náttúruhamförum í hættu með því að ganga á sjóði náttúruhamfaratrygginga. Fjármálaráðherra segir þörf á heildarendurskoðun málaflokksins. Meirihlutar fjárlaganefndar og efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggja til talsverðar breytingar á frumvarpi fjármálaráðherra um uppkaup húsnæðis Grindvíkinga. Í álitunum, sem birt voru í gærkvöldi, kemur meðal annars fram að kostnaður ríkisins verði heldur meiri en áður var gert ráð fyrir - og þannig lagt til að ríkið megi taka 230 milljarða lán til að fjármagna uppkaupin í stað 200. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata gagnrýndi stjórnvöld í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun fyrir fyrirhugaða lántöku. „Hvers vegna var ekki farin sú leið að fjármagna þessar aðgerðir til dæmis með sértækri skattheimtu. Hækkun fjármagnstekjuskatts, hvalrekaskatts, bankaskatts, svo við séum að taka nokkur dæmi um skatta sem gætu slegið á þensluna og þar með unnið með markmiðum ríkisstjórnarinnar um að vera eitthvað annað en í besta falli hlutlaus þegar kemur að því að tækla verðbólguna,“ sagði Þórhildur Sunna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Arnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði það vissulega rétt að það aðhald sem lagt var upp með í fjárlögum fyrir árið þurrkist út við uppkaupin, að óbreyttu. Aðgerðin kalli á endurskoðun. „Vegna þess að ef að við meinum það að við viljum vera með ríkisfjármálin þannig að þau styðji við verðbólgumarkmið seðlabankans og við náum árangri í því stóra verkefni sem við erum öll sammála um að vilja gera, þá mun það kalla á fórnir,“ sagði Þórdís Kolbrún. Þá innti Þórhildur Sunna ráðherra eftir því hvernig hægt væri að taka háar fjárhæðir úr náttúruhamfaratryggingasjóði við uppkaupin en tryggja um leið að gjaldþol stofnunarinnar líði fyrir það. „Er ekki verið að stefna framtíðarviðnámsþoli gagnvart náttúruhamförum í tvísýnu með því að koma svona fram við þennan sjóð sem ekki er ætlaður að bæta annað en það tjón sem verður af náttúruhamförum?“ spurði Þórhildur Sunna. Ráðherra sagði þetta enn í skoðun. „Ég tel nú að þetta áfall kalli á heildarendurskoðun á því hvernig við fjármögnum náttúruhamfarir. Við erum með ofanflóðasjóð, náttúruhamfaratryggingar og það er þarna gat með það tjón sem við stöndum frammi fyrir núna og við þurfum einfaldlega að endurskoða það heilt yfir,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra. Efnahagsmál Grindavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Píratar Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Meirihlutar fjárlaganefndar og efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggja til talsverðar breytingar á frumvarpi fjármálaráðherra um uppkaup húsnæðis Grindvíkinga. Í álitunum, sem birt voru í gærkvöldi, kemur meðal annars fram að kostnaður ríkisins verði heldur meiri en áður var gert ráð fyrir - og þannig lagt til að ríkið megi taka 230 milljarða lán til að fjármagna uppkaupin í stað 200. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata gagnrýndi stjórnvöld í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun fyrir fyrirhugaða lántöku. „Hvers vegna var ekki farin sú leið að fjármagna þessar aðgerðir til dæmis með sértækri skattheimtu. Hækkun fjármagnstekjuskatts, hvalrekaskatts, bankaskatts, svo við séum að taka nokkur dæmi um skatta sem gætu slegið á þensluna og þar með unnið með markmiðum ríkisstjórnarinnar um að vera eitthvað annað en í besta falli hlutlaus þegar kemur að því að tækla verðbólguna,“ sagði Þórhildur Sunna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Arnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði það vissulega rétt að það aðhald sem lagt var upp með í fjárlögum fyrir árið þurrkist út við uppkaupin, að óbreyttu. Aðgerðin kalli á endurskoðun. „Vegna þess að ef að við meinum það að við viljum vera með ríkisfjármálin þannig að þau styðji við verðbólgumarkmið seðlabankans og við náum árangri í því stóra verkefni sem við erum öll sammála um að vilja gera, þá mun það kalla á fórnir,“ sagði Þórdís Kolbrún. Þá innti Þórhildur Sunna ráðherra eftir því hvernig hægt væri að taka háar fjárhæðir úr náttúruhamfaratryggingasjóði við uppkaupin en tryggja um leið að gjaldþol stofnunarinnar líði fyrir það. „Er ekki verið að stefna framtíðarviðnámsþoli gagnvart náttúruhamförum í tvísýnu með því að koma svona fram við þennan sjóð sem ekki er ætlaður að bæta annað en það tjón sem verður af náttúruhamförum?“ spurði Þórhildur Sunna. Ráðherra sagði þetta enn í skoðun. „Ég tel nú að þetta áfall kalli á heildarendurskoðun á því hvernig við fjármögnum náttúruhamfarir. Við erum með ofanflóðasjóð, náttúruhamfaratryggingar og það er þarna gat með það tjón sem við stöndum frammi fyrir núna og við þurfum einfaldlega að endurskoða það heilt yfir,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra.
Efnahagsmál Grindavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Píratar Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira