„Íbúar Gasa eins og dýr í búri“ Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2024 13:04 Bjarni svaraði fyrirspurn Þórunnar og sagði Ísland hafa gert miklu meira en önnur ríki til þess að ná út af Gasa þeim sem hefðu dvalarleyfi hér á landi. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sagðist deila áhyggjum Þórunnar Sveinbjarnardóttur Samfylkingu af stöðunni í Rafah. „Hún er hræðileg á alla vegu. Við erum að gera allt sem hægt er eftir diplómatískum leiðum til að hjálpa því fólki sem hér á í hlut að komast yfir landamærin. Það er einstök aðgerð. Hún er sömuleiðis að umfangi langt umfram það sem hefur verið tilvikið á Norðurlöndunum. En það breytir engu, við erum engu að síður mætt á staðinn og erum að þrýsta á það frá viðkomandi stjórnvöldum að þau sem eiga hér undir fái samþykki til að yfirgefa svæðið,“ sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu nú í morgun. Þórunn vildi vita hvernig á því stæði að ekki gengi sem skyldi að koma þeim þeim hælisleitendur sem hefðu dvalarleyfi en væru föst á Gasa, til Íslands. „Ég lít svo á að það sé siðferðileg skylda okkar að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að ná þeim út af Gasa. Af einhverjum ástæðum sem ég þekki ekki hefur almennum borgurum tekist að koma fólki yfir landamærin og alla leið til Íslands. Þetta snýst um það að við nýtum afl okkar í utanríkisþjónustunni til þess að gera þetta og að það verði lagður í þetta sá pólitíski vilji og þeir fjármunir og það mannafl sem þarf til að ná þeim út,“ sagði Þórunn. Hvernig ætlar Bjarni að bregðast við orðum Netayahus? Og Þórunn færðist í aukana: „Í dag eru næstum allir íbúar Gasa-svæðisins samankomnir á litlum bletti. Þau eru eins og dýr í búri, hæstvirtur forseti. Þau hafa enga leið til að flýja og það er verið að hóta allsherjarinnrás.“ Þórunn spurði Bjarna einnig út í nýfallin ummæli forsætisráðherra Ísraels, Netanyahus, þar sem hann tekur af allan vafa um afstöðu ríkisstjórnarinnar þar til tveggja ríkja lausnarinnar. „Hann segir Ísrael ekki tilbúið til þess að viðurkenna tveggja ríkja lausnina. Við höfum svo sem vitað að hægri öfgamenn í Ísrael hafa lengi verið þeirrar skoðunar og hafa látið eins og Óslóar-samkomulagið sé ekki til. Hér er um mjög harða afstöðu hægri öfgamanna í Ísrael að ræða og ég vil inna ráðherrann eftir því hvort hann hyggist bregðast sérstaklega við á opinberum vettvangi eða láta í ljós skoðun ríkisstjórnar Íslands og íslenskra stjórnvalda á þessum ummælum.“ Tveggja ríkja lausnin er haldreipið Bjarni fagnaði tækifærinu til að hafa um þetta nokkur orð: „Þetta viðhorf verður að breytast. Þetta leiðir okkur ekki neitt. Tveggja ríkja lausnin er haldreipi okkar til þess að skapa varanlegan frið. Það sama verður auðvitað að gerast hjá forystunni Palestínu-megin. Það viðhorf sem er ríkjandi til dæmis hjá þeim sem ráða förinni á Gasa verður sömuleiðis að breytast, en forystumenn þar hafa haft það að sjálfstæðu stefnumiði sínu að útrýma Ísraelsríki.“ Bjarni sagði þetta allt verða að breytast. „Við vonumst auðvitað til þess að friðarumleitanir sem nú standa yfir geti borið með sér einhverja von um langtímalausn og ég sé enga aðra leið í því en tveggja ríkja lausn.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Hælisleitendur Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
„Hún er hræðileg á alla vegu. Við erum að gera allt sem hægt er eftir diplómatískum leiðum til að hjálpa því fólki sem hér á í hlut að komast yfir landamærin. Það er einstök aðgerð. Hún er sömuleiðis að umfangi langt umfram það sem hefur verið tilvikið á Norðurlöndunum. En það breytir engu, við erum engu að síður mætt á staðinn og erum að þrýsta á það frá viðkomandi stjórnvöldum að þau sem eiga hér undir fái samþykki til að yfirgefa svæðið,“ sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu nú í morgun. Þórunn vildi vita hvernig á því stæði að ekki gengi sem skyldi að koma þeim þeim hælisleitendur sem hefðu dvalarleyfi en væru föst á Gasa, til Íslands. „Ég lít svo á að það sé siðferðileg skylda okkar að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að ná þeim út af Gasa. Af einhverjum ástæðum sem ég þekki ekki hefur almennum borgurum tekist að koma fólki yfir landamærin og alla leið til Íslands. Þetta snýst um það að við nýtum afl okkar í utanríkisþjónustunni til þess að gera þetta og að það verði lagður í þetta sá pólitíski vilji og þeir fjármunir og það mannafl sem þarf til að ná þeim út,“ sagði Þórunn. Hvernig ætlar Bjarni að bregðast við orðum Netayahus? Og Þórunn færðist í aukana: „Í dag eru næstum allir íbúar Gasa-svæðisins samankomnir á litlum bletti. Þau eru eins og dýr í búri, hæstvirtur forseti. Þau hafa enga leið til að flýja og það er verið að hóta allsherjarinnrás.“ Þórunn spurði Bjarna einnig út í nýfallin ummæli forsætisráðherra Ísraels, Netanyahus, þar sem hann tekur af allan vafa um afstöðu ríkisstjórnarinnar þar til tveggja ríkja lausnarinnar. „Hann segir Ísrael ekki tilbúið til þess að viðurkenna tveggja ríkja lausnina. Við höfum svo sem vitað að hægri öfgamenn í Ísrael hafa lengi verið þeirrar skoðunar og hafa látið eins og Óslóar-samkomulagið sé ekki til. Hér er um mjög harða afstöðu hægri öfgamanna í Ísrael að ræða og ég vil inna ráðherrann eftir því hvort hann hyggist bregðast sérstaklega við á opinberum vettvangi eða láta í ljós skoðun ríkisstjórnar Íslands og íslenskra stjórnvalda á þessum ummælum.“ Tveggja ríkja lausnin er haldreipið Bjarni fagnaði tækifærinu til að hafa um þetta nokkur orð: „Þetta viðhorf verður að breytast. Þetta leiðir okkur ekki neitt. Tveggja ríkja lausnin er haldreipi okkar til þess að skapa varanlegan frið. Það sama verður auðvitað að gerast hjá forystunni Palestínu-megin. Það viðhorf sem er ríkjandi til dæmis hjá þeim sem ráða förinni á Gasa verður sömuleiðis að breytast, en forystumenn þar hafa haft það að sjálfstæðu stefnumiði sínu að útrýma Ísraelsríki.“ Bjarni sagði þetta allt verða að breytast. „Við vonumst auðvitað til þess að friðarumleitanir sem nú standa yfir geti borið með sér einhverja von um langtímalausn og ég sé enga aðra leið í því en tveggja ríkja lausn.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Hælisleitendur Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?