Stefnir í frábært sumar hjá Inter og Sommer á sinn þátt í því Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. febrúar 2024 23:00 Yann Sommer hefur átt magnað tímabil. Marco Luzzani/Getty Images Yann Sommer hefur verið hreint út sagt magnaður í marki Inter á leiktíðinni. Liðið trónir á toppi Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, og fær varla á sig mark ásamt því að vera í fínum málum í einvígi sínu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hinn 35 ára gamli Sommer gekk í raðir Inter síðast sumar eftir eitt tímabil í röðum Bayern München. Þar varð hann Þýskalandsmeistari og spilaði töluvert af leikjum í fjarveru Manuel Neuer. Hafandi spilað í Sviss og Þýskalandi allan sinn feril þá voru efasemdaraddir í kringum vistaskipti markvarðarins til Mílanó á Ítalíu. André Onana var seldur til Manchester United og virtist Inter stökkva á ódýrasta kostinn. Það hefur nú komið í ljós að sá ódýri kostur var án efa besti kosturinn. Inter lagði Atlético Madríd 1-0 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Var það í 21. sinn sem Sommer hélt marki sínu á leiktíðinni. Raunar hefur Sommer haldið hreinu sjö sinnum oftar en hann hefur þurft að sækja boltann í net sitt. Hinn þaulreyndi Svisslendingur hefur aðeins fengið á sig 14 mörk í 32 leikjum í öllum keppnum. Ótrúlegur árangur og ljóst að Inter saknar Onana ekki neitt þar sem liðið er níu stiga forskot og leik til góða á Juventus. Yann Sommer has 7 more cleansheats than goals conceded for Inter - INSANITY Don t get any ideas, @ManUtd pic.twitter.com/FY3dGsO002— Italian Football TV (@IFTVofficial) February 21, 2024 Fyrir áhugasöm má sjá Sommer í beinni þegar Inter heimsækir Lecce á sunnudaginn kemur, 25. febrúr, klukkan 16.50. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Sommer gekk í raðir Inter síðast sumar eftir eitt tímabil í röðum Bayern München. Þar varð hann Þýskalandsmeistari og spilaði töluvert af leikjum í fjarveru Manuel Neuer. Hafandi spilað í Sviss og Þýskalandi allan sinn feril þá voru efasemdaraddir í kringum vistaskipti markvarðarins til Mílanó á Ítalíu. André Onana var seldur til Manchester United og virtist Inter stökkva á ódýrasta kostinn. Það hefur nú komið í ljós að sá ódýri kostur var án efa besti kosturinn. Inter lagði Atlético Madríd 1-0 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Var það í 21. sinn sem Sommer hélt marki sínu á leiktíðinni. Raunar hefur Sommer haldið hreinu sjö sinnum oftar en hann hefur þurft að sækja boltann í net sitt. Hinn þaulreyndi Svisslendingur hefur aðeins fengið á sig 14 mörk í 32 leikjum í öllum keppnum. Ótrúlegur árangur og ljóst að Inter saknar Onana ekki neitt þar sem liðið er níu stiga forskot og leik til góða á Juventus. Yann Sommer has 7 more cleansheats than goals conceded for Inter - INSANITY Don t get any ideas, @ManUtd pic.twitter.com/FY3dGsO002— Italian Football TV (@IFTVofficial) February 21, 2024 Fyrir áhugasöm má sjá Sommer í beinni þegar Inter heimsækir Lecce á sunnudaginn kemur, 25. febrúr, klukkan 16.50.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn