Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. febrúar 2024 00:03 Ástandinu í og við Rafaborg hefur verið lýst sem helvíti á jörðu. AP/Hatem Ali Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. Síðasta tilraun til að binda tímabundinn enda á átökin á svæðinu rann í sandinn fyrir tveimur vikum síðan þegar Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hafnaði því sem hann kallaði veruleikafirrt tilboð Hamasliða um fjögurra og hálfs mánaðar vopnahlé og brottflutning ísraelskra hermanna af Gasa. Reuters greinir frá því að Ismail Haniyeh leiðtogi Hamas hafi dvalið í Egyptalandi undanfarna daga og að það sé vísbending um að viðræður haldi áfram. Viðræður árangurslausar hingað til Hin ísraelska Stöð 12 greindi frá því að varnamálaráðuneytið hafi samþykkt að senda sendinefnd sem leiðtogi leyniþjónustunnar David Barnea fer fyrir til Parísar á morgun til viðræðna. William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA mun vera viðstaddur fundinn ásamt Sjeik Mohammed bin Abdulrahman al Thani, forsætisráðherra Katars, og Abbas Kamel, forstjóra egypsku leyniþjónustunnar. Sami Abu Zuhri, háttsettur erindreki Hamasliða, sagði í samtali við Reuters að Ísrael bæri ábyrgð á hægum gangi viðræðna. Fulltrúar Ísraela hafi dregið tilbaka áður samþykkta liði og hafi engan áhuga á að ná árangri í viðræðum. Ísraelsk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig sérstaklega um málið en Benjamín Netanjahú segir að sýni Hamasliðar sveigjanleika sé hægt að ná árangri. Hamas segist ekki munu sleppa gíslunum án tryggingar um að ísraelski herinn dragi sig úr Gasa. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Katar Egyptaland Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Síðasta tilraun til að binda tímabundinn enda á átökin á svæðinu rann í sandinn fyrir tveimur vikum síðan þegar Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hafnaði því sem hann kallaði veruleikafirrt tilboð Hamasliða um fjögurra og hálfs mánaðar vopnahlé og brottflutning ísraelskra hermanna af Gasa. Reuters greinir frá því að Ismail Haniyeh leiðtogi Hamas hafi dvalið í Egyptalandi undanfarna daga og að það sé vísbending um að viðræður haldi áfram. Viðræður árangurslausar hingað til Hin ísraelska Stöð 12 greindi frá því að varnamálaráðuneytið hafi samþykkt að senda sendinefnd sem leiðtogi leyniþjónustunnar David Barnea fer fyrir til Parísar á morgun til viðræðna. William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA mun vera viðstaddur fundinn ásamt Sjeik Mohammed bin Abdulrahman al Thani, forsætisráðherra Katars, og Abbas Kamel, forstjóra egypsku leyniþjónustunnar. Sami Abu Zuhri, háttsettur erindreki Hamasliða, sagði í samtali við Reuters að Ísrael bæri ábyrgð á hægum gangi viðræðna. Fulltrúar Ísraela hafi dregið tilbaka áður samþykkta liði og hafi engan áhuga á að ná árangri í viðræðum. Ísraelsk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig sérstaklega um málið en Benjamín Netanjahú segir að sýni Hamasliðar sveigjanleika sé hægt að ná árangri. Hamas segist ekki munu sleppa gíslunum án tryggingar um að ísraelski herinn dragi sig úr Gasa.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Katar Egyptaland Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira