Rændur af þjófum í Landsbankanum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2024 13:31 Frá Landsbankanum í Borgartúni. Vísir/Vilhelm Í hið minnsta einn viðskiptavinur Landsbankans varð fyrir barðinu á þjófum við hraðbanka í vikunni sem leið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að talin sé full ástæða til að ætla að þjófarnir muni reyna að endurtaka leikinn. Það verði annað hvort við hraðbanka Landsbankans eða annars staðar. Í því tilviki sem vitað sé um hafi virst sem fjórir einstaklingar, þrír karlar og ein kona hafi unnið saman að þjófnaðinum. Einn úr hópnum fylgdist með þegar viðskiptavinur Landsbankans setti kort sitt í hraðbanka í útibúi bankans í Borgartúni. Stela kortinu og vita PIN númerið Þegar viðskiptavinurinn hafði slegið inn PIN númerið sitt lét svikarinn líta út fyrir að viðskiptavinurinn hefði misst miða á gólfið. Á meðan hann beygði sig niður til að taka miðann upp kom annar úr þjófagenginu upp að hraðbankanum og tók kortið út. Á meðan hélt félagi hans áfram að draga athygli viðskiptavinarins frá því sem var að gerast. Þjófarnir fóru síðan þegar í stað í nálægan hraðbanka og tóku út peninga af reikningi viðskiptavinarins, enda bæði með kort hans og PIN númerið. Fram kemur í tilkynningu bankans að málið hafi verið kært til lögreglu. Það sé til rannsóknar. Aðferðir sem þessar séu vel þekktar erlendis en ekki algengar hér á landi. Bankinn ítrekar mikilvægi þess að fólk gæti að því að enginn geti séð PIN númerið þeirra þegar það er slegið inn. Mikilvægt sé að hafa varnn á gagnvart hvers kyns truflunum við úttekt penings. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Þar segir að talin sé full ástæða til að ætla að þjófarnir muni reyna að endurtaka leikinn. Það verði annað hvort við hraðbanka Landsbankans eða annars staðar. Í því tilviki sem vitað sé um hafi virst sem fjórir einstaklingar, þrír karlar og ein kona hafi unnið saman að þjófnaðinum. Einn úr hópnum fylgdist með þegar viðskiptavinur Landsbankans setti kort sitt í hraðbanka í útibúi bankans í Borgartúni. Stela kortinu og vita PIN númerið Þegar viðskiptavinurinn hafði slegið inn PIN númerið sitt lét svikarinn líta út fyrir að viðskiptavinurinn hefði misst miða á gólfið. Á meðan hann beygði sig niður til að taka miðann upp kom annar úr þjófagenginu upp að hraðbankanum og tók kortið út. Á meðan hélt félagi hans áfram að draga athygli viðskiptavinarins frá því sem var að gerast. Þjófarnir fóru síðan þegar í stað í nálægan hraðbanka og tóku út peninga af reikningi viðskiptavinarins, enda bæði með kort hans og PIN númerið. Fram kemur í tilkynningu bankans að málið hafi verið kært til lögreglu. Það sé til rannsóknar. Aðferðir sem þessar séu vel þekktar erlendis en ekki algengar hér á landi. Bankinn ítrekar mikilvægi þess að fólk gæti að því að enginn geti séð PIN númerið þeirra þegar það er slegið inn. Mikilvægt sé að hafa varnn á gagnvart hvers kyns truflunum við úttekt penings.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira