Tímaspursmál með Rúnar Má: „Þú ert að segja mér fréttir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. febrúar 2024 16:30 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA. Vísir/Bjarni Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA í Bestu deild karla, segir leikmannahóp liðsins kláran fyrir komandi tímabil. Rúnar Már Sigurjónsson er að líkindum á leið til félagsins þegar heilsa hans leyfir. „Við erum mjög ánægðir með okkar leikmannahóp og þá leikmenn sem við höfum fengið inn í vetur og hvernig þeir hafa komið inn í okkar lið, umhverfi og starf,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi þegar litið var við á Skaganum í dag. „Við erum mjög ánægðir með leikmannahópinn eins og hann er í dag og erum ekki að leita að neinum frekari styrkinugm. Við lítum svo á að við séum búnir að loka okkar leikmannahóp og klárir í að hefja Bestu deildina,“ bætir Jón við. Ekki frágengið með Rúnar Má Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur mikið verður orðaður við ÍA en hann er fluttur á Skagann. Rúnar gekk undir aðgerð á nára í vetur og er enn að ná heilsu. Klippa: Þú ert að segja mér fréttir Jón Þór var spurður hvort skipti Rúnars væru ekki hreinlega frágengin. „Það er þá spurning hvenær það verður tilkynnt. Þú ert að segja mér fréttir ef það er klárt. Það væri auðvitað bara stórkostleg viðbót við okkar góða leikmannahóp. Það er ekkert leyndarmál að við höfum unnið lengi í því að fá Rúnar Má til ÍA,“ „Hann er auðvitað fluttur til Akraness, það var fyrsta skrefið og við unnum aðeins með honum í hitteðfyrra sumar þegar hann æfði aðeins með okkur. Það er ekki nokkur einasta spurning að hvert einasta lið í deildinni myndi vilja styrkja sitt lið með leikmanni eins og Rúnari Má,“ segir Jón Þór. Samkvæmt heimildum Vísis er aðeins tímaspursmál hvenær gengið verður frá samningum. Rúnar fari með ÍA í æfingaferð á næstu vikum. Skagamenn bíði með formsatriðin á meðan Rúnar er meiddur, þar sem hann er ekki enn fær um að standast læknisskoðun. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild karla ÍA Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Sjá meira
„Við erum mjög ánægðir með okkar leikmannahóp og þá leikmenn sem við höfum fengið inn í vetur og hvernig þeir hafa komið inn í okkar lið, umhverfi og starf,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi þegar litið var við á Skaganum í dag. „Við erum mjög ánægðir með leikmannahópinn eins og hann er í dag og erum ekki að leita að neinum frekari styrkinugm. Við lítum svo á að við séum búnir að loka okkar leikmannahóp og klárir í að hefja Bestu deildina,“ bætir Jón við. Ekki frágengið með Rúnar Má Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur mikið verður orðaður við ÍA en hann er fluttur á Skagann. Rúnar gekk undir aðgerð á nára í vetur og er enn að ná heilsu. Klippa: Þú ert að segja mér fréttir Jón Þór var spurður hvort skipti Rúnars væru ekki hreinlega frágengin. „Það er þá spurning hvenær það verður tilkynnt. Þú ert að segja mér fréttir ef það er klárt. Það væri auðvitað bara stórkostleg viðbót við okkar góða leikmannahóp. Það er ekkert leyndarmál að við höfum unnið lengi í því að fá Rúnar Má til ÍA,“ „Hann er auðvitað fluttur til Akraness, það var fyrsta skrefið og við unnum aðeins með honum í hitteðfyrra sumar þegar hann æfði aðeins með okkur. Það er ekki nokkur einasta spurning að hvert einasta lið í deildinni myndi vilja styrkja sitt lið með leikmanni eins og Rúnari Má,“ segir Jón Þór. Samkvæmt heimildum Vísis er aðeins tímaspursmál hvenær gengið verður frá samningum. Rúnar fari með ÍA í æfingaferð á næstu vikum. Skagamenn bíði með formsatriðin á meðan Rúnar er meiddur, þar sem hann er ekki enn fær um að standast læknisskoðun. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Sjá meira