Afturelding byrjaði af krafti, tók forystuna með fyrsta marki leiksins en héld henni í ekki nema um tíu mínútur. Þá fóru Framarar á flug og brunuðu fram úr heimakonum sem áttu aldrei afturkvæmt.
Framararnir Alfa Brá Hagalín og Kristrún Steinþórsdóttir leiddu markaskorun í leiknum með 6 mörk. Hildur Lilja Jónsdóttir og Stefanía Ósk Engilbertsdóttir fóru mestan í liði Aftureldingar með 5 mörk hver.
Fram situr áfram 2. sæti deildarinnar, með 28 stig, og á engan möguleika á efsta sætinu lengur. Þær eru í harðri baráttu við Hauka um 2. sætið, öruggt sæti í úrslitakeppninni.
Afturelding er í næstneðsta sæti deildarinnar með 8 stig, Þór/KA eru neðstar með 5 stig og Afturelding því ekki öruggar enn.
Haukar og Þór/KA mætast klukkan 15:00.
ÍBV sótti sigur gegn ÍR fyrr í dag. Tveir leikir til viðbótar verða spilaðir í dag, að þeim loknum fer deildin í frí vegna tveggja landsleikja Íslands gegn Svíþjóð á næstu dögum. Aðeins tvær umferðir eru eftir af deildinni, þær verða spilaðar 16. og 23. mars.