Blendnar tilfinningar til breytinga hjá sundlaugunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2024 21:12 Margir sundlaugagestir munu koma til með að sjá eftir lengri kvöldsundferðum. Vísir/Samsett Blendnar tilfinningar eru meðal sundlaugargesta vegna breytinga á opnunartímum sundlauga í borginni. Dögum þar sem laugarnar standa opnar fjölgar svo um munar á árinu - en kvöldsund skerðist hins vegar talsvert. Tekin hefur verið ákvörðun hjá borginni um að fækka verulega þeim dögum þar sem laugar borgarinnar eru lokaðar. Yfir allar laugar voru slíkir dagar 71 á síðasta ári, en verða 14 á þessu ári. Breytingar á opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar, sem allar munu loka klukkustund fyrr en venjulega, til framkvæmda 1. apríl næstkomandi. Og eins og fólksins í heita pottinum er von og vísa, þá hefur það skoðanir á styttum opnunartíma á laugardags- og sunnudagskvöldum. „Það hentar mér ekki, ég nýti mér laugarnar stundum milli átta og tíu. Þannig að það kemur sér illa fyrir mig,“ segir sundlaugargesturinn Magnús Hraunfjörð Kristinsson. Ég er ekki ánægður með þetta. Ég væri alltaf til í að vera hérna lengur en til níu,“ segir Jóhann Örn. Og undir þetta tekur félagi hans, Markús Júlían. „Já, maður er svolítið mikið í ræktinn hérna og oftast fer maður á kvöldin. Þannig maður er oft að lenda í sundlauginni klukkan svona níu. Öðrum hentar þetta ill vegna vinnu. „Miðað við hvernig ég er að vinna, þá er alltaf næs að kíkja í sund eftir æfingar, late night æfingar,“ segir Theodór. Aðrir hafa minni áhyggjur af kvöldsundinu, til að mynda Gunnhildur Stefánsdóttir og Árni B. Stefánsson. „Kemur kannski ekkert sérstaklega við okkur þar sem við förum alltaf bara um hábjartan dag í sundlaugarnar og njótum þess,“ segir Gunnhildur. Færri lokanir ánægjuefni Öllu meiri ánægja var með aukinn opnunartíma á rauðum dögum. Magnús kveðst til að mynda hafa lent í því tvisvar um liðin jól að hafa komið að lokuðum dyrum í Laugardalslaug. „Fleiri rauða daga opna fyrir mig, takk.“ Gunnhildur og Árni taka undir þetta, enda reyni þau að fara daglega í sund. „Ég bara mæli með að ferðamenn séu hérna á kvöldin og svona, þegar við erum ekki,“ segir Árni. Sundlaugar Reykjavík Menning Borgarstjórn Neytendur Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Tekin hefur verið ákvörðun hjá borginni um að fækka verulega þeim dögum þar sem laugar borgarinnar eru lokaðar. Yfir allar laugar voru slíkir dagar 71 á síðasta ári, en verða 14 á þessu ári. Breytingar á opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar, sem allar munu loka klukkustund fyrr en venjulega, til framkvæmda 1. apríl næstkomandi. Og eins og fólksins í heita pottinum er von og vísa, þá hefur það skoðanir á styttum opnunartíma á laugardags- og sunnudagskvöldum. „Það hentar mér ekki, ég nýti mér laugarnar stundum milli átta og tíu. Þannig að það kemur sér illa fyrir mig,“ segir sundlaugargesturinn Magnús Hraunfjörð Kristinsson. Ég er ekki ánægður með þetta. Ég væri alltaf til í að vera hérna lengur en til níu,“ segir Jóhann Örn. Og undir þetta tekur félagi hans, Markús Júlían. „Já, maður er svolítið mikið í ræktinn hérna og oftast fer maður á kvöldin. Þannig maður er oft að lenda í sundlauginni klukkan svona níu. Öðrum hentar þetta ill vegna vinnu. „Miðað við hvernig ég er að vinna, þá er alltaf næs að kíkja í sund eftir æfingar, late night æfingar,“ segir Theodór. Aðrir hafa minni áhyggjur af kvöldsundinu, til að mynda Gunnhildur Stefánsdóttir og Árni B. Stefánsson. „Kemur kannski ekkert sérstaklega við okkur þar sem við förum alltaf bara um hábjartan dag í sundlaugarnar og njótum þess,“ segir Gunnhildur. Færri lokanir ánægjuefni Öllu meiri ánægja var með aukinn opnunartíma á rauðum dögum. Magnús kveðst til að mynda hafa lent í því tvisvar um liðin jól að hafa komið að lokuðum dyrum í Laugardalslaug. „Fleiri rauða daga opna fyrir mig, takk.“ Gunnhildur og Árni taka undir þetta, enda reyni þau að fara daglega í sund. „Ég bara mæli með að ferðamenn séu hérna á kvöldin og svona, þegar við erum ekki,“ segir Árni.
Sundlaugar Reykjavík Menning Borgarstjórn Neytendur Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira