Ekkert fær Inter stöðvað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2024 22:01 Lautaro Martínez er búinn að skora 22 mörk í 23 leikjum á leiktíðinni. EPA-EFE/ABBONDANZA SCURO LEZZI Inter, topplið Serie A – ítölsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, stefnir hraðbyr á meistaratitilinn þar í landi. Liðið vann 4-0 sigur á Lecce í dag á meðan nágrannar þess í AC Milan gerðu 1-1 jafntefli við Atalanta. Inter er að eiga rosalegt tímabil en ásamt því að sitja á toppi Serie A er liðið í góðri stöðu til að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu sem og það hefur nú þegar unnið Ofurbikar Ítalíu. Hvað leik dagsins varðar þá var staðan 1-0 gestunum frá Mílanó í vil eftir að Lautaro Marínez kom Inter yfir eftir stundarfjórðung. Davide Frattesi bætti við öðru markinu í síðari hálfleik áður en hann lagði upp þriðja markið á Martínez. Hollenski miðvörðurinn Steven de Vrij bætti svo fjórða markinu við á 67. mínútu og þar við sat. Lokatölur 0-4 og Inter í toppmálum á toppi deildarinnar þó Juventus hafi unnið dramatískan sigur fyrr í dag. Inter trónir á toppnum með 66 stig, níu meira en Juventus sem hefur leikið leik meira. Slakt gengi meistara Napolí heldur áfram en liðið gerði 1-1 jafntefli við Cagliari fyrr í dag. Nígeríski framherjinn Victor Osimhen kom meisturunum yfir á 66. mínútu en heimaliðið jafnaði þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Napolí er sem stendur í 9. sæti deildarinnar með 37 stig, ellefu stigum minna en Bologna sem situr í 4. sæti. Síðasti leikur dagsins var leikur AC Milan og Atalanta en bæði lið eru í hörku baráttu um Meistaradeildarsæti. Fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Rafael Leão kom AC Milan yfir en Teun Koopmeiners jafnaði fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu. Milan situr því í 3. sæti með 53 stig en Atalanta er í 5. sæti með 46 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Vlahović skoraði tvö og lagði upp í uppbótartímasigri Juventus Juventus vann 3-2 gegn Frosinone í 26. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, Dusan Vlahović skoraði tvö fyrir Juventus og varnarmaðurinn Daniele Rugani tryggði svo sigurinn í uppbótartíma. 25. febrúar 2024 13:40 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Inter er að eiga rosalegt tímabil en ásamt því að sitja á toppi Serie A er liðið í góðri stöðu til að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu sem og það hefur nú þegar unnið Ofurbikar Ítalíu. Hvað leik dagsins varðar þá var staðan 1-0 gestunum frá Mílanó í vil eftir að Lautaro Marínez kom Inter yfir eftir stundarfjórðung. Davide Frattesi bætti við öðru markinu í síðari hálfleik áður en hann lagði upp þriðja markið á Martínez. Hollenski miðvörðurinn Steven de Vrij bætti svo fjórða markinu við á 67. mínútu og þar við sat. Lokatölur 0-4 og Inter í toppmálum á toppi deildarinnar þó Juventus hafi unnið dramatískan sigur fyrr í dag. Inter trónir á toppnum með 66 stig, níu meira en Juventus sem hefur leikið leik meira. Slakt gengi meistara Napolí heldur áfram en liðið gerði 1-1 jafntefli við Cagliari fyrr í dag. Nígeríski framherjinn Victor Osimhen kom meisturunum yfir á 66. mínútu en heimaliðið jafnaði þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Napolí er sem stendur í 9. sæti deildarinnar með 37 stig, ellefu stigum minna en Bologna sem situr í 4. sæti. Síðasti leikur dagsins var leikur AC Milan og Atalanta en bæði lið eru í hörku baráttu um Meistaradeildarsæti. Fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Rafael Leão kom AC Milan yfir en Teun Koopmeiners jafnaði fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu. Milan situr því í 3. sæti með 53 stig en Atalanta er í 5. sæti með 46 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Vlahović skoraði tvö og lagði upp í uppbótartímasigri Juventus Juventus vann 3-2 gegn Frosinone í 26. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, Dusan Vlahović skoraði tvö fyrir Juventus og varnarmaðurinn Daniele Rugani tryggði svo sigurinn í uppbótartíma. 25. febrúar 2024 13:40 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Vlahović skoraði tvö og lagði upp í uppbótartímasigri Juventus Juventus vann 3-2 gegn Frosinone í 26. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, Dusan Vlahović skoraði tvö fyrir Juventus og varnarmaðurinn Daniele Rugani tryggði svo sigurinn í uppbótartíma. 25. febrúar 2024 13:40
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn