Krafturinn í hrósi Ingrid Kuhlman skrifar 1. mars 2024 07:01 Alþjóðlegi hrósdagurinn, sem er haldinn hátíðlegur 1. mars ár hvert, er gott tækifæri til að minna okkur á kraftinn í hrósinu. Haldið var fyrst upp á hrósdaginn í Hollandi fyrir 21 ári en hann hefur síðan þá náð útbreiðslu um heim allan, þar með talið hér á landi. Mikilvægi þess að gefa og þiggja hrós er óumdeilanlegt, hvort sem er í persónulegum samböndum, á vinnustað, í skólaumhverfi eða í íþróttum. En hvers vegna gegnir hrós svona mikilvægu hlutverki í mannlegum samskiptum? 1. Hrós eykur sjálfsöryggi og trú á eigin getu Hrós og jákvæð viðurkenning getur aukið sjálfstraust og sjálfsöryggi. Þegar einstaklingur upplifir að framlag hans sé viðurkennt og metið að verðleikum styrkir það sjálfsmynd hans. 2. Hrós eykur hvatningu Jákvæð styrking á borð við hrós og klapp á bakið getur aukið hvatningu. Að sjá framlag sitt metið hvetur fólk til að halda áfram að leggja sig fram og ná frekari árangri. 3. Hrós stuðlar að jákvæðri orku í samskiptum Í persónulegum samböndum getur hrós virkað sem staðfesting á væntumþykju og virðingu og aukið þannig tilfinningaleg tengsl milli fólks. 4. Hrós skapar uppbyggilegt andrúmsloft á vinnustað Á vinnustað getur menning sem byggir á viðurkenningu og hrósi skapað stuðningsríkt og samvinnuþýtt umhverfi. Starfsmenn sem fá reglulega hrós finna fyrir meiri starfsánægju og eru líklegri til að stuðla að jákvæðu andrúmslofti á vinnustað. 5. Hrós ýtir undir persónulegan og faglegan þroska Uppbyggileg endurgjöf eins og hrós getur ýtt undir persónulegan og faglegan þroska. Að draga fram styrkleika og árangur getur hjálpað einstaklingi við að bera kennsl á hæfileika sína og svið þar sem hann getur skarað fram úr. Þannig verður hrós til þess að efla áhuga og ástríðu. 6. Hrós hvetur til og viðheldur jákvæðri hegðun Hrós er mikilvægt tól til að viðhalda og styrkja jákvæða hegðun. Í skólum getur hrós fyrir dugnað, hugmyndaauðgi eða góðverk virkað sem hvatning fyrir nemendur til að halda áfram og efla þessar dyggðir. 7. Hrós dregur úr neikvæðum tilfinningum Hrós vekur jákvæðar tilfinningar á borð við gleði, stolt og þakklæti og getur dregið úr neikvæðum tilfinningum eins og gremju, kvíða og lágu sjálfsmati, sérstaklega í áskorunum sem fólk stendur frammi fyrir á vinnustað eða í skólum. 8. Hrós eflir menningu þakklætis Þegar einstaklingur fær þakklæti og hrós fyrir framlag sitt er hann líklegri til að hrósa öðrum og sýna þeim velvild. Þessi gagnkvæma viðurkenning skapar keðjuverkun og stuðlar að þakklætismenningu sem ýtir undir aukna hamingju, ánægju og vellíðan. 9. Hrós stuðlar að jákvæðri hegðunarbreytingu Hrós er ekki aðeins grundvallaratriði í að viðhalda jákvæðri hegðun heldur getur það einnig verið öflugt verkfæri til að hvetja til nýrrar eða breyttrar hegðunar. Hrós fyrir æskilega hegðun hvetur til endurtekningar á þeirri hegðun. 10. Hrós er viðurkenning á fjölbreytni Að hrósa fyrir og viðurkenna framlag hvers og eins, óháð kynþætti, kyni, trúarbrögðum, kynhneigð, menningarlegum bakgrunni eða fötlun, skapar umhverfi þar sem fjölbreytni er ekki aðeins viðurkennd heldur fagnað. Hrós getur þannig hvatt til inngildingar og byggt brýr á milli ólíkra hópa þannig að allir finni fyrir því að þeir tilheyri og séu metnir að verðleikum. Gerum hrós að daglegri venju Að færa öðrum hrós getur haft djúpstæð áhrif, bæði á þann sem gefur hrós og þann sem þiggur það. Gerðu því hrós að daglegri venju. Líttu í kringum þig og veittu því athygli sem vel er gert. Láttu fólk vita að þú takir eftir og metir framlag þess. Nokkur vel valin orð geta haft mikil áhrif. Greinarhöfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði. Hún hrinti hrósdeginum af stað á Íslandi árið 2013 og er stofnandi Facebook síðunnar Hrós dagsins, Hrós dagsins | Facebook Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi hrósdagurinn, sem er haldinn hátíðlegur 1. mars ár hvert, er gott tækifæri til að minna okkur á kraftinn í hrósinu. Haldið var fyrst upp á hrósdaginn í Hollandi fyrir 21 ári en hann hefur síðan þá náð útbreiðslu um heim allan, þar með talið hér á landi. Mikilvægi þess að gefa og þiggja hrós er óumdeilanlegt, hvort sem er í persónulegum samböndum, á vinnustað, í skólaumhverfi eða í íþróttum. En hvers vegna gegnir hrós svona mikilvægu hlutverki í mannlegum samskiptum? 1. Hrós eykur sjálfsöryggi og trú á eigin getu Hrós og jákvæð viðurkenning getur aukið sjálfstraust og sjálfsöryggi. Þegar einstaklingur upplifir að framlag hans sé viðurkennt og metið að verðleikum styrkir það sjálfsmynd hans. 2. Hrós eykur hvatningu Jákvæð styrking á borð við hrós og klapp á bakið getur aukið hvatningu. Að sjá framlag sitt metið hvetur fólk til að halda áfram að leggja sig fram og ná frekari árangri. 3. Hrós stuðlar að jákvæðri orku í samskiptum Í persónulegum samböndum getur hrós virkað sem staðfesting á væntumþykju og virðingu og aukið þannig tilfinningaleg tengsl milli fólks. 4. Hrós skapar uppbyggilegt andrúmsloft á vinnustað Á vinnustað getur menning sem byggir á viðurkenningu og hrósi skapað stuðningsríkt og samvinnuþýtt umhverfi. Starfsmenn sem fá reglulega hrós finna fyrir meiri starfsánægju og eru líklegri til að stuðla að jákvæðu andrúmslofti á vinnustað. 5. Hrós ýtir undir persónulegan og faglegan þroska Uppbyggileg endurgjöf eins og hrós getur ýtt undir persónulegan og faglegan þroska. Að draga fram styrkleika og árangur getur hjálpað einstaklingi við að bera kennsl á hæfileika sína og svið þar sem hann getur skarað fram úr. Þannig verður hrós til þess að efla áhuga og ástríðu. 6. Hrós hvetur til og viðheldur jákvæðri hegðun Hrós er mikilvægt tól til að viðhalda og styrkja jákvæða hegðun. Í skólum getur hrós fyrir dugnað, hugmyndaauðgi eða góðverk virkað sem hvatning fyrir nemendur til að halda áfram og efla þessar dyggðir. 7. Hrós dregur úr neikvæðum tilfinningum Hrós vekur jákvæðar tilfinningar á borð við gleði, stolt og þakklæti og getur dregið úr neikvæðum tilfinningum eins og gremju, kvíða og lágu sjálfsmati, sérstaklega í áskorunum sem fólk stendur frammi fyrir á vinnustað eða í skólum. 8. Hrós eflir menningu þakklætis Þegar einstaklingur fær þakklæti og hrós fyrir framlag sitt er hann líklegri til að hrósa öðrum og sýna þeim velvild. Þessi gagnkvæma viðurkenning skapar keðjuverkun og stuðlar að þakklætismenningu sem ýtir undir aukna hamingju, ánægju og vellíðan. 9. Hrós stuðlar að jákvæðri hegðunarbreytingu Hrós er ekki aðeins grundvallaratriði í að viðhalda jákvæðri hegðun heldur getur það einnig verið öflugt verkfæri til að hvetja til nýrrar eða breyttrar hegðunar. Hrós fyrir æskilega hegðun hvetur til endurtekningar á þeirri hegðun. 10. Hrós er viðurkenning á fjölbreytni Að hrósa fyrir og viðurkenna framlag hvers og eins, óháð kynþætti, kyni, trúarbrögðum, kynhneigð, menningarlegum bakgrunni eða fötlun, skapar umhverfi þar sem fjölbreytni er ekki aðeins viðurkennd heldur fagnað. Hrós getur þannig hvatt til inngildingar og byggt brýr á milli ólíkra hópa þannig að allir finni fyrir því að þeir tilheyri og séu metnir að verðleikum. Gerum hrós að daglegri venju Að færa öðrum hrós getur haft djúpstæð áhrif, bæði á þann sem gefur hrós og þann sem þiggur það. Gerðu því hrós að daglegri venju. Líttu í kringum þig og veittu því athygli sem vel er gert. Láttu fólk vita að þú takir eftir og metir framlag þess. Nokkur vel valin orð geta haft mikil áhrif. Greinarhöfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði. Hún hrinti hrósdeginum af stað á Íslandi árið 2013 og er stofnandi Facebook síðunnar Hrós dagsins, Hrós dagsins | Facebook
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun