Örvæntingin Sigmar Guðmundsson skrifar 27. febrúar 2024 08:00 Ég hef ekki farið í felur með þá skoðun mína að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og vímuefnavandinn. Við sem samfélag erum merkilega áhugalaus gagnvart þeirri staðreynd að um 100 einstaklingar deyja árlega úr þessum sjúkdómi. Á bak við þessa 100 einstaklinga er svo gríðarlegur fjöldi annarra sem syrgir. Enn stærri er svo hópurinn sem glímir við fíkn á hverjum einasta degi. Þetta fólk er talið í tugþúsundum. Samfélagið er steinsofandi og svo samdauna vandanum, að við kippum okkur ekki lengur upp við að 18 ára gamall drengur látist úr ofskömmtun. 18 ára drengur er dáinn úr alkóhólisma löngu áður en hann hefur aldur til að kaupa brennivín í ríkinu! Vissulega hefur þessi vandi verið að vaxa með okkur í gegnum árin en við getum ekki leyft okkur að verða svo samdauna að fórnarlömb faraldursins gleymist. Í hvert einasta sinn sem ég færi þetta í tal, hvort sem það er á Alþingi, í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum þá rignir yfir mig skilaboðum frá fólki sem á eitt sameiginlegt. Örvæntingu. Örvæntingu yfir því að börnin þeirra komast ekki í meðferð. Örvæntingu vegna þess úrræðaleysis sem þau upplifa í svokölluðu velferðarsamfélagi sem var byggt upp til að grípa okkar veikasta fólk. Á meðal aðstandenda er sú tilfinning djúpstæð að fólkið þeirra sé gleymt og grafið þótt það sé enn á lífi. Lifandi dáið. Er svona erfitt fyrir okkur að tengja við örvæntingafulla foreldra sem horfa á fárveikt barnið sitt og óttast á hverjum einasta degi að barnið deyi áður en það losnar pláss í meðferð? Ég skil ekki alveg hvar við náðum að tína þræðinum svona hressilega í þessari baráttu. Á meðan eldarnir brenna þarna úti þá erum við slíkt aumingjasamfélag að kerfin okkar keyra ekki einu sinni á fullum afköstum. Við erum ekki að fullnýta plássin sem við þó höfum, á sama tíma og biðlistar lengjast og lengjast. Vandinn fer ekki neitt. Vogur keyrir ekki á fullum afköstum og það á við um fleiri meðferðarstöðvar. Ástæðan? Fjárskortur. Þetta er auðvitað algerlega glatað og hreint virðingarleysi gagnvart þeim hundruðum aðstandenda sem bíða á milli vonar og ótta eftir því að fá pláss fyrir sitt veika fólk. Að ekki sé talað um sjálfa sjúklingana sem eiga rétt á þessari heilbrigðisþjónustu. Ætlum við bara að sætta okkur við að um það bil tveir einstaklingar deyja í hverri einustu viku á meðan sjúkrarúmin eru tóm? Hverskona þvæla er eiginlega í gangi? Það er ekkert skrítið að fólk sé örvæntingarfullt. Ég ætla ekki að þykjast eiga öll svörin við því hvað best sé að gera. En ég er þó með ráð til ríkisstjórnarinnar. Við búum svo vel á Íslandi að hér er til ótrúlega öflug sérfræðiþekking á meðferðarstarfi og öllu því sem viðkemur þessum sjúkdómi. Hlustið á þetta fólk. Vel og vandlega og takið mark á því sem það segir ykkur. Það væri ágætis byrjun. Höfundur er alþingismaður fyrir Viðreisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Alþingi Fíkn Viðreisn Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef ekki farið í felur með þá skoðun mína að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og vímuefnavandinn. Við sem samfélag erum merkilega áhugalaus gagnvart þeirri staðreynd að um 100 einstaklingar deyja árlega úr þessum sjúkdómi. Á bak við þessa 100 einstaklinga er svo gríðarlegur fjöldi annarra sem syrgir. Enn stærri er svo hópurinn sem glímir við fíkn á hverjum einasta degi. Þetta fólk er talið í tugþúsundum. Samfélagið er steinsofandi og svo samdauna vandanum, að við kippum okkur ekki lengur upp við að 18 ára gamall drengur látist úr ofskömmtun. 18 ára drengur er dáinn úr alkóhólisma löngu áður en hann hefur aldur til að kaupa brennivín í ríkinu! Vissulega hefur þessi vandi verið að vaxa með okkur í gegnum árin en við getum ekki leyft okkur að verða svo samdauna að fórnarlömb faraldursins gleymist. Í hvert einasta sinn sem ég færi þetta í tal, hvort sem það er á Alþingi, í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum þá rignir yfir mig skilaboðum frá fólki sem á eitt sameiginlegt. Örvæntingu. Örvæntingu yfir því að börnin þeirra komast ekki í meðferð. Örvæntingu vegna þess úrræðaleysis sem þau upplifa í svokölluðu velferðarsamfélagi sem var byggt upp til að grípa okkar veikasta fólk. Á meðal aðstandenda er sú tilfinning djúpstæð að fólkið þeirra sé gleymt og grafið þótt það sé enn á lífi. Lifandi dáið. Er svona erfitt fyrir okkur að tengja við örvæntingafulla foreldra sem horfa á fárveikt barnið sitt og óttast á hverjum einasta degi að barnið deyi áður en það losnar pláss í meðferð? Ég skil ekki alveg hvar við náðum að tína þræðinum svona hressilega í þessari baráttu. Á meðan eldarnir brenna þarna úti þá erum við slíkt aumingjasamfélag að kerfin okkar keyra ekki einu sinni á fullum afköstum. Við erum ekki að fullnýta plássin sem við þó höfum, á sama tíma og biðlistar lengjast og lengjast. Vandinn fer ekki neitt. Vogur keyrir ekki á fullum afköstum og það á við um fleiri meðferðarstöðvar. Ástæðan? Fjárskortur. Þetta er auðvitað algerlega glatað og hreint virðingarleysi gagnvart þeim hundruðum aðstandenda sem bíða á milli vonar og ótta eftir því að fá pláss fyrir sitt veika fólk. Að ekki sé talað um sjálfa sjúklingana sem eiga rétt á þessari heilbrigðisþjónustu. Ætlum við bara að sætta okkur við að um það bil tveir einstaklingar deyja í hverri einustu viku á meðan sjúkrarúmin eru tóm? Hverskona þvæla er eiginlega í gangi? Það er ekkert skrítið að fólk sé örvæntingarfullt. Ég ætla ekki að þykjast eiga öll svörin við því hvað best sé að gera. En ég er þó með ráð til ríkisstjórnarinnar. Við búum svo vel á Íslandi að hér er til ótrúlega öflug sérfræðiþekking á meðferðarstarfi og öllu því sem viðkemur þessum sjúkdómi. Hlustið á þetta fólk. Vel og vandlega og takið mark á því sem það segir ykkur. Það væri ágætis byrjun. Höfundur er alþingismaður fyrir Viðreisn.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun